Erlent

Hundruð krefjast endaloka kola í Berlín

Kjartan Kjartansson skrifar
Ríkisstjórn Angelu Merkel hugar nú að því hvernig hún getur hætt notkun kola.
Ríkisstjórn Angelu Merkel hugar nú að því hvernig hún getur hætt notkun kola. Vísir/AP
Mótmælendur gengu hundruðum saman í Berlín í dag til að krefjast þess að menn hætti að brenna kolum til að framleiða rafmagn. Þýsk stjórnvöld legga nú á ráðin um hvernig þau geta hætt kolanotkun sem er ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni.

Þýskaland er enn verulega háð kolum þrátt fyrir mikla fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum á undanförnum árum. Um 34% af raforku landsins eru nú framleidd með kolum á móti 33% sem koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum, að sögn AP-fréttastofunnar.

Nefnd sem ætlað er að leggja drög að því hvernig Þýskaland getur hætt að brenna kolum á að koma saman í fyrsta skipti í vikunni. Hennar bíður ærinn starfi. Umhverfisráðherra landsins sagði í síðustu viku að Þjóðverjar myndu að líkindum ekki ná markmiði sínu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×