WOW biðst afsökunar á 27 tíma seinkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2018 08:46 Tveir starfsmenn tóku við spurningum um 200 farþega. Skjáskot Farþegar á leið til Íslands með WOW air þurftu að hírast á alþjóðaflugvellinum í Cincinnati í 27 klukkustundir í upphafi vikurnnar. Flugfélagið hefur beðist afsökunar á seinkuninni sem rakin er til „ófyrirséðra vandkvæða“ á afhendingu hinna ýmsu gagna til bandarískra flugstjórnaryfirvalda. Um 200 farþegar ætluðu sér að ferðast með flugi #144 til Íslands, sem fara átti í loftið klukkan 01:00 aðfaranótt þriðjudags frá CVG-flugvellinum í Cincinnati. Þegar klukkan var farin að ganga sex fóru þó farþegar að ókyrrast. Þeir settu sig í samband við þarlenda miðla og tjáðu þeim að þeir hefðu ekki aðeins verið búnir að bíða í fjórar klukkustundir - heldur hafi þeim verið gert að bíða inni í flugvélinni eða á landganginum. Þeim hafi verið bannað að fara inn í sjálfa flugstöðina og þurftu því að reiða sig á salerni vélarinnar og matinn sem var þar um borð. Hitinn í vélinni er sagður hafa verið nánast óbærilegur og rakinn ekki hjálpað til. Farþegar segjast ekki hafa getað hlaðið raftækin sín og aðeins fengið vatn og súkkulaði frá starfsmönnum flugfélagsins. Áhöfn vélarinnar hafi tjáð þeim að WOW hafi láðst að skila inn réttu pappírunum áður en hinn lögbundni hvíldartími áhafnarinnar hófst. Farþegar lýsa biðinni sem martröð, margir hverjir hafi setið fastir í vélinni í rúmar sex klukkustundir meðan hún stóð á flugbrautinni. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu biðst WOW innilegrar afsökunar. Þar kemur jafnframt fram að farþegunum hafi boðist matarinneign í flugstöðinni, hótelgisting og endurgreiðsla á fargjaldinu. Flestir farþeganna ætluðu sér að fljúga áfram til Evrópu. Talið er að þeir hafi nánast allir misst af flugferðum sínum vegna seinkunarinnar. Í samtali við Fox19 Now segir talsmaður CVG að hann skilji ekki hvers vegna farþegunum hafi verið meinað að fara inn í flugstöðina. Hvergi sé minnst á slíkt bann í starfsreglum flugvallarins. Fulltrúar CVG og WOW Air muni funda um málið og sjá til þess að þessi misskilningur komi ekki upp aftur.Hér að neðan má sjá frétt Fox19 Now um málið. WOW Air Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Farþegar á leið til Íslands með WOW air þurftu að hírast á alþjóðaflugvellinum í Cincinnati í 27 klukkustundir í upphafi vikurnnar. Flugfélagið hefur beðist afsökunar á seinkuninni sem rakin er til „ófyrirséðra vandkvæða“ á afhendingu hinna ýmsu gagna til bandarískra flugstjórnaryfirvalda. Um 200 farþegar ætluðu sér að ferðast með flugi #144 til Íslands, sem fara átti í loftið klukkan 01:00 aðfaranótt þriðjudags frá CVG-flugvellinum í Cincinnati. Þegar klukkan var farin að ganga sex fóru þó farþegar að ókyrrast. Þeir settu sig í samband við þarlenda miðla og tjáðu þeim að þeir hefðu ekki aðeins verið búnir að bíða í fjórar klukkustundir - heldur hafi þeim verið gert að bíða inni í flugvélinni eða á landganginum. Þeim hafi verið bannað að fara inn í sjálfa flugstöðina og þurftu því að reiða sig á salerni vélarinnar og matinn sem var þar um borð. Hitinn í vélinni er sagður hafa verið nánast óbærilegur og rakinn ekki hjálpað til. Farþegar segjast ekki hafa getað hlaðið raftækin sín og aðeins fengið vatn og súkkulaði frá starfsmönnum flugfélagsins. Áhöfn vélarinnar hafi tjáð þeim að WOW hafi láðst að skila inn réttu pappírunum áður en hinn lögbundni hvíldartími áhafnarinnar hófst. Farþegar lýsa biðinni sem martröð, margir hverjir hafi setið fastir í vélinni í rúmar sex klukkustundir meðan hún stóð á flugbrautinni. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu biðst WOW innilegrar afsökunar. Þar kemur jafnframt fram að farþegunum hafi boðist matarinneign í flugstöðinni, hótelgisting og endurgreiðsla á fargjaldinu. Flestir farþeganna ætluðu sér að fljúga áfram til Evrópu. Talið er að þeir hafi nánast allir misst af flugferðum sínum vegna seinkunarinnar. Í samtali við Fox19 Now segir talsmaður CVG að hann skilji ekki hvers vegna farþegunum hafi verið meinað að fara inn í flugstöðina. Hvergi sé minnst á slíkt bann í starfsreglum flugvallarins. Fulltrúar CVG og WOW Air muni funda um málið og sjá til þess að þessi misskilningur komi ekki upp aftur.Hér að neðan má sjá frétt Fox19 Now um málið.
WOW Air Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira