Segir Íslendinga með bjartsýnina í genunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. júní 2018 06:00 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í gær Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, telur að það sé í eðli okkar Íslendinga að vera afar bjartsýn og vonast eftir því besta. Hann mætti ásamt Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða landsliðsins, á blaðamannafund Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu í gær og var létt yfir okkar manni eins og alltaf. Vakti það athygli blaðamanns sem spurði Heimi út í bjartsýni Íslendinga og það stóð ekki á svörum. „Þetta er eitthvað í genum okkar Íslendinga, ég veit ekki hvað það er. Gott dæmi um það er Eurovision, við höldum á hverju ári að við munum vinna keppnina en við komumst aldrei inn á úrslitakvöldið,“ sagði Heimir og uppskar hlátrasköll íslenskra sem og erlendra blaðamanna. Ísland mætir Króatíu í lokaleik D-riðilsins á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rostov við Don í dag en Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum. Eftir tap gegn Nígeríu um helgina þarf Ísland að treysta á hagstæð úrslit úr leik Nígeríu og Argentínu ásamt því að vinna leik sinn gegn Króatíu til að komast áfram. Þrátt fyrir það var Heimir hinn jákvæðasti á fundinum enda ennþá möguleikar á að komast í 16-liða úrslitin sem var markmið landsliðsins. „Íslendingar eru að eðlisfari mjög bjartsýnir, þó að við töpum einum leik þá búast allir bara við því að við vinnum þann næsta. Ef úrslitin detta svo með okkur á morgun fer fólk heima að tala um að við séum að fara að verða heimsmeistarar.“ Leikurinn mikilvægi hefst klukkan 21.00 að staðartíma, klukkan 18.00 að íslenskum tíma, en annan leikinn í röð verður hitastigið um þrjátíu gráður meðan á leik stendur. Heimir telur að það muni ekki trufla landsliðið í leiknum. „Við æfum yfirleitt á heitasta tíma dagsins og kusum að vera með æfingabúðir á einum heitasta stað Rússlands, Gelendzhík, til að undirbúa leikmenn betur fyrir þessar aðstæður. Auðvitað er ekki sami ákafi á æfingunum en okkur hefur tekist vel að aðlagast þessum aðstæðum,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kári Árnason segir króatíska liðið það gott að það getur farið alla leið í mótinu. 25. júní 2018 09:00 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. 25. júní 2018 16:33 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, telur að það sé í eðli okkar Íslendinga að vera afar bjartsýn og vonast eftir því besta. Hann mætti ásamt Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða landsliðsins, á blaðamannafund Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu í gær og var létt yfir okkar manni eins og alltaf. Vakti það athygli blaðamanns sem spurði Heimi út í bjartsýni Íslendinga og það stóð ekki á svörum. „Þetta er eitthvað í genum okkar Íslendinga, ég veit ekki hvað það er. Gott dæmi um það er Eurovision, við höldum á hverju ári að við munum vinna keppnina en við komumst aldrei inn á úrslitakvöldið,“ sagði Heimir og uppskar hlátrasköll íslenskra sem og erlendra blaðamanna. Ísland mætir Króatíu í lokaleik D-riðilsins á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rostov við Don í dag en Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum. Eftir tap gegn Nígeríu um helgina þarf Ísland að treysta á hagstæð úrslit úr leik Nígeríu og Argentínu ásamt því að vinna leik sinn gegn Króatíu til að komast áfram. Þrátt fyrir það var Heimir hinn jákvæðasti á fundinum enda ennþá möguleikar á að komast í 16-liða úrslitin sem var markmið landsliðsins. „Íslendingar eru að eðlisfari mjög bjartsýnir, þó að við töpum einum leik þá búast allir bara við því að við vinnum þann næsta. Ef úrslitin detta svo með okkur á morgun fer fólk heima að tala um að við séum að fara að verða heimsmeistarar.“ Leikurinn mikilvægi hefst klukkan 21.00 að staðartíma, klukkan 18.00 að íslenskum tíma, en annan leikinn í röð verður hitastigið um þrjátíu gráður meðan á leik stendur. Heimir telur að það muni ekki trufla landsliðið í leiknum. „Við æfum yfirleitt á heitasta tíma dagsins og kusum að vera með æfingabúðir á einum heitasta stað Rússlands, Gelendzhík, til að undirbúa leikmenn betur fyrir þessar aðstæður. Auðvitað er ekki sami ákafi á æfingunum en okkur hefur tekist vel að aðlagast þessum aðstæðum,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kári Árnason segir króatíska liðið það gott að það getur farið alla leið í mótinu. 25. júní 2018 09:00 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. 25. júní 2018 16:33 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kári Árnason segir króatíska liðið það gott að það getur farið alla leið í mótinu. 25. júní 2018 09:00
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30
Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. 25. júní 2018 16:33
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent