Fótbolti

Enn fleiri falsfréttir af Real Madrid

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Real Madrid ekki búið að bjóða í þennan meistara
Real Madrid ekki búið að bjóða í þennan meistara Vísir/Getty
Real Madrid hefur í annað skipti á stuttum tíma birt opinbera yfirlýsingu á heimasíðu sinni í þeim tilgangi að vísa orðrómum um væntanleg kaup félagsins á bug.

Á dögunum birtist yfirlýsing þess efnis að frétt spænska ríkissjónvarpsins um meint kauptilboð Real Madrid í brasilíska sóknarmanninn Neymar ætti sér ekki neina stoð í raunveruleikanum.

Í gær birtist svo mjög áþekk yfirlýsing nema að nú sneri hún að meintum áhuga Real Madrid á Kylian Mbappe, ungstirni PSG.

„Í ljósi fréttaflutnings undanfarna sólarhringa varðandi meint samkomulag Real Madrid og PSG um Kylian Mbappe, vill Real Madrid koma því á framfæri að þær fréttir eru fullkomlega ósannar.

Real Madrid hefur ekki gert PSG né leikmanninum neitt tilboð og fordæmir slíkan fréttaflutning sem byggir á engum heimildum,“ segir ennfremur í yfirlýsingu spænska stórveldisins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×