Trump spurði hvers vegna hann gæti ekki ráðist inn í Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 12:07 Trump með Santos forseta Kólumbíu í fyrra. Í tvígang spurði Trump hann hvort honum hugnaðist innrás í Venesúela. Vísir/EPA Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráðherra Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru sagðir hafa verið þrumu lostnir þegar forsetinn spurði þá hvers vegna Bandaríkjaher gæti ekki ráðist inn í Venesúela í fyrra. Báðir þurftu að útskýra fyrir forsetanum hvers vegna innrás væri afleikur.AP-fréttastofan segir frá atvikinu og hefur eftir háttsettum embættismanni sem þekkir til þess. Það átti sér stað á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu við lok fundar þar sem Trump og ráðgjafar hans ræddu um refsiaðgerðir gegn ríkisstjórn Venesúela vegna einræðistilburða Nicolasar Maduro forseta í ágúst. Trump var þó ekki sannfærður strax og vísaði til fyrri innrása sem hann taldi vel heppnaðar eins og innrásanna í Panama og Grenada á 9. áratug síðustu aldar í valdatíð Ronalds Reagan og George Bush.Gekk á þjóðarleiðtoga þrátt fyrir ráðleggingar eigin aðstoðarmanna Daginn eftir talaði forsetinn opinberlega um „hernaðarlega valkosti“ til að koma Maduro frá völdum. AP segir að bandarískir diplómatar hafi þá gert lítið úr ummælunum sem þeir töldu aðeins vera hefðbundinn digurbarka hjá Trump. Engu að síður nefndi Trump möguleikann á hernaðaríhlutun við Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, skömmu síðar og aftur yfir kvöldverði með leiðtogum fjögurra rómansk-amerískra landa í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Heimildarmaður AP segir að ráðgjafar Trump hafi sérstaklega sagt honum að ræða ekki um hernaðaraðgerðir þar sem þar félli ekki í kramið hjá bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum. Þær voru engu að síður það fyrsta sem Trump vakti máls á yfir kvöldverðinum með þeim fororðum að starfsmenn hans hefðu sagt honum að gera það ekki. Bandaríski forsetinn hafi síðan gengið á leiðtogana fjóra og spurt þá hvort þeir vildu örugglega ekki hernaðarlausn á ástandinu í Venesúela. Þeir hafi gert Trump ljóst að þeir hefðu engan áhuga á henni. AP segir að það hafi á endanum verið McMaster sem fór yfir hætturnar við hernaðarinngrip með forsetanum. Bandaríkin Donald Trump Grenada Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráðherra Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru sagðir hafa verið þrumu lostnir þegar forsetinn spurði þá hvers vegna Bandaríkjaher gæti ekki ráðist inn í Venesúela í fyrra. Báðir þurftu að útskýra fyrir forsetanum hvers vegna innrás væri afleikur.AP-fréttastofan segir frá atvikinu og hefur eftir háttsettum embættismanni sem þekkir til þess. Það átti sér stað á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu við lok fundar þar sem Trump og ráðgjafar hans ræddu um refsiaðgerðir gegn ríkisstjórn Venesúela vegna einræðistilburða Nicolasar Maduro forseta í ágúst. Trump var þó ekki sannfærður strax og vísaði til fyrri innrása sem hann taldi vel heppnaðar eins og innrásanna í Panama og Grenada á 9. áratug síðustu aldar í valdatíð Ronalds Reagan og George Bush.Gekk á þjóðarleiðtoga þrátt fyrir ráðleggingar eigin aðstoðarmanna Daginn eftir talaði forsetinn opinberlega um „hernaðarlega valkosti“ til að koma Maduro frá völdum. AP segir að bandarískir diplómatar hafi þá gert lítið úr ummælunum sem þeir töldu aðeins vera hefðbundinn digurbarka hjá Trump. Engu að síður nefndi Trump möguleikann á hernaðaríhlutun við Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, skömmu síðar og aftur yfir kvöldverði með leiðtogum fjögurra rómansk-amerískra landa í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Heimildarmaður AP segir að ráðgjafar Trump hafi sérstaklega sagt honum að ræða ekki um hernaðaraðgerðir þar sem þar félli ekki í kramið hjá bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum. Þær voru engu að síður það fyrsta sem Trump vakti máls á yfir kvöldverðinum með þeim fororðum að starfsmenn hans hefðu sagt honum að gera það ekki. Bandaríski forsetinn hafi síðan gengið á leiðtogana fjóra og spurt þá hvort þeir vildu örugglega ekki hernaðarlausn á ástandinu í Venesúela. Þeir hafi gert Trump ljóst að þeir hefðu engan áhuga á henni. AP segir að það hafi á endanum verið McMaster sem fór yfir hætturnar við hernaðarinngrip með forsetanum.
Bandaríkin Donald Trump Grenada Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01