Möguleikar Íslands í kvöld: Erfitt að þurfa að treysta á Argentínu Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 26. júní 2018 08:30 Það eru allar líkur á því að Messi velji sig í liðið. vísir/vilhelm Strákarnir okkar eru í erfiðri stöðu á HM 2018 í fótbolta fyrir lokaumferð D-riðils í kvöld en þeir mæta Króatíu í Rostov við Don klukkan 21.00 að rússneskum tíma. Ef Ísland ætlar áfram þarf liðið að vinna Króatíu í kvöld og treysta um leið á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu á sama tíma. Það gæti reynst banabiti Íslendinga því Argentínumenn eru ekki líklegir til afreka og Nígería má ekki vinna. Argentínska liðið er gjörsamlega í molum eftir að fá aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum og hefur skuldinni nánast allri verið skellt á þjálfarann Jorge Sampaoli. Leikmenn hafa óskað eftir því að hann verði rekinn og hann missir starfið þegar HM er lokið. Argentínskir fjölmiðlar hafa greint frá því að leikmenn vilji sjálfir velja byrjunarliðið en þeir Lionel Messi og Javier Mascherano eiga að sjá um það. Allt saman mjög eðlilegt á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Hér að neðan eru möguleikar Íslands í kvöld en allir taka mið af því að Ísland vinni Króatíu enda fer liðið ekki áfram nema að vinna leikinn.Fagna þessir í Rostov við Don í kvöld?Vísir/VilhelmStaðan í D-riðli: 1. Króatía 6 stig (Markatala: 5-0) 2. Nígería 3 (2-2) 3. Ísland 1 (1-3) 4. Argentína 1 (1-4)Ef að Nígería vinnur Argentínu í kvöld er Ísland úr leik, óháð því hvernig okkar mönnum vegnar á þriðjudag.Ef að Nígería og Argentína gera jafntefli verða Ísland og Nígería jöfn með fjögur stig og mun þá markahlutfall ráða úrslitum um hvort lið fari áfram. Ísland þarf þá að vinna að minnsta kosti tveggja (helst þriggja) marka sigur á Króatíu á þriðjudag til að komast áfram.Ef að Argentínu vinnur Nígeríu verða Ísland og Argentína jöfn með fjögur stig. Þá mun baráttan um annað sætið líka ráðast af markatölu. Eins og sakir standa nú er Ísland með eitt mark „í forskot“ á Argentínu. Ef að bæði stigafjöldi og markahlutafall liða er jöfn mun fjöldi skoraðra marka ráða úrslitum. Ef enn er jafnt mun árangur í innbyrðisviðureign liðanna ráða og því næst svokölluð „Fair Play“ stig þar sem fjöldi gulra og rauðra spjalda hafa úrslitaáhrif. Semsagt, sigur Íslands á þriðjudag mun halda vonum strákanna okkar á lífi, en margt annað þarf að ganga þeim í hag þar að auki.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30 Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Erum við að horfa upp á síðasta leik Heimis Hallgrímssonar í kvöld? 26. júní 2018 08:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira
Strákarnir okkar eru í erfiðri stöðu á HM 2018 í fótbolta fyrir lokaumferð D-riðils í kvöld en þeir mæta Króatíu í Rostov við Don klukkan 21.00 að rússneskum tíma. Ef Ísland ætlar áfram þarf liðið að vinna Króatíu í kvöld og treysta um leið á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu á sama tíma. Það gæti reynst banabiti Íslendinga því Argentínumenn eru ekki líklegir til afreka og Nígería má ekki vinna. Argentínska liðið er gjörsamlega í molum eftir að fá aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum og hefur skuldinni nánast allri verið skellt á þjálfarann Jorge Sampaoli. Leikmenn hafa óskað eftir því að hann verði rekinn og hann missir starfið þegar HM er lokið. Argentínskir fjölmiðlar hafa greint frá því að leikmenn vilji sjálfir velja byrjunarliðið en þeir Lionel Messi og Javier Mascherano eiga að sjá um það. Allt saman mjög eðlilegt á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Hér að neðan eru möguleikar Íslands í kvöld en allir taka mið af því að Ísland vinni Króatíu enda fer liðið ekki áfram nema að vinna leikinn.Fagna þessir í Rostov við Don í kvöld?Vísir/VilhelmStaðan í D-riðli: 1. Króatía 6 stig (Markatala: 5-0) 2. Nígería 3 (2-2) 3. Ísland 1 (1-3) 4. Argentína 1 (1-4)Ef að Nígería vinnur Argentínu í kvöld er Ísland úr leik, óháð því hvernig okkar mönnum vegnar á þriðjudag.Ef að Nígería og Argentína gera jafntefli verða Ísland og Nígería jöfn með fjögur stig og mun þá markahlutfall ráða úrslitum um hvort lið fari áfram. Ísland þarf þá að vinna að minnsta kosti tveggja (helst þriggja) marka sigur á Króatíu á þriðjudag til að komast áfram.Ef að Argentínu vinnur Nígeríu verða Ísland og Argentína jöfn með fjögur stig. Þá mun baráttan um annað sætið líka ráðast af markatölu. Eins og sakir standa nú er Ísland með eitt mark „í forskot“ á Argentínu. Ef að bæði stigafjöldi og markahlutafall liða er jöfn mun fjöldi skoraðra marka ráða úrslitum. Ef enn er jafnt mun árangur í innbyrðisviðureign liðanna ráða og því næst svokölluð „Fair Play“ stig þar sem fjöldi gulra og rauðra spjalda hafa úrslitaáhrif. Semsagt, sigur Íslands á þriðjudag mun halda vonum strákanna okkar á lífi, en margt annað þarf að ganga þeim í hag þar að auki.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30 Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Erum við að horfa upp á síðasta leik Heimis Hallgrímssonar í kvöld? 26. júní 2018 08:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira
Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30
Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Erum við að horfa upp á síðasta leik Heimis Hallgrímssonar í kvöld? 26. júní 2018 08:00