Trump-stjórnin þaggaði niður rannsókn á krabbameinsvaldi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 16:30 Verkefni Umhverfisstofnunarinnar á að vera að vernda heilsu og umhverfi í Bandaríkjunum. Undir Trump hefur forysta stofnunarinnar hugsað meira um hagsmuni fyrirtækja. Vísir/Getty Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn fráfarandi forstjóra gróf rannsókn sem leiddi í ljós að formaldehýðgufa frá iðnaði yki hættu fjölda Bandaríkjamanna á að fá hvítablæði og aðra sjúkdóma. Nýr starfandi forstjóri hefur áður tekið þátt í tilraunum til að fresta rannsóknum á áhrifum efnisins.Politico hefur eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum hjá Umhverfisstofnuninni (EPA) að frestun Scott Pruitt, sem sagði af sér sem forstjóri EPA í gær, á birtingu skýrslu með niðurstöðunum hafi verið liður í herferð hans og Trump-stjórnarinnar til þess að grafa undan sjálfstæðum vísindarannsóknum stofnunarinnar á heilsufarsáhrifum eiturefna. Formaldehýð sé eitt mest notaða efnið í Bandaríkjunum. Það er notað í unnum viði í húsgögnum og húsbúnaði en einnig berst það út í loftið frá hreinsunarstöðvum. Niðurstöður vísindamanna EPA gætu þýtt að reglur um notkun formaldehýðs yrðu hertar. Þær gætu jafnframt orðið grundvöllur hópmálsókna gegn framleiðendum efnisins. Drög að skýrslunni voru tilbúin aðeins nokkrum dögum áður en Trump tók við sem forseti í byrjun síðasta árs. Pólitískt skipaðir stjórnendur stofnunarinnar hafi síðan dregið lappirnar til þess að tefja fyrir birtingu hennar. Þeir hafa bannað starfsmönnum stofnunarinnar að hefja yfirlestur á drögunum án þeirra leyfis og frestað fundum um framvindu hennar. Undir stjórn Pruitt hefur Umhverfisstofnunin ítrekað tekið sér stöðu með fyrirtækum og iðnaði sem stofnuninni er ætlað að hafa eftirlit með. Varð Pruitt tíðrætt um efnahagsleg áhrif ákvarðana EPA fremur en umhverfisleg áhrif.Málafylgjumaður kolaiðnaðarins tekur við Pruitt sagði af sér í gær eftir röð hneykslismála. Aðstoðarforstjórinn Andrew Wheeler tekur tímabundið við af Pruitt sem starfandi forstjóri en ekki er enn ljóst hvort hann tekur varanlega við embættinu eða hvort Trump forseti skipi annan forstjóra. Wheeler vann áður sem málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki en hann starfaði einnig fyrir umhverfisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir Jim Inhofe, þingmanni Repúblikanaflokksins, og þekktum afneitara loftslagsvísinda. Inhofe reyndi á sínum tíma að tefja fyrir mati EPA á áhrifum formaldehýðs á heilsu fólks. Búist er við því að Wheeler taki upp þráðinn frá Pruitt og haldi áfram að afnema reglur sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum og draga úr mengun í lofti og í vatni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. 5. júlí 2018 20:10 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn fráfarandi forstjóra gróf rannsókn sem leiddi í ljós að formaldehýðgufa frá iðnaði yki hættu fjölda Bandaríkjamanna á að fá hvítablæði og aðra sjúkdóma. Nýr starfandi forstjóri hefur áður tekið þátt í tilraunum til að fresta rannsóknum á áhrifum efnisins.Politico hefur eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum hjá Umhverfisstofnuninni (EPA) að frestun Scott Pruitt, sem sagði af sér sem forstjóri EPA í gær, á birtingu skýrslu með niðurstöðunum hafi verið liður í herferð hans og Trump-stjórnarinnar til þess að grafa undan sjálfstæðum vísindarannsóknum stofnunarinnar á heilsufarsáhrifum eiturefna. Formaldehýð sé eitt mest notaða efnið í Bandaríkjunum. Það er notað í unnum viði í húsgögnum og húsbúnaði en einnig berst það út í loftið frá hreinsunarstöðvum. Niðurstöður vísindamanna EPA gætu þýtt að reglur um notkun formaldehýðs yrðu hertar. Þær gætu jafnframt orðið grundvöllur hópmálsókna gegn framleiðendum efnisins. Drög að skýrslunni voru tilbúin aðeins nokkrum dögum áður en Trump tók við sem forseti í byrjun síðasta árs. Pólitískt skipaðir stjórnendur stofnunarinnar hafi síðan dregið lappirnar til þess að tefja fyrir birtingu hennar. Þeir hafa bannað starfsmönnum stofnunarinnar að hefja yfirlestur á drögunum án þeirra leyfis og frestað fundum um framvindu hennar. Undir stjórn Pruitt hefur Umhverfisstofnunin ítrekað tekið sér stöðu með fyrirtækum og iðnaði sem stofnuninni er ætlað að hafa eftirlit með. Varð Pruitt tíðrætt um efnahagsleg áhrif ákvarðana EPA fremur en umhverfisleg áhrif.Málafylgjumaður kolaiðnaðarins tekur við Pruitt sagði af sér í gær eftir röð hneykslismála. Aðstoðarforstjórinn Andrew Wheeler tekur tímabundið við af Pruitt sem starfandi forstjóri en ekki er enn ljóst hvort hann tekur varanlega við embættinu eða hvort Trump forseti skipi annan forstjóra. Wheeler vann áður sem málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki en hann starfaði einnig fyrir umhverfisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir Jim Inhofe, þingmanni Repúblikanaflokksins, og þekktum afneitara loftslagsvísinda. Inhofe reyndi á sínum tíma að tefja fyrir mati EPA á áhrifum formaldehýðs á heilsu fólks. Búist er við því að Wheeler taki upp þráðinn frá Pruitt og haldi áfram að afnema reglur sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum og draga úr mengun í lofti og í vatni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. 5. júlí 2018 20:10 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. 5. júlí 2018 20:10
Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19