Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 2-2 | Stigunum deilt og toppbaráttan líklega úr sögunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júní 2018 20:15 Katrín Ásbjörnsdóttir og félagar hennar í Stjörnuliðinu verða helst að vinna í kvöld. Vísir/Eyjólfur Garðarsson Stjarnan og ÍBV deildu með sér stigunum þegar liðin mættust á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan er nú átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks og möguleikinn á að halda í við toppliðinn að renna þeim úr greipum. Eyjakonur byrjuðu leikinn mun betur og hafði Stjarnan nær ekkert ógnað í upphafi en það voru þó heimakonur sem gerðu fyrsta markið. Guðmunda Brynja Óladóttir náði ekki til boltans eftir fína fyrirgjöf svo hann barst til Hörpu Þorsteinsdóttur. Sú sendi út á Láru Kristínu Pedersen sem kláraði framhjá Emily Armstrong í marki ÍBV. ÍBV var þó ekki lengi að svara, Shameeka Fishley kom boltanum í netið eftir glæsilega takta Cloe Lacasse á vinstri kantinum. Áfram var ÍBV sterkari aðilinn í leiknum en Eyjakonur náðu ekki að bæta fleiri mörkum við og jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Stjörnukonur komu sterkari út í seinni hálfleikinn en náðu ekki að gera sér mat úr því. Shameeka komst ein inn fyrir vörn Stjörnunnar á 58. mínútu og í stað þess að hlaupa nær markinu þá þrumaði hún boltanum í marknetið. Eftir seinna markið lagðist ÍBV aðeins aftar og Stjarnan greip tækifærið og sótti stíft. Þær uppskáru undir lok leiksins þegar varamennirnir Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir náðu vel saman og Telma skilaði boltanum í netið. Stjarnan hélt áfram að sækja en hvorugt lið náði að pota inn sigurmarki og jafntefli niðurstaðan.Afhverju varð jafntefli? Eftir fyrri hálfleikinn virtist ÍBV eiga sigurinn vísan en heimakonur áttu seinni hálfleikinn og var jafntefli nokkuð sanngjarnt. Eftir seinna mark ÍBV fóru þær aðeins of aftarlega og hleyptu Stjörnukonum inn í leikinn. Þá má minnast á það að markvörður ÍBV hefði líklega átt að gera betur í báðum mörkunum, þá sérstaklega því fyrra.Hverjar stóðu upp úr? Lára Kristín Pedersen var frábær inni á miðjunni hjá Stjörnunni eins og svo oft áður. Leikmaður sem fer lítið fyrir en skilar virkilega góðu framlagi í hverjum leik. Varamennirnir Telma Hjaltalín og Þórdis Hrönn komu einnig mjög ferskar inn. Hjá ÍBV var Cloe Lacasse að vanda spræk fram á við og Shameeka Fishley einnig mjög góð, ein rangstaða skildi hana frá þrennunni.Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik gerði ÍBV ekki mikið fram á við, en þegar þær fóru fram gekk það oftast vel með gæða leikmann eins og Cloe. Þær voru bara komnar of aftarlega og því gekk illa að komast fram.Hvað gerist næst? ÍBV fær Grindavík í heimsókn á sunnudag og Stjarnan sækir KR heim í Vesturbæinn á mánudag.Ólafur Þór: Áræðnin og krafturinn í leikmönnum skilaði úrslitunum „Kannski á endanum ef þú horfir á allan leikinn er þetta sanngjarnt en miðað við síðustu 20-25 mínúturnar þá hefði ég viljað sjá fleiri mörk,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Ég var ánægður að þetta kom og við sköpuðum okkur helling, sem var mjög gott. Gáfum ekki mörg færi á okkur en nýtingin ekki nógu góð. Við erum að spila við gott Eyjalið og þær gerðu eitt gott mark en eitt gáfum við þeim. Þannig er þetta bara í þessari deild.“ Hvað fannst Ólafi hafa skapað úrslitin? „Á endanum er það áræðnin og krafturinn í leikmönnum síðustu mínúturnar. Kraftur í Telmu þegar hún kom inn og hún setti gott mark. Það var það sem náði þessu jafntefli en úrslitin í heildina, þá var það kæruleysi í vörninni af okkar hálfu sem var að hleypa þeim inn í þetta og við erum svolítið fúl með það.“ Það eru þrjár umferðir eftir af fyrri umferðinni og átta stig upp í topplið Blika. Er titillinn úr höndunum á Stjörnunni? „Hann er aldrei úr sögunni en við getum ekki hugsað svona langt lengur. Við þurfum bara að hugsa um næsta leik og safna eins mörgum stigum og við getum og vinna þá leiki sem við getum.“ Hvað er það helsta sem Ólafur tekur út úr leiknum? „Frábær sóknarleikur seinni hlutan af leiknum og hvað menn sköpuðu mikið og voru kraftmiklar og áræðnar,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson.Óskar: Þorum ekki að vera yfir „Eftir að við komumst 2-1 yfir þá er eins og við þorum ekki að vera yfir á móti þessu liði, við kunnum það ekki, svo það var smá stress á okkur,“ sagði Óskar Rúnarsson, aðstoðarþjálfari ÍBV. „Við ætluðum kannski ekki að vera eins hátt en það var ekki planið að vera alveg fastar niður og komast ekki út úr okkar vítateig,“ sagði Óskar aðspurður hvort það hefði verið upplagið að leggjast til baka eftir að þær komust yfir. „Eftir 2-2 markið var Stjarnan mun líklegri að taka þrjú stigin.“ Óskar vildi ekki taka undir það að titilmöguleikar ÍBV væru úr sögunni. „Við sjáum að Breiðablik í fyrra tapar þremur leikjum, við erum búnar að tapa þremur leikjum og reyndar gera eitt jafntefli núna þannig að við erum kannski ekki alveg búnar að segja okkar síðasta en þetta er orðið erfitt og við megum ekki misstíga okkur mikið,“ sagði Óskar Rúnarsson. Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan og ÍBV deildu með sér stigunum þegar liðin mættust á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan er nú átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks og möguleikinn á að halda í við toppliðinn að renna þeim úr greipum. Eyjakonur byrjuðu leikinn mun betur og hafði Stjarnan nær ekkert ógnað í upphafi en það voru þó heimakonur sem gerðu fyrsta markið. Guðmunda Brynja Óladóttir náði ekki til boltans eftir fína fyrirgjöf svo hann barst til Hörpu Þorsteinsdóttur. Sú sendi út á Láru Kristínu Pedersen sem kláraði framhjá Emily Armstrong í marki ÍBV. ÍBV var þó ekki lengi að svara, Shameeka Fishley kom boltanum í netið eftir glæsilega takta Cloe Lacasse á vinstri kantinum. Áfram var ÍBV sterkari aðilinn í leiknum en Eyjakonur náðu ekki að bæta fleiri mörkum við og jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Stjörnukonur komu sterkari út í seinni hálfleikinn en náðu ekki að gera sér mat úr því. Shameeka komst ein inn fyrir vörn Stjörnunnar á 58. mínútu og í stað þess að hlaupa nær markinu þá þrumaði hún boltanum í marknetið. Eftir seinna markið lagðist ÍBV aðeins aftar og Stjarnan greip tækifærið og sótti stíft. Þær uppskáru undir lok leiksins þegar varamennirnir Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir náðu vel saman og Telma skilaði boltanum í netið. Stjarnan hélt áfram að sækja en hvorugt lið náði að pota inn sigurmarki og jafntefli niðurstaðan.Afhverju varð jafntefli? Eftir fyrri hálfleikinn virtist ÍBV eiga sigurinn vísan en heimakonur áttu