Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR. Þar kemur fram að Mladen er 29 ára gamall og 193 sentimetrar á hæð. Hann hefur leikið á Spáni auk þess að hafa leikið í heimalandinu og víðar.
Ljóst er að þónokkrar breytingar verða á leikmannahópi ÍR fyrir næstu leiktíð. Sveinbjörn Claessen er hættur og Danero Thomas ákvað að ganga í raðir Tindastóls á dögunum. Þá er Kristinn Marinósson farinn heim í Hauka.