Tímaskekkja Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. júní 2018 08:30 Fjórir blaðamenn voru sakfelldir í Hæstarétti í vikunni fyrir meiðyrði vegna frétta af svokölluðu Hlíðamáli. Tveir karlmenn voru sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hæstiréttur gerir mikið úr því að ekki hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að hafa átt sér stað, hafi verið „útbúin“ til nauðgana líkt og sagt var í Fréttablaðinu. Vissulega var þar ofsagt, en það breytir litlu um heildarmyndina. Áhersluna á að hanka blaðamenn á smáatriðum, sem síðar reynast ónákvæm, hafa blaðamenn þurft að venja sig við í seinni tíð. Fréttin snerist um að menn voru kærðir fyrir nauðgun, efni kærunnar og að lögreglan rannsakaði málið. Þó að málið hafi verið fellt niður liggur ekkert annað fyrir en að sannanir voru ekki nægar, enda sönnunarbyrðin erfið, þegar aðeins tveir eru til frásagnar. Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn telji að við mat á því hvernig draga skuli mörk milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs verði að taka tillit til þess að í fámennu og opnu samfélagi eins og hér á landi, þar sem upplýsingar um fólk eru öllum aðgengilegar, sé auðvelt að finna út hver á í hlut, enda hafi mennirnir verið nafngreindir á samfélagsmiðlum og birtar af þeim myndir. Í þessum efnum er lítill munur á smáu samfélagi og stóru. Einstaklingur sem býr í stórborg á vini, kunningja, nágranna og samferðamenn alveg eins og sá sem býr í smáþorpi. Fólk getur verið úthrópað með réttu eða röngu hvort sem er í milljónaborg eða sveit. Í þessari mótsögn, sem byggist á heimóttarskap, felst að ein regla eigi að gilda í stórum bæ en önnur þar sem fáir búa. Fréttablaðið birti aldrei nöfn eða myndir af þeim kærðu. Blaðið hélt þá reglu í heiðri í hvívetna að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Blaðið getur ekki borið ábyrgð á því að fólk úti í bæ leggi saman tvo og tvo og bregðist við fréttum þannig að Hæstarétti mislíki. Við segjum fréttir og getum ekki látið óttann við að upp komist hverjir eiga í hlut verða til þess að fréttnæmir atburðir liggi í þagnargildi. Blaðamenn verða að vanda sig. En áherslan á smáatriðin má ekki verða til þess að þeir þori ekki að segja fréttir. Fréttir eru ólíkar dómum dómstóla. Rangar frásagnir eða ónákvæmar leiðrétta sig eftir því sem atburðarás vindur fram. Fólk veit það. En vitlausir dómar standa eins og dæmin sanna. Fréttir eru sagðar í rauntíma. Eðli máls samkvæmt liggja ekki allar staðreyndir fyrir. Dómstólar verða að eftirláta blaðamönnum sanngjarnt rými. Blaðamenn á Íslandi fá það ekki. Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra er að í niðurstöðu Hæstaréttar felast skilaboð til fórnarlamba kynferðisbrota, þar sem sönnunarbyrði er erfið, um að tjá sig ekki opinberlega um reynslu sína. Fullyrða má, að engin metoo-bylting hefði orðið ef fjölmiðlar nálægra landa þyrftu að uppfylla kröfurnar sem Hæstiréttur gerir. Nafngreindir karlar austan hafs og vestan hafa orðið að svara fyrir ásakanir sem fyrst koma fram í fjölmiðlum. Sjaldnast liggja fyrir kærur, hvað þá opinberar ákærur. Ef Hæstiréttur Íslands réði ríkjum þyrfti að kveða upp dóma á færiböndum næstu misserin. Niðurstaða Hæstaréttar er tímaskekkja. Blaðamenn á Íslandi líkt og í nálægum löndum verða að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknarstigi. Auðvitað kann að vera að gerð verði mistök á þeirri vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík, eins og nú, að umfjöllun