Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2018 19:17 Heppni er að enginn hafi verið á veiðum þegar skriða féll úr fagraskógarfjalli í Hlíðardal, en skriðan féll yfir veiðisvæði. Skriðan lagðist þvert yfir Hítará og stíflaði ána. Björgunarsveitin var á svæðinu ásamt þyrlu landhelgisgæslunnar og lögreglu sem lokaði fyrir umferð þar sem hætta var á flóði. Stórt lón myndaðist hjá skriðunni en eftir því sem það fór hækkandi fann áin sér nýjan farveg og rann meðfram skriðunni í ánna Tálma. Þá segir veðurfræðingur að skriðan sé afleiðing mikils rigningarsumars, en um 200 millimetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal frá maímánuði. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár segir heppni að ekki hafi verið fólk að veiðum, en um góðan veiðistað sé að ræða sem varð undir skriðunni.„Það eru veiðistaðir á þeim stað sem skriðan réð yfir, góðir veiðistaðir. Þetta er gjörbreytt landslag og er Hítará þornuð upp á 8-10 kílómetra kafla. Það verður að koma í ljós hvernig þetta þróast en ljóst er að ákveðnir veiðistaðir eru úr leik,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður veiðifélags Hítarár.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonSigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hrunið hafa byrjað fyrr en sérfræðingar héldu í gær. „Svo virðist hrunið hafi byrjað fyrr en menn héldu, samkvæmt refaskyttu sem hafði samband við okkur, en hún varð vitni af skriðu fyrr um nóttina. Skriðan hefur þá fyrst runnið á föstudagskvöldinu upp úr miðnætti en ekki undir morgun laugardags eins og sérfræðingar héldu,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir. Að sögn Sigþrúðar eru veðurskilyrði slæm í Hítardal, í ljósi þess fer öll vinna sérfræðinga hægt af stað. Vegna stöðugra rigningar sé von á áframhaldandi hrynu.Skriðan rann yfir farveg Hítarár sem stíflaðist.Jón G. Guðbrandsson Skriðufall í Hítardal Veður Stangveiði Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Heppni er að enginn hafi verið á veiðum þegar skriða féll úr fagraskógarfjalli í Hlíðardal, en skriðan féll yfir veiðisvæði. Skriðan lagðist þvert yfir Hítará og stíflaði ána. Björgunarsveitin var á svæðinu ásamt þyrlu landhelgisgæslunnar og lögreglu sem lokaði fyrir umferð þar sem hætta var á flóði. Stórt lón myndaðist hjá skriðunni en eftir því sem það fór hækkandi fann áin sér nýjan farveg og rann meðfram skriðunni í ánna Tálma. Þá segir veðurfræðingur að skriðan sé afleiðing mikils rigningarsumars, en um 200 millimetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal frá maímánuði. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár segir heppni að ekki hafi verið fólk að veiðum, en um góðan veiðistað sé að ræða sem varð undir skriðunni.„Það eru veiðistaðir á þeim stað sem skriðan réð yfir, góðir veiðistaðir. Þetta er gjörbreytt landslag og er Hítará þornuð upp á 8-10 kílómetra kafla. Það verður að koma í ljós hvernig þetta þróast en ljóst er að ákveðnir veiðistaðir eru úr leik,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður veiðifélags Hítarár.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonSigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hrunið hafa byrjað fyrr en sérfræðingar héldu í gær. „Svo virðist hrunið hafi byrjað fyrr en menn héldu, samkvæmt refaskyttu sem hafði samband við okkur, en hún varð vitni af skriðu fyrr um nóttina. Skriðan hefur þá fyrst runnið á föstudagskvöldinu upp úr miðnætti en ekki undir morgun laugardags eins og sérfræðingar héldu,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir. Að sögn Sigþrúðar eru veðurskilyrði slæm í Hítardal, í ljósi þess fer öll vinna sérfræðinga hægt af stað. Vegna stöðugra rigningar sé von á áframhaldandi hrynu.Skriðan rann yfir farveg Hítarár sem stíflaðist.Jón G. Guðbrandsson
Skriðufall í Hítardal Veður Stangveiði Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47
„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45