Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2018 10:20 Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði Mynd/Stöð 2 Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Þetta kemur fram í minnisblaði um framlagningu framboðslista við kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum borgarinnar sem lagt var fram fyrir forsætisnefnd Reykjavíkurborgar í gær.Allt lék á reiðiskjálfi á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í síðustu viku eftir að Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans þótti þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál.Sérstaklega þurfi að fara yfir muninn á opnum og lokuðum fundum Í minnisblaði Helgu Bjarkar segir hins vegar að þegar upplýsingar um nöfn þeirra aðila sem lagt er til að taki sæti þegar kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum Reykjavíkurborgar eru teknar á dagskrá borgarstjórnar, geti þær aldrei verið trúnaðarmál sé mið tekið af sveitarstjórnalögum og samþykktum borgarinnar. „Á meðan borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir gerði athugasemdir við „leka á trúnaðargögnum“ á fundi borgarstjórnar, höfðu allar upplýsingar um nefndasetu hennar og annarra borgarfulltrúa verið aðgengilegar á vefnum í marga klukkutíma,“ segir í minnisblaði Helgu Bjarkar. Þá segir að ekki sé „unnt að gera sér grein fyrir því hvað olli því að sumir borgarfulltrúar virtust halda það á fundi borgarstjórnar að trúnaður gilti um margne nda lista, án tillits til skýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga og samþykkta“. Fundir borgarstjórnar séu opnir öllum og öll fundargögn þeirra séu birt á vef Reykjavíkurborgar um leið og boðað sé til fundar. Þá sé vandséð hvers vegna borgarfulltrúarnir töldu nauðsyn þess að halda þeim nöfnum leyndum sem áttu að taka sæti í ráðum og nefndum. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd samþykki að bæta við námskeiði fyrir borgarfulltrúa þar sem sérstaklega verði farið yfir muninn á opnum og lokuðum fundum, muninn á fundargögnum þeirra funda, hvaða gögn eru trúnaðarmerkt og hvers vegna ákvæði séu um það í samþykktum að fundargögn borgarstjórnar skuli vera aðgengileg öllum.Telur siðareglur hafa verið brotnar Þá segir Helga Björk að í umræðum um stofnun umhverfis- og heilbrigðisráðs í tengslum við fullyrðingar Mörtu um trúnaðarbrest hafi nokkrir borgarfulltrúar tekið til máls og látið hafa eftir sér ásakanir í garð starfsmanna Reykjavíkurborgar. Telur hún að með því hafi borgarfulltrúarnir brotið siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. „Í siðareglunum er einnig kveðið á um að kjörnir fulltrúar gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þeir sýna störfum og réttindum annarra kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar tilhlýðilega virðingu,“ segir í minnsisblaðinu. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd taki málið til skoðunar, þar með talið að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Þetta kemur fram í minnisblaði um framlagningu framboðslista við kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum borgarinnar sem lagt var fram fyrir forsætisnefnd Reykjavíkurborgar í gær.Allt lék á reiðiskjálfi á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í síðustu viku eftir að Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans þótti þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál.Sérstaklega þurfi að fara yfir muninn á opnum og lokuðum fundum Í minnisblaði Helgu Bjarkar segir hins vegar að þegar upplýsingar um nöfn þeirra aðila sem lagt er til að taki sæti þegar kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum Reykjavíkurborgar eru teknar á dagskrá borgarstjórnar, geti þær aldrei verið trúnaðarmál sé mið tekið af sveitarstjórnalögum og samþykktum borgarinnar. „Á meðan borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir gerði athugasemdir við „leka á trúnaðargögnum“ á fundi borgarstjórnar, höfðu allar upplýsingar um nefndasetu hennar og annarra borgarfulltrúa verið aðgengilegar á vefnum í marga klukkutíma,“ segir í minnisblaði Helgu Bjarkar. Þá segir að ekki sé „unnt að gera sér grein fyrir því hvað olli því að sumir borgarfulltrúar virtust halda það á fundi borgarstjórnar að trúnaður gilti um margne nda lista, án tillits til skýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga og samþykkta“. Fundir borgarstjórnar séu opnir öllum og öll fundargögn þeirra séu birt á vef Reykjavíkurborgar um leið og boðað sé til fundar. Þá sé vandséð hvers vegna borgarfulltrúarnir töldu nauðsyn þess að halda þeim nöfnum leyndum sem áttu að taka sæti í ráðum og nefndum. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd samþykki að bæta við námskeiði fyrir borgarfulltrúa þar sem sérstaklega verði farið yfir muninn á opnum og lokuðum fundum, muninn á fundargögnum þeirra funda, hvaða gögn eru trúnaðarmerkt og hvers vegna ákvæði séu um það í samþykktum að fundargögn borgarstjórnar skuli vera aðgengileg öllum.Telur siðareglur hafa verið brotnar Þá segir Helga Björk að í umræðum um stofnun umhverfis- og heilbrigðisráðs í tengslum við fullyrðingar Mörtu um trúnaðarbrest hafi nokkrir borgarfulltrúar tekið til máls og látið hafa eftir sér ásakanir í garð starfsmanna Reykjavíkurborgar. Telur hún að með því hafi borgarfulltrúarnir brotið siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. „Í siðareglunum er einnig kveðið á um að kjörnir fulltrúar gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þeir sýna störfum og réttindum annarra kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar tilhlýðilega virðingu,“ segir í minnsisblaðinu. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd taki málið til skoðunar, þar með talið að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45
Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05