Íslendingur handtekinn í Moskvu en náði leiknum gegn Argentínu Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 20. júní 2018 17:04 Knattspyrnukempan fyrrverandi Stan Collymore fer yfir málin með íslenskum lögregluþjónum í Moskvu um helgina. Ríkislögreglustjóri Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu var handtekinn í aðdraganda leiks Argentínu og Íslands í Moskvu fyrir óspektir. Hann var hluti af skipulagðri ferð frá Íslandi á leikinn. Snör handtök fararstjóra og aðstoð frá sendiráði Íslands í Moskvu urðu til þess að hann náði hinum sögulega leik. Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra er annar tveggja íslenskra lögregulmanna í stjórnstöðinni í Moskvu. Þar eru fulltrúar allra þjóðanna sem keppa á HM, skiptast á upplýsingum og vinna saman að því að tryggja öryggi fólks í Rússlandi.Þessi stuðningsmaður Argentínu var ekki í neinu sérstöku stuði fyrir myndatöku.Ríkislögreglustjóri„Þetta er með svipuðu sniði og í Frakklandi,“ segir Tjörvi sem var í sambærilegri stjórnstöð í París á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Auk þeirra þriggja eru þrjú sem fara til borganna þar sem íslenska liðið keppir, þ.e. Moskvu, Volgograd og Rostov við Don. Alls samanlagt þrjár konur og tveir karlar í teymi íslenskra lögreglumanna í Rússlandi. Blaðamaður ræddi við Tjörva á sunnudaginn og sagði hann þá ekkert meiriháttar hafa komið upp, ef frá væri talin handtakan. „Auðvitað hafa komið upp mál sem snúa að miðasvikum og þjófnaði,“ segir Tjörvi. Engin tilfelli um Íslendinga hafi þó borist á hans borð. Tilkynningar um þjófnað til rússnesku lögreglunnar berist þó ekki endilega á hans borð þótt um Íslendinga hafi verið að ræða.Íslenska lögreglan á leiknum i Moskvu.RíkislögreglustjóriMesti munurinn á því sem var í Frakklandi segir Tjörvi að þá hafi mun fleiri verið á eigin vegum. Stór hluti í Rússlandi sé í skipulögðum hópferðum. Fólk komi út rétt fyrir leik og haldi svo heim stuttu eftir leik. „Það er ekki eins mikil samsöfnun af Íslendingum í Rússlandi eins og í Frakklandi,“ segir hann. Þar hafi fólk dvalið lengur, leigt sér hús og verið með fjölskylduna í sumarfríi. Hann segir allt hafa gengið ótrúlega smurt fyrir sig. Í stjórnstöðinni situr íslenska lögreglufólkið einmitt við hliðina á því argentínska. Þau skiptust á upplýsingum fyrir leikinn á laugardaginn.Tjöri Einarsson í stjórnstöðinni í Moskvu.Ríkislögreglustjórinn„Vorum í stöðugum samskiptum. Þeir vissu hvar íslenska stuðningsfólki yrði og við hvar þeir argentínsku myndu safnast saman. Þetta er vinalegt samstarf og mjög gagnlegt.“ Á meðan á leiknum stóð voru miklar tilfinningar, líka hjá lögreglufólki. „Ég varð sjálfum mér aftur að athlægi á þessu móti með viðbrögðum við leik í stjórnstöðinni, hoppandi og gargandi,“ segir Tjörvi léttur. Flestir séu spenntir fyrir sínu landi og það sjáist vel að fólki sé ekki sama þegar þjóðin sín spili. „En auðvitað er allt í bróðerni og vináttu.“ HM 2018 í Rússlandi Lögreglumál Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu var handtekinn í aðdraganda leiks Argentínu og Íslands í Moskvu fyrir óspektir. Hann var hluti af skipulagðri ferð frá Íslandi á leikinn. Snör handtök fararstjóra og aðstoð frá sendiráði Íslands í Moskvu urðu til þess að hann náði hinum sögulega leik. Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra er annar tveggja íslenskra lögregulmanna í stjórnstöðinni í Moskvu. Þar eru fulltrúar allra þjóðanna sem keppa á HM, skiptast á upplýsingum og vinna saman að því að tryggja öryggi fólks í Rússlandi.Þessi stuðningsmaður Argentínu var ekki í neinu sérstöku stuði fyrir myndatöku.Ríkislögreglustjóri„Þetta er með svipuðu sniði og í Frakklandi,“ segir Tjörvi sem var í sambærilegri stjórnstöð í París á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Auk þeirra þriggja eru þrjú sem fara til borganna þar sem íslenska liðið keppir, þ.e. Moskvu, Volgograd og Rostov við Don. Alls samanlagt þrjár konur og tveir karlar í teymi íslenskra lögreglumanna í Rússlandi. Blaðamaður ræddi við Tjörva á sunnudaginn og sagði hann þá ekkert meiriháttar hafa komið upp, ef frá væri talin handtakan. „Auðvitað hafa komið upp mál sem snúa að miðasvikum og þjófnaði,“ segir Tjörvi. Engin tilfelli um Íslendinga hafi þó borist á hans borð. Tilkynningar um þjófnað til rússnesku lögreglunnar berist þó ekki endilega á hans borð þótt um Íslendinga hafi verið að ræða.Íslenska lögreglan á leiknum i Moskvu.RíkislögreglustjóriMesti munurinn á því sem var í Frakklandi segir Tjörvi að þá hafi mun fleiri verið á eigin vegum. Stór hluti í Rússlandi sé í skipulögðum hópferðum. Fólk komi út rétt fyrir leik og haldi svo heim stuttu eftir leik. „Það er ekki eins mikil samsöfnun af Íslendingum í Rússlandi eins og í Frakklandi,“ segir hann. Þar hafi fólk dvalið lengur, leigt sér hús og verið með fjölskylduna í sumarfríi. Hann segir allt hafa gengið ótrúlega smurt fyrir sig. Í stjórnstöðinni situr íslenska lögreglufólkið einmitt við hliðina á því argentínska. Þau skiptust á upplýsingum fyrir leikinn á laugardaginn.Tjöri Einarsson í stjórnstöðinni í Moskvu.Ríkislögreglustjórinn„Vorum í stöðugum samskiptum. Þeir vissu hvar íslenska stuðningsfólki yrði og við hvar þeir argentínsku myndu safnast saman. Þetta er vinalegt samstarf og mjög gagnlegt.“ Á meðan á leiknum stóð voru miklar tilfinningar, líka hjá lögreglufólki. „Ég varð sjálfum mér aftur að athlægi á þessu móti með viðbrögðum við leik í stjórnstöðinni, hoppandi og gargandi,“ segir Tjörvi léttur. Flestir séu spenntir fyrir sínu landi og það sjáist vel að fólki sé ekki sama þegar þjóðin sín spili. „En auðvitað er allt í bróðerni og vináttu.“
HM 2018 í Rússlandi Lögreglumál Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira