Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2018 22:00 Gagnaver hafa sprottið upp hér á landi, ekki síst vegna Bitcoin. Vísir Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af þeirri starfsemi sem fer fram í gagnaverum hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. Sérfræðingur reiknar með að gríðarleg þörf verði fyrir gagnaver í heiminum næstu fimmtíu árin hið minnsta og Ísland sé vel búið í þeim efnum, sem má að einhverju leyti rekja til gríðarlegrar eftirspurnar eftir gagnaverum undir Bitcoin-námugröft. Bitcoin „verður örugglega ekki hérna ef við horfum fram í tímann,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS orku sem sér gagnaverum fyrir orkunni, í viðtali við Bloomberg. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta hafa leitað eftir því að byggja gagnaver hér og hefur verið mikill uppgangur í gagnaveituiðnaðinum hér á landi, líkt og Vísir fjallaði um fyrr á árinu. Sagði Jóhann þá að sprenging hafi orðið í eftirspurn eftir gagnaverum á Íslandi. Tengist það ekki síst verði á Bitcoin, þekktustu rafmyntinni, sem náði hæstu hæðum í kringum áramótin þegar verðgildi hverrar Bitcoin-myntar nálgaðist tuttugu þúsund dollara, um tvær milljónir króna. Verðið hefur þó farið hríðlækkandi frá áramótum og er verðgildi einnar Bitcoin-myntar nú um sex þúsund dollarar eða um 650 þúsund krónur.Verðmæti rafmynta er vegar afar óstöðugt og fjárfestingar í þeim því áhættusamar.Vísir/AFPGagnaverin leiki lykilhlutverk í fjórðu iðnbyltingunni Gríðarlega orku þarf til þess að grafa eftir Bitcoin en útgáfa myntanna byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Fyrirtæki hafa horft til Íslands í þessum málun vegna endurnýjanlegrar orku sem fyrirfinnst hér á landi.Í umfjöllun Bloomberg segir að þessar verðsveiflur á Bitcoin og öðrum rafmyntum geri það að verkum að gagnaverin og fyrirtæki tengd þeim séu farin að horfa til annarra leiða til þess að renna styrkari, og fjölbreyttari, stoðum undir reksturinn.Rætt er við Gísla Kr. Katrínarsson hjá Advania sem segir að fyrirtækið hafi á undanförnum misserum öðlast gríðarlega þekkingu á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni ( blockchain technology) sem geti nýst í frekari tækniþróun sem tengist ekki endilega Bitcoin.Til að mynda sé Advania í samstarfi við Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og HP Enterprise við verkefni sem miðar að því að komast að því hvernig sýndarhjarta bregðist við lyfjagjöf.Þá segir Kristinn R. Þórisson, stofnandi Icelandic Institute for Intelligent Machines að gagnaverin sem nú hýsi Bitcoin-námugröftinn gegni lykilhlutverki í þeirri tæknibyltingu sem kennd hefur verið við fjórðu iðnbyltingunna. Á næstu 50 árum verði gríðarleg þörf fyrir gagnaver líkt og þau sem sprottið hafa hér upp. Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af þeirri starfsemi sem fer fram í gagnaverum hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. Sérfræðingur reiknar með að gríðarleg þörf verði fyrir gagnaver í heiminum næstu fimmtíu árin hið minnsta og Ísland sé vel búið í þeim efnum, sem má að einhverju leyti rekja til gríðarlegrar eftirspurnar eftir gagnaverum undir Bitcoin-námugröft. Bitcoin „verður örugglega ekki hérna ef við horfum fram í tímann,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS orku sem sér gagnaverum fyrir orkunni, í viðtali við Bloomberg. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta hafa leitað eftir því að byggja gagnaver hér og hefur verið mikill uppgangur í gagnaveituiðnaðinum hér á landi, líkt og Vísir fjallaði um fyrr á árinu. Sagði Jóhann þá að sprenging hafi orðið í eftirspurn eftir gagnaverum á Íslandi. Tengist það ekki síst verði á Bitcoin, þekktustu rafmyntinni, sem náði hæstu hæðum í kringum áramótin þegar verðgildi hverrar Bitcoin-myntar nálgaðist tuttugu þúsund dollara, um tvær milljónir króna. Verðið hefur þó farið hríðlækkandi frá áramótum og er verðgildi einnar Bitcoin-myntar nú um sex þúsund dollarar eða um 650 þúsund krónur.Verðmæti rafmynta er vegar afar óstöðugt og fjárfestingar í þeim því áhættusamar.Vísir/AFPGagnaverin leiki lykilhlutverk í fjórðu iðnbyltingunni Gríðarlega orku þarf til þess að grafa eftir Bitcoin en útgáfa myntanna byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Fyrirtæki hafa horft til Íslands í þessum málun vegna endurnýjanlegrar orku sem fyrirfinnst hér á landi.Í umfjöllun Bloomberg segir að þessar verðsveiflur á Bitcoin og öðrum rafmyntum geri það að verkum að gagnaverin og fyrirtæki tengd þeim séu farin að horfa til annarra leiða til þess að renna styrkari, og fjölbreyttari, stoðum undir reksturinn.Rætt er við Gísla Kr. Katrínarsson hjá Advania sem segir að fyrirtækið hafi á undanförnum misserum öðlast gríðarlega þekkingu á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni ( blockchain technology) sem geti nýst í frekari tækniþróun sem tengist ekki endilega Bitcoin.Til að mynda sé Advania í samstarfi við Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og HP Enterprise við verkefni sem miðar að því að komast að því hvernig sýndarhjarta bregðist við lyfjagjöf.Þá segir Kristinn R. Þórisson, stofnandi Icelandic Institute for Intelligent Machines að gagnaverin sem nú hýsi Bitcoin-námugröftinn gegni lykilhlutverki í þeirri tæknibyltingu sem kennd hefur verið við fjórðu iðnbyltingunna. Á næstu 50 árum verði gríðarleg þörf fyrir gagnaver líkt og þau sem sprottið hafa hér upp.
Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00