Norski flökkukötturinn loksins kominn heim til sín Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2018 19:30 Norski heimiliskötturinn sem kom óvænt hingað til lands sem laumufarþegi í gámi er kominn aftur til síns heima við mikinn fögnuð eigenda sinna. Kötturinn hefur fengið íslenska nafnið Snorri í tilefni leiðangursins, jafnvel þótt hann sé læða. Kötturinn Pus, eða Kisi, fannst í gámi hjónanna Aldísar Gunnarsdóttur og Baldvins Johnsen á miðvikudag í síðustu viku þegar þau voru að ferja búslóð sína inn á á nýtt heimili í Garðabæ eftir flutning heim frá Álasundi í Noregi. Líklegt er að kötturinn hafi verið í gámnum í 18 daga þegar hann fannst. Fljótlega kom í ljós að eigendurnir voru fjölskylda sem býr hinum megin við götuna þar sem Aldís og Baldvin bjuggu áður og höfðu þau gefið upp alla von um að kötturinn væri á lífi þar til þau fengu fréttirnar á fimmtudag. Grete Hove einn eigenda Pus var mjög ánægð að endurheimta köttinn sem er orðinn „heimsfrægur” í Álasundi. „Nágrannar okkar hafa margir komið til að fagna því að kötturinn er á lífi. Fólk er mjög undrandi og strákinn okkar hlakkar mikið til að kötturinn komi heim. Þetta er ótrúleg saga? Þetta er alveg frábært,” segir Grete.Ævintýralegt ferðalag Ferðalag kattarins verður að teljast ævintýralegt og ekki sjálfgefið að hann fengi að lifa eftir að hann fannst á Íslandi en eigendurnir eru þakklátir Matvælastofnun fyrir að hafa tekið Pus í fóstur um leið og hann fannst. Það sem varð honum til lífs var að hann var aldrei fjarlægður úr gámnum fyrr en dýralæknir frá Matvælastofnun kom og náði í hann.Baldvin flaug svo með Pus til Oslóar í gærkvöldi og var hann ekkert allt of hrifinn af látunum á Keflavíkurflugvelli. Á Gardemoen flugvelli beið síðan norski heimilisfaðirinn Frank Martin en greinilegt var að kötturinn var jafn undrandi á öllu saman og Frank var glaður að endurheimta köttinn. Pus kom síðan loksins heim aftur til Álasunds í morgun og ríghélt sér í matmóðurina.Er mikill munur á kettinum sem fór inn í gáminn og þeim ketti sem þú heldur nú á í fanginu, spurði fréttamaður TV 2 í Noregi.„Hann er töluvert léttari og með risastór augu. Og hann heldur sér mjög fast í mig,” sagði Grete með Pus í fanginu.Þá var sjö ára bróðir Pus úr sama goti ekki síður ánægður með að sjá hann aftur. En Pus þurfti að sannfæra sjálfan sig um að hann væri kominn heim með því að þefa hér og þar og nudda sér utan í staði og svo þurfti hann auðvitað að borða. Fransk Martin segir að í tilefni ferðarinnar til Íslands fengi Pus, sem einfaldlega þýðir kisa, íslenskt nafn.„Við höfum ákveðið að kalla Pus kannski Snorra í framtíðinni, jafnvel þótt hún sé læða. Hún bregst betur við því en til dæmis Freyja, út af ess-hljóðinu í Snorri held ég,” segir Frank Martin. Dýr Tengdar fréttir Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18 Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Norski heimiliskötturinn sem kom óvænt hingað til lands sem laumufarþegi í gámi er kominn aftur til síns heima við mikinn fögnuð eigenda sinna. Kötturinn hefur fengið íslenska nafnið Snorri í tilefni leiðangursins, jafnvel þótt hann sé læða. Kötturinn Pus, eða Kisi, fannst í gámi hjónanna Aldísar Gunnarsdóttur og Baldvins Johnsen á miðvikudag í síðustu viku þegar þau voru að ferja búslóð sína inn á á nýtt heimili í Garðabæ eftir flutning heim frá Álasundi í Noregi. Líklegt er að kötturinn hafi verið í gámnum í 18 daga þegar hann fannst. Fljótlega kom í ljós að eigendurnir voru fjölskylda sem býr hinum megin við götuna þar sem Aldís og Baldvin bjuggu áður og höfðu þau gefið upp alla von um að kötturinn væri á lífi þar til þau fengu fréttirnar á fimmtudag. Grete Hove einn eigenda Pus var mjög ánægð að endurheimta köttinn sem er orðinn „heimsfrægur” í Álasundi. „Nágrannar okkar hafa margir komið til að fagna því að kötturinn er á lífi. Fólk er mjög undrandi og strákinn okkar hlakkar mikið til að kötturinn komi heim. Þetta er ótrúleg saga? Þetta er alveg frábært,” segir Grete.Ævintýralegt ferðalag Ferðalag kattarins verður að teljast ævintýralegt og ekki sjálfgefið að hann fengi að lifa eftir að hann fannst á Íslandi en eigendurnir eru þakklátir Matvælastofnun fyrir að hafa tekið Pus í fóstur um leið og hann fannst. Það sem varð honum til lífs var að hann var aldrei fjarlægður úr gámnum fyrr en dýralæknir frá Matvælastofnun kom og náði í hann.Baldvin flaug svo með Pus til Oslóar í gærkvöldi og var hann ekkert allt of hrifinn af látunum á Keflavíkurflugvelli. Á Gardemoen flugvelli beið síðan norski heimilisfaðirinn Frank Martin en greinilegt var að kötturinn var jafn undrandi á öllu saman og Frank var glaður að endurheimta köttinn. Pus kom síðan loksins heim aftur til Álasunds í morgun og ríghélt sér í matmóðurina.Er mikill munur á kettinum sem fór inn í gáminn og þeim ketti sem þú heldur nú á í fanginu, spurði fréttamaður TV 2 í Noregi.„Hann er töluvert léttari og með risastór augu. Og hann heldur sér mjög fast í mig,” sagði Grete með Pus í fanginu.Þá var sjö ára bróðir Pus úr sama goti ekki síður ánægður með að sjá hann aftur. En Pus þurfti að sannfæra sjálfan sig um að hann væri kominn heim með því að þefa hér og þar og nudda sér utan í staði og svo þurfti hann auðvitað að borða. Fransk Martin segir að í tilefni ferðarinnar til Íslands fengi Pus, sem einfaldlega þýðir kisa, íslenskt nafn.„Við höfum ákveðið að kalla Pus kannski Snorra í framtíðinni, jafnvel þótt hún sé læða. Hún bregst betur við því en til dæmis Freyja, út af ess-hljóðinu í Snorri held ég,” segir Frank Martin.
Dýr Tengdar fréttir Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18 Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18
Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45