Sungu Ó, Jesú, bróðir besti yfir leiði Viggu gömlu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Legsteinn Viggu komin á sinn stað. Skólasysturnar Ólöf Eyjólfsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir, Erla Gerður Högnadóttir, Margrét Steina Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Stella Stephens. Silja Ástþórsdóttir „Í ljósaskiptum langrar ævi gekk hún bæ frá bæ eða barst með straumi,“ er letrað aftan á legstein flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur sem afhjúpaður var við Skeiðflatarkirkju daginn fyrir sautjánda júní. Steinninn er afrakstur söfnunar sem Jóna Sigríður Jónsdóttir frá Litla-Hvammi og fimm aðrar brottfluttar vinkonur hennar og skólasystur úr Mýrdal stóðu fyrir til að heiðra minningu Viggu gömlu sem alþekkt var á sinni tíð þar í héraðinu fyrir flökkulíf sitt. Jóna er ánægð með velheppnaða athöfn. Þrátt fyrir að einhverjir hefðu áhyggjur af því að tímasetningin, í miðjum leik Íslands við Argentínu á HM í fótbolta, myndi draga úr aðsókninni, mættu um sextíu manns í Skeiðflatarkirkju. „Það var mjög góð stemming og sólin skein á okkur,“ segir Jóna. Einn þeirra sem viðstaddir voru athöfnina er Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Hann segist að jafnvel þótt hann hafi aldrei hittu Viggu gömlu hafi honum þótt vænt um þessa sérstöku förukonu. „Tengdafaðir minn, Einar bóndi í Kaldrananesi, talaði hlýlega um hana og hún var velkomin alls staðar á ferðum sínum, enda lagði hún ekki fyrir sig að bera sögur á milli bæja, eins og sumir förumenn gerðu,“ segir Sigurður. Séra Haraldur Kristjánsson, sóknarprestur í Vík, stýrði athöfninni og þrjár konur úr söfnunarhópnum fluttu ávörp. Inni í kirkjunni var sungið „Blessuð sértu sveitin mín“ en hjá legsteini Viggu gömlu söng hópurinn „Ó, Jesú, bróðir besti“. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn. 14. júní 2018 06:00 Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
„Í ljósaskiptum langrar ævi gekk hún bæ frá bæ eða barst með straumi,“ er letrað aftan á legstein flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur sem afhjúpaður var við Skeiðflatarkirkju daginn fyrir sautjánda júní. Steinninn er afrakstur söfnunar sem Jóna Sigríður Jónsdóttir frá Litla-Hvammi og fimm aðrar brottfluttar vinkonur hennar og skólasystur úr Mýrdal stóðu fyrir til að heiðra minningu Viggu gömlu sem alþekkt var á sinni tíð þar í héraðinu fyrir flökkulíf sitt. Jóna er ánægð með velheppnaða athöfn. Þrátt fyrir að einhverjir hefðu áhyggjur af því að tímasetningin, í miðjum leik Íslands við Argentínu á HM í fótbolta, myndi draga úr aðsókninni, mættu um sextíu manns í Skeiðflatarkirkju. „Það var mjög góð stemming og sólin skein á okkur,“ segir Jóna. Einn þeirra sem viðstaddir voru athöfnina er Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Hann segist að jafnvel þótt hann hafi aldrei hittu Viggu gömlu hafi honum þótt vænt um þessa sérstöku förukonu. „Tengdafaðir minn, Einar bóndi í Kaldrananesi, talaði hlýlega um hana og hún var velkomin alls staðar á ferðum sínum, enda lagði hún ekki fyrir sig að bera sögur á milli bæja, eins og sumir förumenn gerðu,“ segir Sigurður. Séra Haraldur Kristjánsson, sóknarprestur í Vík, stýrði athöfninni og þrjár konur úr söfnunarhópnum fluttu ávörp. Inni í kirkjunni var sungið „Blessuð sértu sveitin mín“ en hjá legsteini Viggu gömlu söng hópurinn „Ó, Jesú, bróðir besti“.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn. 14. júní 2018 06:00 Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn. 14. júní 2018 06:00
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent