Íslendingur handtekinn í Moskvu en náði leiknum gegn Argentínu Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 20. júní 2018 17:04 Knattspyrnukempan fyrrverandi Stan Collymore fer yfir málin með íslenskum lögregluþjónum í Moskvu um helgina. Ríkislögreglustjóri Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu var handtekinn í aðdraganda leiks Argentínu og Íslands í Moskvu fyrir óspektir. Hann var hluti af skipulagðri ferð frá Íslandi á leikinn. Snör handtök fararstjóra og aðstoð frá sendiráði Íslands í Moskvu urðu til þess að hann náði hinum sögulega leik. Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra er annar tveggja íslenskra lögregulmanna í stjórnstöðinni í Moskvu. Þar eru fulltrúar allra þjóðanna sem keppa á HM, skiptast á upplýsingum og vinna saman að því að tryggja öryggi fólks í Rússlandi.Þessi stuðningsmaður Argentínu var ekki í neinu sérstöku stuði fyrir myndatöku.Ríkislögreglustjóri„Þetta er með svipuðu sniði og í Frakklandi,“ segir Tjörvi sem var í sambærilegri stjórnstöð í París á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Auk þeirra þriggja eru þrjú sem fara til borganna þar sem íslenska liðið keppir, þ.e. Moskvu, Volgograd og Rostov við Don. Alls samanlagt þrjár konur og tveir karlar í teymi íslenskra lögreglumanna í Rússlandi. Blaðamaður ræddi við Tjörva á sunnudaginn og sagði hann þá ekkert meiriháttar hafa komið upp, ef frá væri talin handtakan. „Auðvitað hafa komið upp mál sem snúa að miðasvikum og þjófnaði,“ segir Tjörvi. Engin tilfelli um Íslendinga hafi þó borist á hans borð. Tilkynningar um þjófnað til rússnesku lögreglunnar berist þó ekki endilega á hans borð þótt um Íslendinga hafi verið að ræða.Íslenska lögreglan á leiknum i Moskvu.RíkislögreglustjóriMesti munurinn á því sem var í Frakklandi segir Tjörvi að þá hafi mun fleiri verið á eigin vegum. Stór hluti í Rússlandi sé í skipulögðum hópferðum. Fólk komi út rétt fyrir leik og haldi svo heim stuttu eftir leik. „Það er ekki eins mikil samsöfnun af Íslendingum í Rússlandi eins og í Frakklandi,“ segir hann. Þar hafi fólk dvalið lengur, leigt sér hús og verið með fjölskylduna í sumarfríi. Hann segir allt hafa gengið ótrúlega smurt fyrir sig. Í stjórnstöðinni situr íslenska lögreglufólkið einmitt við hliðina á því argentínska. Þau skiptust á upplýsingum fyrir leikinn á laugardaginn.Tjöri Einarsson í stjórnstöðinni í Moskvu.Ríkislögreglustjórinn„Vorum í stöðugum samskiptum. Þeir vissu hvar íslenska stuðningsfólki yrði og við hvar þeir argentínsku myndu safnast saman. Þetta er vinalegt samstarf og mjög gagnlegt.“ Á meðan á leiknum stóð voru miklar tilfinningar, líka hjá lögreglufólki. „Ég varð sjálfum mér aftur að athlægi á þessu móti með viðbrögðum við leik í stjórnstöðinni, hoppandi og gargandi,“ segir Tjörvi léttur. Flestir séu spenntir fyrir sínu landi og það sjáist vel að fólki sé ekki sama þegar þjóðin sín spili. „En auðvitað er allt í bróðerni og vináttu.“ HM 2018 í Rússlandi Lögreglumál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu var handtekinn í aðdraganda leiks Argentínu og Íslands í Moskvu fyrir óspektir. Hann var hluti af skipulagðri ferð frá Íslandi á leikinn. Snör handtök fararstjóra og aðstoð frá sendiráði Íslands í Moskvu urðu til þess að hann náði hinum sögulega leik. Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra er annar tveggja íslenskra lögregulmanna í stjórnstöðinni í Moskvu. Þar eru fulltrúar allra þjóðanna sem keppa á HM, skiptast á upplýsingum og vinna saman að því að tryggja öryggi fólks í Rússlandi.Þessi stuðningsmaður Argentínu var ekki í neinu sérstöku stuði fyrir myndatöku.Ríkislögreglustjóri„Þetta er með svipuðu sniði og í Frakklandi,“ segir Tjörvi sem var í sambærilegri stjórnstöð í París á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Auk þeirra þriggja eru þrjú sem fara til borganna þar sem íslenska liðið keppir, þ.e. Moskvu, Volgograd og Rostov við Don. Alls samanlagt þrjár konur og tveir karlar í teymi íslenskra lögreglumanna í Rússlandi. Blaðamaður ræddi við Tjörva á sunnudaginn og sagði hann þá ekkert meiriháttar hafa komið upp, ef frá væri talin handtakan. „Auðvitað hafa komið upp mál sem snúa að miðasvikum og þjófnaði,“ segir Tjörvi. Engin tilfelli um Íslendinga hafi þó borist á hans borð. Tilkynningar um þjófnað til rússnesku lögreglunnar berist þó ekki endilega á hans borð þótt um Íslendinga hafi verið að ræða.Íslenska lögreglan á leiknum i Moskvu.RíkislögreglustjóriMesti munurinn á því sem var í Frakklandi segir Tjörvi að þá hafi mun fleiri verið á eigin vegum. Stór hluti í Rússlandi sé í skipulögðum hópferðum. Fólk komi út rétt fyrir leik og haldi svo heim stuttu eftir leik. „Það er ekki eins mikil samsöfnun af Íslendingum í Rússlandi eins og í Frakklandi,“ segir hann. Þar hafi fólk dvalið lengur, leigt sér hús og verið með fjölskylduna í sumarfríi. Hann segir allt hafa gengið ótrúlega smurt fyrir sig. Í stjórnstöðinni situr íslenska lögreglufólkið einmitt við hliðina á því argentínska. Þau skiptust á upplýsingum fyrir leikinn á laugardaginn.Tjöri Einarsson í stjórnstöðinni í Moskvu.Ríkislögreglustjórinn„Vorum í stöðugum samskiptum. Þeir vissu hvar íslenska stuðningsfólki yrði og við hvar þeir argentínsku myndu safnast saman. Þetta er vinalegt samstarf og mjög gagnlegt.“ Á meðan á leiknum stóð voru miklar tilfinningar, líka hjá lögreglufólki. „Ég varð sjálfum mér aftur að athlægi á þessu móti með viðbrögðum við leik í stjórnstöðinni, hoppandi og gargandi,“ segir Tjörvi léttur. Flestir séu spenntir fyrir sínu landi og það sjáist vel að fólki sé ekki sama þegar þjóðin sín spili. „En auðvitað er allt í bróðerni og vináttu.“
HM 2018 í Rússlandi Lögreglumál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira