WOW biðst afsökunar á 27 tíma seinkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2018 08:46 Tveir starfsmenn tóku við spurningum um 200 farþega. Skjáskot Farþegar á leið til Íslands með WOW air þurftu að hírast á alþjóðaflugvellinum í Cincinnati í 27 klukkustundir í upphafi vikurnnar. Flugfélagið hefur beðist afsökunar á seinkuninni sem rakin er til „ófyrirséðra vandkvæða“ á afhendingu hinna ýmsu gagna til bandarískra flugstjórnaryfirvalda. Um 200 farþegar ætluðu sér að ferðast með flugi #144 til Íslands, sem fara átti í loftið klukkan 01:00 aðfaranótt þriðjudags frá CVG-flugvellinum í Cincinnati. Þegar klukkan var farin að ganga sex fóru þó farþegar að ókyrrast. Þeir settu sig í samband við þarlenda miðla og tjáðu þeim að þeir hefðu ekki aðeins verið búnir að bíða í fjórar klukkustundir - heldur hafi þeim verið gert að bíða inni í flugvélinni eða á landganginum. Þeim hafi verið bannað að fara inn í sjálfa flugstöðina og þurftu því að reiða sig á salerni vélarinnar og matinn sem var þar um borð. Hitinn í vélinni er sagður hafa verið nánast óbærilegur og rakinn ekki hjálpað til. Farþegar segjast ekki hafa getað hlaðið raftækin sín og aðeins fengið vatn og súkkulaði frá starfsmönnum flugfélagsins. Áhöfn vélarinnar hafi tjáð þeim að WOW hafi láðst að skila inn réttu pappírunum áður en hinn lögbundni hvíldartími áhafnarinnar hófst. Farþegar lýsa biðinni sem martröð, margir hverjir hafi setið fastir í vélinni í rúmar sex klukkustundir meðan hún stóð á flugbrautinni. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu biðst WOW innilegrar afsökunar. Þar kemur jafnframt fram að farþegunum hafi boðist matarinneign í flugstöðinni, hótelgisting og endurgreiðsla á fargjaldinu. Flestir farþeganna ætluðu sér að fljúga áfram til Evrópu. Talið er að þeir hafi nánast allir misst af flugferðum sínum vegna seinkunarinnar. Í samtali við Fox19 Now segir talsmaður CVG að hann skilji ekki hvers vegna farþegunum hafi verið meinað að fara inn í flugstöðina. Hvergi sé minnst á slíkt bann í starfsreglum flugvallarins. Fulltrúar CVG og WOW Air muni funda um málið og sjá til þess að þessi misskilningur komi ekki upp aftur.Hér að neðan má sjá frétt Fox19 Now um málið. WOW Air Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Farþegar á leið til Íslands með WOW air þurftu að hírast á alþjóðaflugvellinum í Cincinnati í 27 klukkustundir í upphafi vikurnnar. Flugfélagið hefur beðist afsökunar á seinkuninni sem rakin er til „ófyrirséðra vandkvæða“ á afhendingu hinna ýmsu gagna til bandarískra flugstjórnaryfirvalda. Um 200 farþegar ætluðu sér að ferðast með flugi #144 til Íslands, sem fara átti í loftið klukkan 01:00 aðfaranótt þriðjudags frá CVG-flugvellinum í Cincinnati. Þegar klukkan var farin að ganga sex fóru þó farþegar að ókyrrast. Þeir settu sig í samband við þarlenda miðla og tjáðu þeim að þeir hefðu ekki aðeins verið búnir að bíða í fjórar klukkustundir - heldur hafi þeim verið gert að bíða inni í flugvélinni eða á landganginum. Þeim hafi verið bannað að fara inn í sjálfa flugstöðina og þurftu því að reiða sig á salerni vélarinnar og matinn sem var þar um borð. Hitinn í vélinni er sagður hafa verið nánast óbærilegur og rakinn ekki hjálpað til. Farþegar segjast ekki hafa getað hlaðið raftækin sín og aðeins fengið vatn og súkkulaði frá starfsmönnum flugfélagsins. Áhöfn vélarinnar hafi tjáð þeim að WOW hafi láðst að skila inn réttu pappírunum áður en hinn lögbundni hvíldartími áhafnarinnar hófst. Farþegar lýsa biðinni sem martröð, margir hverjir hafi setið fastir í vélinni í rúmar sex klukkustundir meðan hún stóð á flugbrautinni. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu biðst WOW innilegrar afsökunar. Þar kemur jafnframt fram að farþegunum hafi boðist matarinneign í flugstöðinni, hótelgisting og endurgreiðsla á fargjaldinu. Flestir farþeganna ætluðu sér að fljúga áfram til Evrópu. Talið er að þeir hafi nánast allir misst af flugferðum sínum vegna seinkunarinnar. Í samtali við Fox19 Now segir talsmaður CVG að hann skilji ekki hvers vegna farþegunum hafi verið meinað að fara inn í flugstöðina. Hvergi sé minnst á slíkt bann í starfsreglum flugvallarins. Fulltrúar CVG og WOW Air muni funda um málið og sjá til þess að þessi misskilningur komi ekki upp aftur.Hér að neðan má sjá frétt Fox19 Now um málið.
WOW Air Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira