Tryggvi Snær Hlinason kom við sögu í öðrum leik Toronto Raptors í sumardeild NBA í gærkvöldi. Tryggvi sat allan tímann á bekknum í fyrsta leik Raptors þegar liðið beið lægri hlut fyrir New Orleans Pelicans.
Hann vermdi varamannabekkinn stóran hluta leiksins í gær gegn Minnesota Timberwolves en fékk þó að spreyta sig í fjórar mínútur.
Minnesota Timberwolves hafði öruggan sigur, 103-92.
Tryggvi Snær tók eitt frákast á þeim tíma sem hann spilaði en lét annars lítið að sér kveða.
Toronto Raptors mætir Oklahoma City Thunder í sumardeildinni í kvöld og er von á að Tryggvi fái fleiri mínútur í þeim leik.
Tryggvi spilaði lítið í tapi

Tengdar fréttir

Toronto valdi Tryggva í sumardeildina
Tryggvi Snær Hlinason mun spila með Toronto Raptors í sumardeild NBA. Liðið staðfesti fimmtán manna leikmannahóp sinn í dag.

Tryggvi kom ekki við sögu í fyrsta leik Toronto
Tryggvi Snær Hlinason kom ekkert við sögu í fyrsta leik Toronto Raptors í sumardeild NBA. Toronto tapaði fyrir New Orleans Pelicans í fyrsta leik.

ESPN mælir með því að fylgjast með Tryggva í Sumardeild NBA
ESPN hefur tekið saman skemmtilega grein um Sumardeild NBA í körfubolta sem fer fram í Las Vegas frá 6. til 17. júlí.

Frumraun Tryggva í kvöld
Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, mun hefja leik með Toronto Raptors í Summer League (sumardeildinni) í kvöld.