Eric Dier átti ekki að taka fimmtu vítaspyrnu Englendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 11:30 Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate fagnar Eric Dier eftir leikinn. Vísir/Getty Eric Dier tryggði enska landsliðinu sæti í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi í gærkvöldi en nú er komið í ljós að miðjumaðurinn átti aldrei að taka þessa fimmtu vítaspyrnu liðsins. Jamie Vardy kom inná sem varamaður í leiknum og það var framherji Leicester liðsins sem átti að taka fimmtu spyrnu enska liðsins á eftir þeim Harry Kane, Marcus Rashford, Jordan Henderson og Kieran Trippier. Vardy tognaði hinsvegar á nára í leiknum og gat því ekki tekið spyrnuna mikilvægu. Það verkefni var því sett á herðar Tottenham-leikmannsins. Dier er 24 ára gamall og var að spila sinn 29. landsleik.It's been revealed that Jamie Vardy was meant to take England's fifth penalty but couldn't due to injury... So Eric Dier stepped up to take on the responsibility! pic.twitter.com/1M5m2Jrlu1 — Soccer AM (@SoccerAM) July 4, 2018 Eric Dier skoraði alveg eins og liðfélagar hans hjá Tottenham, Harry Kane og Kieran Trippier. Liverpool maðurinn Jordan Henderson var sá eini sem klikkaði. Sky Sports segir frá þessu og þar kemur einnig fram að óvíst sé með þátttöku Jamie Vardy í leiknum á móti Svíum í átta liða úrslitunum sem fer fram á laugardaginn. „Vardy tekur vítin fyrir Leicester City og hann átti að taka þetta fimmta víti. Hann tognaði á nára í lokin á framlengingunni svo að Dier fær mikið hrós fyrir að stíga fram,“ sagði Rob Dorsett á Sky Sports News. „Þetta var mikið stress. Ég hafði aldrei áður verið í stöðu sem þessari en mér fannst ég yrði að skora eftir að ég klikkaði á þessu skallafæri í lok leiksins. Ég er bara þakklátur fyrir það að ná að skora,“ sagði Eric Dier eftir leikinn. Dele Alli og Harry Kane eru líka tæpir fyrir Svíaleikinn og þá sérstaklega Alli sem hefur verið að glíma við meiðsli allt heimsmeistaramótið.Vítið hjá Eric Dier.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Eric Dier tryggði enska landsliðinu sæti í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi í gærkvöldi en nú er komið í ljós að miðjumaðurinn átti aldrei að taka þessa fimmtu vítaspyrnu liðsins. Jamie Vardy kom inná sem varamaður í leiknum og það var framherji Leicester liðsins sem átti að taka fimmtu spyrnu enska liðsins á eftir þeim Harry Kane, Marcus Rashford, Jordan Henderson og Kieran Trippier. Vardy tognaði hinsvegar á nára í leiknum og gat því ekki tekið spyrnuna mikilvægu. Það verkefni var því sett á herðar Tottenham-leikmannsins. Dier er 24 ára gamall og var að spila sinn 29. landsleik.It's been revealed that Jamie Vardy was meant to take England's fifth penalty but couldn't due to injury... So Eric Dier stepped up to take on the responsibility! pic.twitter.com/1M5m2Jrlu1 — Soccer AM (@SoccerAM) July 4, 2018 Eric Dier skoraði alveg eins og liðfélagar hans hjá Tottenham, Harry Kane og Kieran Trippier. Liverpool maðurinn Jordan Henderson var sá eini sem klikkaði. Sky Sports segir frá þessu og þar kemur einnig fram að óvíst sé með þátttöku Jamie Vardy í leiknum á móti Svíum í átta liða úrslitunum sem fer fram á laugardaginn. „Vardy tekur vítin fyrir Leicester City og hann átti að taka þetta fimmta víti. Hann tognaði á nára í lokin á framlengingunni svo að Dier fær mikið hrós fyrir að stíga fram,“ sagði Rob Dorsett á Sky Sports News. „Þetta var mikið stress. Ég hafði aldrei áður verið í stöðu sem þessari en mér fannst ég yrði að skora eftir að ég klikkaði á þessu skallafæri í lok leiksins. Ég er bara þakklátur fyrir það að ná að skora,“ sagði Eric Dier eftir leikinn. Dele Alli og Harry Kane eru líka tæpir fyrir Svíaleikinn og þá sérstaklega Alli sem hefur verið að glíma við meiðsli allt heimsmeistaramótið.Vítið hjá Eric Dier.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira