Sport

Guðni Valur náði EM lágmarki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðni Valur Guðnason
Guðni Valur Guðnason Vísir/AFP
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason náði í kvöld lágmarki fyrir EM í frjálsum íþróttum með næst lengsta kasti Íslandssögunnar.

Guðni Valur, sem keppir fyrir ÍR, kastaði 65,53 metra á Coca cola móti FH í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld. Kastið var hans besti árangur frá upphafi og stórbætti hann fyrra met sit, það var 63,50 metrar.

Íslandsmetið í greininni er frá því árið 1989. Það á Vésteinn Hafsteinsson þegar hann kastaði 67,64 metra.

Kast Guðna í kvöld skilar honum upp í 12. sæti Evrópulistans á þessu ári.

EM fer fram í Berlín í Þýskalandi í ágúst. Fjórir aðrir Íslendingar hafa tryggt sér þáttökurétt, þau Aníta Hinriksdóttir, Ádís Hjálmsdóttir, Sindri Hrafn Guðmundsson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir. Arna Stefanía mun þó ekki keppa á mótinu því hún er barnshafandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×