Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2018 09:39 Norður-Kóreumenn hafa lofað afkjarnavopnun eins og þeir hafa áður gert. Óljóst er hvort þeir standi frekar við orð sín nú en áður. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti endurnýjaði refsiaðgerðir sem verið hafa í gildi gegn Norður-Kóreu með vísan til þess að enn stafi „gríðarleg ógn“ af kjarnavopnum stjórnvalda í Pjongjang í gær. Aðeins tíu dagar eru liðnir frá því að Trump sagði að engin ógn væri lengur af Norður-Kóreu eftir fund hans með Kim Jong-un einræðisherra landsins. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar gripið til aðgerða til að þóknast stjórnvöldum í Norður-Kóreu eftir leiðtogafundinn. Þannig hafa þau fellt niður sameiginlegar heræfingar með Suður-Kóreu sem hafa lengi verið þyrnir í augum norðanmanna. Trump stærði sig mjög af einstöku sambandi sínu við Kim og að hann hefði fengið einræðisherrann til þess að fallast á algera afkjarnavopnun. Eftir fund þeirra Kim í Singapúr gekk Trump svo langt að lýsa því yfir á Twitter að „engin kjarnorkuhætta“ stafaði lengur af Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem hann sendi Bandaríkjaþingi í gær vegna endurnýjunar viðskiptaþvingana kvað hins vegar við allt annar tónn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í henni var vísað til ógnar af tilvist og dreifingu kjarnavopna á Kóreuskaga og aðgerða og stefnu stjórnvalda í Norður-Kóreu. Allt þetta ógni áfram þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagkerfi Bandaríkjanna. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir yfirlýsingu Trump nú grafa undan öllu því sem hann áður sagði. „Við verðum að nálgast þessar viðræður af miklu meiri alvöru en bara sem myndatækifæri. Það að segja að búið sé að leysa Norður-Kóreu-vandamálið gerir það ekki að veruleika,“ segir Schumer. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Sérfræðingar og bandamenn forsetans segja þó of snemmt að fagna og mikið verk sé fyrir höndum, það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. 13. júní 2018 11:46 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurnýjaði refsiaðgerðir sem verið hafa í gildi gegn Norður-Kóreu með vísan til þess að enn stafi „gríðarleg ógn“ af kjarnavopnum stjórnvalda í Pjongjang í gær. Aðeins tíu dagar eru liðnir frá því að Trump sagði að engin ógn væri lengur af Norður-Kóreu eftir fund hans með Kim Jong-un einræðisherra landsins. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar gripið til aðgerða til að þóknast stjórnvöldum í Norður-Kóreu eftir leiðtogafundinn. Þannig hafa þau fellt niður sameiginlegar heræfingar með Suður-Kóreu sem hafa lengi verið þyrnir í augum norðanmanna. Trump stærði sig mjög af einstöku sambandi sínu við Kim og að hann hefði fengið einræðisherrann til þess að fallast á algera afkjarnavopnun. Eftir fund þeirra Kim í Singapúr gekk Trump svo langt að lýsa því yfir á Twitter að „engin kjarnorkuhætta“ stafaði lengur af Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem hann sendi Bandaríkjaþingi í gær vegna endurnýjunar viðskiptaþvingana kvað hins vegar við allt annar tónn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í henni var vísað til ógnar af tilvist og dreifingu kjarnavopna á Kóreuskaga og aðgerða og stefnu stjórnvalda í Norður-Kóreu. Allt þetta ógni áfram þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagkerfi Bandaríkjanna. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir yfirlýsingu Trump nú grafa undan öllu því sem hann áður sagði. „Við verðum að nálgast þessar viðræður af miklu meiri alvöru en bara sem myndatækifæri. Það að segja að búið sé að leysa Norður-Kóreu-vandamálið gerir það ekki að veruleika,“ segir Schumer.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Sérfræðingar og bandamenn forsetans segja þó of snemmt að fagna og mikið verk sé fyrir höndum, það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. 13. júní 2018 11:46 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39
Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Sérfræðingar og bandamenn forsetans segja þó of snemmt að fagna og mikið verk sé fyrir höndum, það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. 13. júní 2018 11:46
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00