Segir menntun skipta máli við ráðningu forstjóra Vegagerðarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2018 19:15 Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra. Svo fór að samgönguráðherra gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu eins og lög gera ráð fyrir. Því þurfti að framlengja umsóknarfresti um tvær vikur. En vegna framlengingar fjölgaði umsækjendum úr 15 í 25. Skipuð var þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Sérstaka athygli vakti að engrar sérmenntunar á borð við verkfræðimenntun var krafist í auglýstu starfi, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Ekki náðist í Ara Kristinn Jónsson, formann nefndarinnar við vinnslu fréttarinnar.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaVerkfræðingafélag Íslands hefur gagnrýnt ráðninguna, en félagið óskaði eftir skýringum frá ráðuneytinu vegna hæfniskrafna. Félagið gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé gerð krafa um viðeigandi háskólamenntun. „Við hjá Verkfræðingafélaginu gerðum athugasemd við það að í auglýsingunni var sagt var menntun eða reynsla væri nægjanleg. Við teljum að í svona mikilvægum störfum á borð við stjórnun umfangsmikla ríkisstofnanna líkt og Vegagerðin er, þurfi menntun og reynslu, segir Páll Gíslason, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að: „Ráðuneytið ákvað að leggja fyrst og fremst áherslu á að finna hæfasta stjórnandann sem völ væri á, óháð tiltekinni menntun. Leitað var eftir einstaklingi með leiðtogahæfileika, sem væri framsýnn í hugsun, hefði sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefði metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs“ „Forstjórinn er sá sem rekur Vegagerðina, sem er veghaldari og rekur því vegakerfi landsins. Mikilvægt er að til staðar sé ekki einungis stjórnunarþekking. Það þarf eitthvað fleira. Þetta snýst um að menn geri kröfur um menntun og reynslu þegar verið er að ráða í mikilvæg störf ríkisins,“ segir Páll. Ráðningar Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05 Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra. Svo fór að samgönguráðherra gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu eins og lög gera ráð fyrir. Því þurfti að framlengja umsóknarfresti um tvær vikur. En vegna framlengingar fjölgaði umsækjendum úr 15 í 25. Skipuð var þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Sérstaka athygli vakti að engrar sérmenntunar á borð við verkfræðimenntun var krafist í auglýstu starfi, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Ekki náðist í Ara Kristinn Jónsson, formann nefndarinnar við vinnslu fréttarinnar.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaVerkfræðingafélag Íslands hefur gagnrýnt ráðninguna, en félagið óskaði eftir skýringum frá ráðuneytinu vegna hæfniskrafna. Félagið gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé gerð krafa um viðeigandi háskólamenntun. „Við hjá Verkfræðingafélaginu gerðum athugasemd við það að í auglýsingunni var sagt var menntun eða reynsla væri nægjanleg. Við teljum að í svona mikilvægum störfum á borð við stjórnun umfangsmikla ríkisstofnanna líkt og Vegagerðin er, þurfi menntun og reynslu, segir Páll Gíslason, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að: „Ráðuneytið ákvað að leggja fyrst og fremst áherslu á að finna hæfasta stjórnandann sem völ væri á, óháð tiltekinni menntun. Leitað var eftir einstaklingi með leiðtogahæfileika, sem væri framsýnn í hugsun, hefði sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefði metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs“ „Forstjórinn er sá sem rekur Vegagerðina, sem er veghaldari og rekur því vegakerfi landsins. Mikilvægt er að til staðar sé ekki einungis stjórnunarþekking. Það þarf eitthvað fleira. Þetta snýst um að menn geri kröfur um menntun og reynslu þegar verið er að ráða í mikilvæg störf ríkisins,“ segir Páll.
Ráðningar Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05 Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17
Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05
Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00