Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. júlí 2018 07:00 Rúmlega 1500 töflur af morfínlyfiðinu MST sem fundust í farangri og tollverðir lögðu hald á. Það sem af er ári hefur Tollgæslan lagt hald á nærri 18.900 töflur af ávana- og fíknilyfjum. Þar af eru um það bil 3.100 OxyContin-töflur, 1.950 MST Continus-töflur (morfín) og 5.200 töflur af Alprazolam (Xanax). Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild Tollgæslunnar er hluti fíknilyfjanna sem um ræðir fluttur af íslenskum ferðamönnum hingað til lands frá Alicante á Spáni og margir framvísa lyfjaávísun frá þarlendum læknum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slóðin hafi verið rakin til fáeinna lækna á Spáni og að einn læknanna sem um ræðir starfi á læknastofu á Benidorm. Hann sé stórtækur og hafi ávísað lífshættulegum og stórum skömmtum til Íslendinga sem eiga sér ekki heilsufarssögu sem rökstyður að nauðsynlegt sé að nota slík lyf. Fréttablaðið greindi í vikunni frá Íslendingum sem leystu út erlendar lyfjaávísanir á Íslandi.Alprozolam (Xanax) og OxyContin haldlagt af tollvörðum. Lyfin seljast í stórauknum mæli á svörtum markaði hér á landi. Á árinu hafa að minnsta kosti nítján látist vegna ofneyslu lyfja samkvæmt Embætti Landlæknis.Einstaklingi í fíknivanda tókst þannig að leysa út stóran skammt af sterku ávanabindandi lyfi. Reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota stendur hins vegar óbreytt. Þeim Íslendingum, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings ávanabindandi fíknilyfja til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Það sem af er ári hefur Tollgæslan lagt hald á nærri 18.900 töflur af ávana- og fíknilyfjum. Þar af eru um það bil 3.100 OxyContin-töflur, 1.950 MST Continus-töflur (morfín) og 5.200 töflur af Alprazolam (Xanax). Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild Tollgæslunnar er hluti fíknilyfjanna sem um ræðir fluttur af íslenskum ferðamönnum hingað til lands frá Alicante á Spáni og margir framvísa lyfjaávísun frá þarlendum læknum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slóðin hafi verið rakin til fáeinna lækna á Spáni og að einn læknanna sem um ræðir starfi á læknastofu á Benidorm. Hann sé stórtækur og hafi ávísað lífshættulegum og stórum skömmtum til Íslendinga sem eiga sér ekki heilsufarssögu sem rökstyður að nauðsynlegt sé að nota slík lyf. Fréttablaðið greindi í vikunni frá Íslendingum sem leystu út erlendar lyfjaávísanir á Íslandi.Alprozolam (Xanax) og OxyContin haldlagt af tollvörðum. Lyfin seljast í stórauknum mæli á svörtum markaði hér á landi. Á árinu hafa að minnsta kosti nítján látist vegna ofneyslu lyfja samkvæmt Embætti Landlæknis.Einstaklingi í fíknivanda tókst þannig að leysa út stóran skammt af sterku ávanabindandi lyfi. Reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota stendur hins vegar óbreytt. Þeim Íslendingum, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings ávanabindandi fíknilyfja til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00
Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00
Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00