Sport

Fjórir íslenskir krakkar hefja keppni á EM U18 á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur hlaupið frábærlega í vor og í sumar. Hér er hún með þeim Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur, Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttur og Tiönu Ósk Whitworth.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur hlaupið frábærlega í vor og í sumar. Hér er hún með þeim Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur, Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttur og Tiönu Ósk Whitworth. Mynd/Fésbókin/FRÍ
Ísland teflir fram fimm keppendum á Evrópumóti 18 ára og yngri í frjálsum íþróttum en mótið fer fram í Ungverjalandi og hefst á morgun fimmtudag.

Fjórir af krökkunum sex hefja keppni í undankeppni á morgun. Sá síðasti keppir á föstudaginn.

Á morgun hefja keppni sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir, 100 metra hlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, kringlukastarinn Valdimar Erlendsson og langstökkvarinn  Birna Kristín Kristjánsdóttir.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppir líka í undanrásum í 200 metra hlaupi á föstudaginn en hún er sú eina í íslenska hópnum sem keppir í tveimur greinum á mótinu. Kúluvarparinn Helga Margrét Haraldsdóttir keppir svo á föstudaginn.

Úr undankeppni í kast- og stökkgreinum komast tólf í úrslitakeppni en í hlaupagreinum verður keppt næst í undanúrslitum og svo í úrslitum.

Þjálfarar krakkanna eru þeir Brynjar Gunnarsson og Bergur Ingi Pétursson en sjúkraþjálfari þeirra er Halldór Fannar Júlíusson.

1135 keppendur frá 50 löndum munu taka þátt á Evrópumótinu undir 18 ára í frjálsum íþróttum. Mótið fer fram í borginni Gyor í Ungverjalandi og stendur frá 5. til 8. júlí.

Dagská Íslendinga á mótinu er eftirfarandi:

Á fimmutdaginn hefja keppni í undankeppni:

    Elísabet Rut, sleggjukast, klukkan 9:23

    Guðbjörg Jóna, 100m, klukkan 10:23

    Valdimar Erlendsson, kringlukast, klukkan 17:41

    Birna Kristín, langstökk, klukkan 16:06

Á föstudaginn hefja keppni í undankeppni:

    Helga Margrét, kúluvarp, klukkan 10:12

    Guðbjörg Jóna, 200m, klukkan 15:28




Fleiri fréttir

Sjá meira


×