Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2018 10:20 Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði Mynd/Stöð 2 Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Þetta kemur fram í minnisblaði um framlagningu framboðslista við kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum borgarinnar sem lagt var fram fyrir forsætisnefnd Reykjavíkurborgar í gær.Allt lék á reiðiskjálfi á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í síðustu viku eftir að Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans þótti þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál.Sérstaklega þurfi að fara yfir muninn á opnum og lokuðum fundum Í minnisblaði Helgu Bjarkar segir hins vegar að þegar upplýsingar um nöfn þeirra aðila sem lagt er til að taki sæti þegar kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum Reykjavíkurborgar eru teknar á dagskrá borgarstjórnar, geti þær aldrei verið trúnaðarmál sé mið tekið af sveitarstjórnalögum og samþykktum borgarinnar. „Á meðan borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir gerði athugasemdir við „leka á trúnaðargögnum“ á fundi borgarstjórnar, höfðu allar upplýsingar um nefndasetu hennar og annarra borgarfulltrúa verið aðgengilegar á vefnum í marga klukkutíma,“ segir í minnisblaði Helgu Bjarkar. Þá segir að ekki sé „unnt að gera sér grein fyrir því hvað olli því að sumir borgarfulltrúar virtust halda það á fundi borgarstjórnar að trúnaður gilti um margne nda lista, án tillits til skýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga og samþykkta“. Fundir borgarstjórnar séu opnir öllum og öll fundargögn þeirra séu birt á vef Reykjavíkurborgar um leið og boðað sé til fundar. Þá sé vandséð hvers vegna borgarfulltrúarnir töldu nauðsyn þess að halda þeim nöfnum leyndum sem áttu að taka sæti í ráðum og nefndum. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd samþykki að bæta við námskeiði fyrir borgarfulltrúa þar sem sérstaklega verði farið yfir muninn á opnum og lokuðum fundum, muninn á fundargögnum þeirra funda, hvaða gögn eru trúnaðarmerkt og hvers vegna ákvæði séu um það í samþykktum að fundargögn borgarstjórnar skuli vera aðgengileg öllum.Telur siðareglur hafa verið brotnar Þá segir Helga Björk að í umræðum um stofnun umhverfis- og heilbrigðisráðs í tengslum við fullyrðingar Mörtu um trúnaðarbrest hafi nokkrir borgarfulltrúar tekið til máls og látið hafa eftir sér ásakanir í garð starfsmanna Reykjavíkurborgar. Telur hún að með því hafi borgarfulltrúarnir brotið siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. „Í siðareglunum er einnig kveðið á um að kjörnir fulltrúar gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þeir sýna störfum og réttindum annarra kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar tilhlýðilega virðingu,“ segir í minnsisblaðinu. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd taki málið til skoðunar, þar með talið að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Þetta kemur fram í minnisblaði um framlagningu framboðslista við kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum borgarinnar sem lagt var fram fyrir forsætisnefnd Reykjavíkurborgar í gær.Allt lék á reiðiskjálfi á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í síðustu viku eftir að Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans þótti þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál.Sérstaklega þurfi að fara yfir muninn á opnum og lokuðum fundum Í minnisblaði Helgu Bjarkar segir hins vegar að þegar upplýsingar um nöfn þeirra aðila sem lagt er til að taki sæti þegar kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum Reykjavíkurborgar eru teknar á dagskrá borgarstjórnar, geti þær aldrei verið trúnaðarmál sé mið tekið af sveitarstjórnalögum og samþykktum borgarinnar. „Á meðan borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir gerði athugasemdir við „leka á trúnaðargögnum“ á fundi borgarstjórnar, höfðu allar upplýsingar um nefndasetu hennar og annarra borgarfulltrúa verið aðgengilegar á vefnum í marga klukkutíma,“ segir í minnisblaði Helgu Bjarkar. Þá segir að ekki sé „unnt að gera sér grein fyrir því hvað olli því að sumir borgarfulltrúar virtust halda það á fundi borgarstjórnar að trúnaður gilti um margne nda lista, án tillits til skýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga og samþykkta“. Fundir borgarstjórnar séu opnir öllum og öll fundargögn þeirra séu birt á vef Reykjavíkurborgar um leið og boðað sé til fundar. Þá sé vandséð hvers vegna borgarfulltrúarnir töldu nauðsyn þess að halda þeim nöfnum leyndum sem áttu að taka sæti í ráðum og nefndum. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd samþykki að bæta við námskeiði fyrir borgarfulltrúa þar sem sérstaklega verði farið yfir muninn á opnum og lokuðum fundum, muninn á fundargögnum þeirra funda, hvaða gögn eru trúnaðarmerkt og hvers vegna ákvæði séu um það í samþykktum að fundargögn borgarstjórnar skuli vera aðgengileg öllum.Telur siðareglur hafa verið brotnar Þá segir Helga Björk að í umræðum um stofnun umhverfis- og heilbrigðisráðs í tengslum við fullyrðingar Mörtu um trúnaðarbrest hafi nokkrir borgarfulltrúar tekið til máls og látið hafa eftir sér ásakanir í garð starfsmanna Reykjavíkurborgar. Telur hún að með því hafi borgarfulltrúarnir brotið siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. „Í siðareglunum er einnig kveðið á um að kjörnir fulltrúar gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þeir sýna störfum og réttindum annarra kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar tilhlýðilega virðingu,“ segir í minnsisblaðinu. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd taki málið til skoðunar, þar með talið að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45
Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05