Vanda argentíska liðinu ekki kveðjurnar: „Messi var skugginn af sjálfum sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júní 2018 11:34 Messi var ekkert rosalega glaður í leiknum í gær. vísir/getty Fótbolti er ástríða í Argentínu og pressan á argentíska liðinu fyrir HM í Rússlandi var eftir því. Messi og félagar áttu að verða heimsmeistarar, það dugði ekkert minna, en þær væntingar eru nú að öllum líkindum orðnar að engu eftir að liðið tapaði 3-0 fyrir Króatíu í gær. Argentískir fjölmiðlar voru ekki par hrifnir af frammistöðu sinna manna á móti Íslandi og það kveður svipaðan tón nú eftir Króatíuleikinn, þó ef til vill öllu harðari. „Liðið var stefnulaust á HM og það versta er að enginn virtist tilbúinn til þess að bjarga því,“ segir í fyrirsögn á vef argentíska blaðsins Clarín þar sem umfjöllunin heldur áfram á þennan veg: „Enn á ný hjálpaði Sampaoli ekki til, Messi var skugginn af sjálfum og liðsfélagar hans birtust ekki. Argentína verður að vinna Nígeríu og vona það besta varðandi önnur úrslit.“ Á vef La Nación er einnig ritað um þá staðreynd að örlög argentíska liðsins eru ekki í höndum þeirra sjálfra: „Í höndum þriðja aðila. Landsliðið þarf nú að reiða sig á úrslitin í öðrum leikjum til að komast í 16 liða úrslitin. Að í dag eftir hádegi vinni Nígería Ísland svo að það ráðist í leiknum gegn Nígeríumönnum hver fer áfram.“ Messi fær síðan sinn skerf af gagnrýni á vef La Gaceta. „Ef Messi vantaði eitthvað þá var það að leika illa. Svona illa,“ segir í grein La Gaceta sem ber titilinn „Messi var ekki á staðnum.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37 Króatía komið áfram eftir stórsigur gegn Argentínu Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit HM 2018 eftir 3-0 sigur á Argentínu í viðureign liðanna í riðli okkar Íslendinga í kvöld. 21. júní 2018 19:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Fótbolti er ástríða í Argentínu og pressan á argentíska liðinu fyrir HM í Rússlandi var eftir því. Messi og félagar áttu að verða heimsmeistarar, það dugði ekkert minna, en þær væntingar eru nú að öllum líkindum orðnar að engu eftir að liðið tapaði 3-0 fyrir Króatíu í gær. Argentískir fjölmiðlar voru ekki par hrifnir af frammistöðu sinna manna á móti Íslandi og það kveður svipaðan tón nú eftir Króatíuleikinn, þó ef til vill öllu harðari. „Liðið var stefnulaust á HM og það versta er að enginn virtist tilbúinn til þess að bjarga því,“ segir í fyrirsögn á vef argentíska blaðsins Clarín þar sem umfjöllunin heldur áfram á þennan veg: „Enn á ný hjálpaði Sampaoli ekki til, Messi var skugginn af sjálfum og liðsfélagar hans birtust ekki. Argentína verður að vinna Nígeríu og vona það besta varðandi önnur úrslit.“ Á vef La Nación er einnig ritað um þá staðreynd að örlög argentíska liðsins eru ekki í höndum þeirra sjálfra: „Í höndum þriðja aðila. Landsliðið þarf nú að reiða sig á úrslitin í öðrum leikjum til að komast í 16 liða úrslitin. Að í dag eftir hádegi vinni Nígería Ísland svo að það ráðist í leiknum gegn Nígeríumönnum hver fer áfram.“ Messi fær síðan sinn skerf af gagnrýni á vef La Gaceta. „Ef Messi vantaði eitthvað þá var það að leika illa. Svona illa,“ segir í grein La Gaceta sem ber titilinn „Messi var ekki á staðnum.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37 Króatía komið áfram eftir stórsigur gegn Argentínu Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit HM 2018 eftir 3-0 sigur á Argentínu í viðureign liðanna í riðli okkar Íslendinga í kvöld. 21. júní 2018 19:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37
Króatía komið áfram eftir stórsigur gegn Argentínu Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit HM 2018 eftir 3-0 sigur á Argentínu í viðureign liðanna í riðli okkar Íslendinga í kvöld. 21. júní 2018 19:45