Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Birgir Olgeirsson skrifar 9. júlí 2018 13:37 Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja Vigur yfir sumarmánuðina. Mynd/Davíð Ólafsson Margir eiga mikið undir eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi en hana heimsækja tæplega ellefu þúsund ferðamenn á ári. Eyjan er nú í söluferli og óttast margir um afdrif ferðaþjónustu í Vigur með breyttu eignarhaldi. Upp gæti komið sú staða að eyjan fái eiganda sem kærir sig ekki um heimsóknir ferðamanna og yrði það ákveðið reiðarslag fyrir ferðaþjónustu á norðanverðum Vestfjörðum. „Það yrði svakalegt áfall því bara í Vigur koma tæplega ellefu þúsund manns á þremur á mánuðum á ári hverju. Þannig að það eiga margir undir þarna,“ segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, sem sér um söluna á eyjunni. Talað hefur verið um að reiða þurfi um 300 milljónir króna fram til að eignast eyjuna og segir Davíð þann verðmiða ekki hafa lækkað frá því eyjan var sett á sölu í júní síðastliðnum. Orðrómur hefur verið um að hópur fjárfesta með tengingu vestur á firði hafi hugsað sér að festa kaup á eyjunni til að tryggja að þar geti áfram verið blómleg ferðaþjónusta en Davíð segist ekki vita til þess.VísirÁhugi erlendis frá „Það er erfitt að átta sig á því. Svona fjárfestingahópar geta staðið saman af fólki alls staðar að. Í fyrstu voru þetta aðilar meira tengdir ferðaþjónustunni en núna er þetta allt mögulegt. Þetta eru alvarlegar fyrirspurnir og fólk er að setja sig svolítið djúpt í hlutina og sjá hvað er raunhæft í þessu,“ segir Davíð. Hann segist fá fyrirspurnir daglega frá hópum og einstaklingum, í fyrstu hafi það að stórum hluta verið frá Íslendingum en á síðustu vikum hafi kviknað áhugi erlendis frá eftir að umfjöllun á ensku birtist um söluferlið. Davíð tekur fram að þeir sem hann hefur fundað með og hitt séu flest allir Íslendingar. Ferðamenn sem fara út í eyjuna eru margir hverjir farþegar skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína inn í Skutulsfjörð þar sem bærinn Ísafjörður er. Þaðan er þeim siglt út í Vigur af farþegaflutningafyrirtækjum sem heimamenn reka.Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.Stöð 2Sveitarstjóri segir eignarhaldið skipta miklu máli Vigur tilheyrir Súðavíkurhreppi en sveitarstjóri hreppsins, Pétur Georg Markan, segist deila áhyggjum margra af Vigur nú þegar eyjan er í formlegu söluferli. „Það skiptir ansi miklu máli hvernig eignarhaldið er og hvernig nýtingin verður á eyjunni í framhaldinu. Ég er ekki að teikna þetta í einhverjum þjóðernum en vonandi verður eignarhaldið þannig að það nýtist ferðaþjónustunni og heimamönnum vel,“ segir Pétur. Hann segist hafa heyrt orðróm þess efnis að einhverjir fyrir vestan hafi kannað þann möguleika að standa saman að kaupum á eyjunni en ekki fengið beina staðfestingu á því. „Það heyrist ýmislegt á kaffistofum en ekkert sem er í formlegum eða óformlegum farvegi,“ segir Pétur en segir aðspurður Súðavíkurhrepp ekki hafa forkaupsrétt á eyjunni, verðmiðinn sé þar að auki með þeim hætti að hann sé fyrir utan getu sveitarfélaganna og í raun enginn möguleiki að taka afstöðu til þess hvort það væri skynsamlegt eða ekki. Eyjan hefur verið í eigu bændanna Salvars Baldurssonar og Hugrúnar Magnúsdóttur frá árinu 1994. Þau ætla að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti. Vigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Margir eiga mikið undir eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi en hana heimsækja tæplega ellefu þúsund ferðamenn á ári. Eyjan er nú í söluferli og óttast margir um afdrif ferðaþjónustu í Vigur með breyttu eignarhaldi. Upp gæti komið sú staða að eyjan fái eiganda sem kærir sig ekki um heimsóknir ferðamanna og yrði það ákveðið reiðarslag fyrir ferðaþjónustu á norðanverðum Vestfjörðum. „Það yrði svakalegt áfall því bara í Vigur koma tæplega ellefu þúsund manns á þremur á mánuðum á ári hverju. Þannig að það eiga margir undir þarna,“ segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, sem sér um söluna á eyjunni. Talað hefur verið um að reiða þurfi um 300 milljónir króna fram til að eignast eyjuna og segir Davíð þann verðmiða ekki hafa lækkað frá því eyjan var sett á sölu í júní síðastliðnum. Orðrómur hefur verið um að hópur fjárfesta með tengingu vestur á firði hafi hugsað sér að festa kaup á eyjunni til að tryggja að þar geti áfram verið blómleg ferðaþjónusta en Davíð segist ekki vita til þess.VísirÁhugi erlendis frá „Það er erfitt að átta sig á því. Svona fjárfestingahópar geta staðið saman af fólki alls staðar að. Í fyrstu voru þetta aðilar meira tengdir ferðaþjónustunni en núna er þetta allt mögulegt. Þetta eru alvarlegar fyrirspurnir og fólk er að setja sig svolítið djúpt í hlutina og sjá hvað er raunhæft í þessu,“ segir Davíð. Hann segist fá fyrirspurnir daglega frá hópum og einstaklingum, í fyrstu hafi það að stórum hluta verið frá Íslendingum en á síðustu vikum hafi kviknað áhugi erlendis frá eftir að umfjöllun á ensku birtist um söluferlið. Davíð tekur fram að þeir sem hann hefur fundað með og hitt séu flest allir Íslendingar. Ferðamenn sem fara út í eyjuna eru margir hverjir farþegar skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína inn í Skutulsfjörð þar sem bærinn Ísafjörður er. Þaðan er þeim siglt út í Vigur af farþegaflutningafyrirtækjum sem heimamenn reka.Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.Stöð 2Sveitarstjóri segir eignarhaldið skipta miklu máli Vigur tilheyrir Súðavíkurhreppi en sveitarstjóri hreppsins, Pétur Georg Markan, segist deila áhyggjum margra af Vigur nú þegar eyjan er í formlegu söluferli. „Það skiptir ansi miklu máli hvernig eignarhaldið er og hvernig nýtingin verður á eyjunni í framhaldinu. Ég er ekki að teikna þetta í einhverjum þjóðernum en vonandi verður eignarhaldið þannig að það nýtist ferðaþjónustunni og heimamönnum vel,“ segir Pétur. Hann segist hafa heyrt orðróm þess efnis að einhverjir fyrir vestan hafi kannað þann möguleika að standa saman að kaupum á eyjunni en ekki fengið beina staðfestingu á því. „Það heyrist ýmislegt á kaffistofum en ekkert sem er í formlegum eða óformlegum farvegi,“ segir Pétur en segir aðspurður Súðavíkurhrepp ekki hafa forkaupsrétt á eyjunni, verðmiðinn sé þar að auki með þeim hætti að hann sé fyrir utan getu sveitarfélaganna og í raun enginn möguleiki að taka afstöðu til þess hvort það væri skynsamlegt eða ekki. Eyjan hefur verið í eigu bændanna Salvars Baldurssonar og Hugrúnar Magnúsdóttur frá árinu 1994. Þau ætla að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti. Vigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins.
Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15