seinni hálfleikinn og var jafntefli nokkuð sanngjarnt. Eftir seinna mark ÍBV fóru þær aðeins of aftarlega og hleyptu Stjörnukonum inn í leikinn. Þá má minnast á það að markvörður ÍBV hefði líklega átt að gera betur í báðum mörkunum, þá sérstaklega því fyrra.Hverjar stóðu upp úr? Lára Kristín Pedersen var frábær inni á miðjunni hjá Stjörnunni eins og svo oft áður. Leikmaður sem fer lítið fyrir en skilar virkilega góðu framlagi í hverjum leik. Varamennirnir Telma Hjaltalín og Þórdis Hrönn komu einnig mjög ferskar inn. Hjá ÍBV var Cloe Lacasse að vanda spræk fram á við og Shameeka Fishley einnig mjög góð, ein rangstaða skildi hana frá þrennunni.Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik gerði ÍBV ekki mikið fram á við, en þegar þær fóru fram gekk það oftast vel með gæða leikmann eins og Cloe. Þær voru bara komnar of aftarlega og því gekk illa að komast fram.Hvað gerist næst? ÍBV fær Grindavík í heimsókn á sunnudag og Stjarnan sækir KR heim í Vesturbæinn á mánudag.Ólafur Þór: Áræðnin og krafturinn í leikmönnum skilaði úrslitunum „Kannski á endanum ef þú horfir á allan leikinn er þetta sanngjarnt en miðað við síðustu 20-25 mínúturnar þá hefði ég viljað sjá fleiri mörk,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Ég var ánægður að þetta kom og við sköpuðum okkur helling, sem var mjög gott. Gáfum ekki mörg færi á okkur en nýtingin ekki nógu góð. Við erum að spila við gott Eyjalið og þær gerðu eitt gott mark en eitt gáfum við þeim. Þannig er þetta bara í þessari deild.“ Hvað fannst Ólafi hafa skapað úrslitin? „Á endanum er það áræðnin og krafturinn í leikmönnum síðustu mínúturnar. Kraftur í Telmu þegar hún kom inn og hún setti gott mark. Það var það sem náði þessu jafntefli en úrslitin í heildina, þá var það kæruleysi í vörninni af okkar hálfu sem var að hleypa þeim inn í þetta og við erum svolítið fúl með það.“ Það eru þrjár umferðir eftir af fyrri umferðinni og átta stig upp í topplið Blika. Er titillinn úr höndunum á Stjörnunni? „Hann er aldrei úr sögunni en við getum ekki hugsað svona langt lengur. Við þurfum bara að hugsa um næsta leik og safna eins mörgum stigum og við getum og vinna þá leiki sem við getum.“ Hvað er það helsta sem Ólafur tekur út úr leiknum? „Frábær sóknarleikur seinni hlutan af leiknum og hvað menn sköpuðu mikið og voru kraftmiklar og áræðnar,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson.Óskar: Þorum ekki að vera yfir „Eftir að við komumst 2-1 yfir þá er eins og við þorum ekki að vera yfir á móti þessu liði, við kunnum það ekki, svo það var smá stress á okkur,“ sagði Óskar Rúnarsson, aðstoðarþjálfari ÍBV. „Við ætluðum kannski ekki að vera eins hátt en það var ekki planið að vera alveg fastar niður og komast ekki út úr okkar vítateig,“ sagði Óskar aðspurður hvort það hefði verið upplagið að leggjast til baka eftir að þær komust yfir. „Eftir 2-2 markið var Stjarnan mun líklegri að taka þrjú stigin.“ Óskar vildi ekki taka undir það að titilmöguleikar ÍBV væru úr sögunni. „Við sjáum að Breiðablik í fyrra tapar þremur leikjum, við erum búnar að tapa þremur leikjum og reyndar gera eitt jafntefli núna þannig að við erum kannski ekki alveg búnar að segja okkar síðasta en þetta er orðið erfitt og við megum ekki misstíga okkur mikið,“ sagði Óskar Rúnarsson.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti