Eric Dier átti ekki að taka fimmtu vítaspyrnu Englendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 11:30 Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate fagnar Eric Dier eftir leikinn. Vísir/Getty Eric Dier tryggði enska landsliðinu sæti í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi í gærkvöldi en nú er komið í ljós að miðjumaðurinn átti aldrei að taka þessa fimmtu vítaspyrnu liðsins. Jamie Vardy kom inná sem varamaður í leiknum og það var framherji Leicester liðsins sem átti að taka fimmtu spyrnu enska liðsins á eftir þeim Harry Kane, Marcus Rashford, Jordan Henderson og Kieran Trippier. Vardy tognaði hinsvegar á nára í leiknum og gat því ekki tekið spyrnuna mikilvægu. Það verkefni var því sett á herðar Tottenham-leikmannsins. Dier er 24 ára gamall og var að spila sinn 29. landsleik.It's been revealed that Jamie Vardy was meant to take England's fifth penalty but couldn't due to injury... So Eric Dier stepped up to take on the responsibility! pic.twitter.com/1M5m2Jrlu1 — Soccer AM (@SoccerAM) July 4, 2018 Eric Dier skoraði alveg eins og liðfélagar hans hjá Tottenham, Harry Kane og Kieran Trippier. Liverpool maðurinn Jordan Henderson var sá eini sem klikkaði. Sky Sports segir frá þessu og þar kemur einnig fram að óvíst sé með þátttöku Jamie Vardy í leiknum á móti Svíum í átta liða úrslitunum sem fer fram á laugardaginn. „Vardy tekur vítin fyrir Leicester City og hann átti að taka þetta fimmta víti. Hann tognaði á nára í lokin á framlengingunni svo að Dier fær mikið hrós fyrir að stíga fram,“ sagði Rob Dorsett á Sky Sports News. „Þetta var mikið stress. Ég hafði aldrei áður verið í stöðu sem þessari en mér fannst ég yrði að skora eftir að ég klikkaði á þessu skallafæri í lok leiksins. Ég er bara þakklátur fyrir það að ná að skora,“ sagði Eric Dier eftir leikinn. Dele Alli og Harry Kane eru líka tæpir fyrir Svíaleikinn og þá sérstaklega Alli sem hefur verið að glíma við meiðsli allt heimsmeistaramótið.Vítið hjá Eric Dier.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Eric Dier tryggði enska landsliðinu sæti í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi í gærkvöldi en nú er komið í ljós að miðjumaðurinn átti aldrei að taka þessa fimmtu vítaspyrnu liðsins. Jamie Vardy kom inná sem varamaður í leiknum og það var framherji Leicester liðsins sem átti að taka fimmtu spyrnu enska liðsins á eftir þeim Harry Kane, Marcus Rashford, Jordan Henderson og Kieran Trippier. Vardy tognaði hinsvegar á nára í leiknum og gat því ekki tekið spyrnuna mikilvægu. Það verkefni var því sett á herðar Tottenham-leikmannsins. Dier er 24 ára gamall og var að spila sinn 29. landsleik.It's been revealed that Jamie Vardy was meant to take England's fifth penalty but couldn't due to injury... So Eric Dier stepped up to take on the responsibility! pic.twitter.com/1M5m2Jrlu1 — Soccer AM (@SoccerAM) July 4, 2018 Eric Dier skoraði alveg eins og liðfélagar hans hjá Tottenham, Harry Kane og Kieran Trippier. Liverpool maðurinn Jordan Henderson var sá eini sem klikkaði. Sky Sports segir frá þessu og þar kemur einnig fram að óvíst sé með þátttöku Jamie Vardy í leiknum á móti Svíum í átta liða úrslitunum sem fer fram á laugardaginn. „Vardy tekur vítin fyrir Leicester City og hann átti að taka þetta fimmta víti. Hann tognaði á nára í lokin á framlengingunni svo að Dier fær mikið hrós fyrir að stíga fram,“ sagði Rob Dorsett á Sky Sports News. „Þetta var mikið stress. Ég hafði aldrei áður verið í stöðu sem þessari en mér fannst ég yrði að skora eftir að ég klikkaði á þessu skallafæri í lok leiksins. Ég er bara þakklátur fyrir það að ná að skora,“ sagði Eric Dier eftir leikinn. Dele Alli og Harry Kane eru líka tæpir fyrir Svíaleikinn og þá sérstaklega Alli sem hefur verið að glíma við meiðsli allt heimsmeistaramótið.Vítið hjá Eric Dier.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira