Sigtryggur Arnar Björnsson mun skrifa undir samning við Grindavík í kvöld. Hann staðfesti þetta við mbl.is í dag.
Vísir greindi frá því í gær að Sigtryggur Arnar, sem var einn besti leikmaður Domino's deildarinnar á síðasta tímabili og var valinn í úrvalslið deildarinnar, væri í samningaviðræðum við Grindvíkinga þrátt fyrir að Tindastóll teldi leikmanninn samningsbundinn sér.
Samkvæmt heimildum íþróttadeildar leystu félögin ágreininginn sín á milli.
Sigtryggur Arnar sagði í samtali við mbl.is að breytingar á liði Tindastóls hafi átt stóran þátt í ákvörðun hans að yfirgefa félagið en hann var einn lykilmanna liðsins sem tryggði sér sinn fyrsta titil á síðasta tímabili þegar liðið varð bikarmeistari.
Ágreiningur leystur og Sigtryggur Arnar skrifar undir hjá Grindavík

Tengdar fréttir

Sigtryggur Arnar kvaddi stuðningsmenn Tindastóls
Sigtryggur Arnar Björnsson staðfesti í kvöld að hann væri á förum frá bikarmeisturum Tindastóls. Hann kvaddi stuðningsmenn félagsins með færslu á samfélagsmiðlum.

Samningsbundinn Stólunum en að semja við Grindavík
Málin skýrast á næstu klukkustundunum segir formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.