Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. júní 2018 20:15 Leiðtogafundur Trumps með Kim hefur gjörbreytt ásýnd Bandaríkjanna í áróðri Norður-Kóreu DPRKTODAY Götumynd frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Áróðurinn er alltumlykjandiVísir/Getty Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. Stjórnvöld beita áróðri í miklum mæli til að reyna að móta heimsmynd almennings eftir sínu höfði. Talað hefur verið um að íbúar Norður-Kóreu búi í hliðstæðri veröld og séu heilaþvegnir til að trúa ótrúlegustu lygum um ágæti eigin leiðtoga og hörmungarástand í öðrum löndum. Hversu mikið fólk trúir áróðrinum í raun og veru er hins vegar umdeilt og örugglega mismunandi eftir búsetu og öðru. Skilaboðin sem birtast í ríkisfjölmiðlum eru hins vegar oft góð vísbending um stöðuna í heimsmálum og afstöðu Kim stjórnarinnar. Þegar ástandið er sem verst og blikur eru á lofti um stríð eða auknar viðskiptaþvinganir, birtast t.d. veggspjöld með hörðum skilaboðum um stríðsrekstur Bandaríkjamanna og leppríkja þeirra í Asíu. Þjóðinni er á slíkum tímum sagt að búa sig undir að verja landið til síðasta manns gegn yfirgangi heimsveldastefnunnar. Myndmálið sýnir byssustingi og eldflaugar granda innrásarliðinu.Það er heldur bjartara yfir þessum áróðursplakötum en hefð er fyrirBBC/DPRKTODAYSíðustu vikur hafa öll slík veggspjöld hins vegar horfið og þessi skilaboð er heldur ekki lengur að finna í fréttatímum ríkissjónvarpsins í Norður-Kóreu. Þess í stað hafa sprottið upp veggspjöld sem hvetja til friðsamlegrar endursameiningar Kóreuskagans. Í dagblöðum og sjónvarpsútsendingum heyrist ekki lengur neitt neikvætt um forna fjendur. Þvert á móti er Trump Bandaríkjaforseta nánast daglega hælt sem framsýnum friðarsinna.Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa fjallað mikið um leiðtogafundinn í máli og myndumBBC/Rodong SinmunBreska ríkissjónvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum sem ferðast hafa til Norður-Kóreu að aldrei áður hafi allir neikvæður áróður horfið eins og dögg fyrir maísólu. Það sé hins vegar enn óvíst hvort breytingin sé varanleg, hlutirnir geti breyst hratt ef eitthvað kemur upp á í friðarferlinu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Götumynd frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Áróðurinn er alltumlykjandiVísir/Getty Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. Stjórnvöld beita áróðri í miklum mæli til að reyna að móta heimsmynd almennings eftir sínu höfði. Talað hefur verið um að íbúar Norður-Kóreu búi í hliðstæðri veröld og séu heilaþvegnir til að trúa ótrúlegustu lygum um ágæti eigin leiðtoga og hörmungarástand í öðrum löndum. Hversu mikið fólk trúir áróðrinum í raun og veru er hins vegar umdeilt og örugglega mismunandi eftir búsetu og öðru. Skilaboðin sem birtast í ríkisfjölmiðlum eru hins vegar oft góð vísbending um stöðuna í heimsmálum og afstöðu Kim stjórnarinnar. Þegar ástandið er sem verst og blikur eru á lofti um stríð eða auknar viðskiptaþvinganir, birtast t.d. veggspjöld með hörðum skilaboðum um stríðsrekstur Bandaríkjamanna og leppríkja þeirra í Asíu. Þjóðinni er á slíkum tímum sagt að búa sig undir að verja landið til síðasta manns gegn yfirgangi heimsveldastefnunnar. Myndmálið sýnir byssustingi og eldflaugar granda innrásarliðinu.Það er heldur bjartara yfir þessum áróðursplakötum en hefð er fyrirBBC/DPRKTODAYSíðustu vikur hafa öll slík veggspjöld hins vegar horfið og þessi skilaboð er heldur ekki lengur að finna í fréttatímum ríkissjónvarpsins í Norður-Kóreu. Þess í stað hafa sprottið upp veggspjöld sem hvetja til friðsamlegrar endursameiningar Kóreuskagans. Í dagblöðum og sjónvarpsútsendingum heyrist ekki lengur neitt neikvætt um forna fjendur. Þvert á móti er Trump Bandaríkjaforseta nánast daglega hælt sem framsýnum friðarsinna.Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa fjallað mikið um leiðtogafundinn í máli og myndumBBC/Rodong SinmunBreska ríkissjónvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum sem ferðast hafa til Norður-Kóreu að aldrei áður hafi allir neikvæður áróður horfið eins og dögg fyrir maísólu. Það sé hins vegar enn óvíst hvort breytingin sé varanleg, hlutirnir geti breyst hratt ef eitthvað kemur upp á í friðarferlinu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39
Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00