þagni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fjórir blaðamenn voru sakfelldir í Hæstarétti í vikunni fyrir meiðyrði vegna frétta af svokölluðu Hlíðamáli. Tveir karlmenn voru sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hæstiréttur gerir mikið úr því að ekki hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að hafa átt sér stað, hafi verið „útbúin“ til nauðgana líkt og sagt var í Fréttablaðinu. Vissulega var þar ofsagt, en það breytir litlu um heildarmyndina. Áhersluna á að hanka blaðamenn á smáatriðum, sem síðar reynast ónákvæm, hafa blaðamenn þurft að venja sig við í seinni tíð. Fréttin snerist um að menn voru kærðir fyrir nauðgun, efni kærunnar og að lögreglan rannsakaði málið. Þó að málið hafi verið fellt niður liggur ekkert annað fyrir en að sannanir voru ekki nægar, enda sönnunarbyrðin erfið, þegar aðeins tveir eru til frásagnar. Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn telji að við mat á því hvernig draga skuli mörk milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs verði að taka tillit til þess að í fámennu og opnu samfélagi eins og hér á landi, þar sem upplýsingar um fólk eru öllum aðgengilegar, sé auðvelt að finna út hver á í hlut, enda hafi mennirnir verið nafngreindir á samfélagsmiðlum og birtar af þeim myndir. Í þessum efnum er lítill munur á smáu samfélagi og stóru. Einstaklingur sem býr í stórborg á vini, kunningja, nágranna og samferðamenn alveg eins og sá sem býr í smáþorpi. Fólk getur verið úthrópað með réttu eða röngu hvort sem er í milljónaborg eða sveit. Í þessari mótsögn, sem byggist á heimóttarskap, felst að ein regla eigi að gilda í stórum bæ en önnur þar sem fáir búa. Fréttablaðið birti aldrei nöfn eða myndir af þeim kærðu. Blaðið hélt þá reglu í heiðri í hvívetna að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Blaðið getur ekki borið ábyrgð á því að fólk úti í bæ leggi saman tvo og tvo og bregðist við fréttum þannig að Hæstarétti mislíki. Við segjum fréttir og getum ekki látið óttann við að upp komist hverjir eiga í hlut verða til þess að fréttnæmir atburðir liggi í þagnargildi. Blaðamenn verða að vanda sig. En áherslan á smáatriðin má ekki verða til þess að þeir þori ekki að segja fréttir. Fréttir eru ólíkar dómum dómstóla. Rangar frásagnir eða ónákvæmar leiðrétta sig eftir því sem atburðarás vindur fram. Fólk veit það. En vitlausir dómar standa eins og dæmin sanna. Fréttir eru sagðar í rauntíma. Eðli máls samkvæmt liggja ekki allar staðreyndir fyrir. Dómstólar verða að eftirláta blaðamönnum sanngjarnt rými. Blaðamenn á Íslandi fá það ekki. Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra er að í niðurstöðu Hæstaréttar felast skilaboð til fórnarlamba kynferðisbrota, þar sem sönnunarbyrði er erfið, um að tjá sig ekki opinberlega um reynslu sína. Fullyrða má, að engin metoo-bylting hefði orðið ef fjölmiðlar nálægra landa þyrftu að uppfylla kröfurnar sem Hæstiréttur gerir. Nafngreindir karlar austan hafs og vestan hafa orðið að svara fyrir ásakanir sem fyrst koma fram í fjölmiðlum. Sjaldnast liggja fyrir kærur, hvað þá opinberar ákærur. Ef Hæstiréttur Íslands réði ríkjum þyrfti að kveða upp dóma á færiböndum næstu misserin. Niðurstaða Hæstaréttar er tímaskekkja. Blaðamenn á Íslandi líkt og í nálægum löndum verða að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknarstigi. Auðvitað kann að vera að gerð verði mistök á þeirri vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík, eins og nú, að umfjöllun þagni.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun