Ásgeir Örn Hallgrímsson er á leið heim í Hauka en þetta er fullyrt á vef Rúv í dag. Ásgeir Örn snýr þar með aftur til sín uppeldisfélags en hann lék síðast með félaginu árið 2005.
Ásgeir Örn á langan atvinnumanna- og landsliðsferil að baki. Hann lék með félögum í Þýskalandi, Danmörku og Frakklandi en síðast var hann á mála hjá franska liðinu Nimes.
Hann var einnig í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 sem og bronsliðinu á HM í Austurríki tveimur árum síðan.
Ásgeir Örn er fyrsti nýi leikmaðurinn sem Haukar semja við síðan að Olísdeildinni lauk í vor en félagið hefur misst þá Björgvin Pál Gústavsson, Leonharð Þorgeir Harðarson og Hákon Daða Styrmisson.
