Hryðjuverkasamtök banna einnota plastpoka í Sómalíu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júlí 2018 11:14 Al Kaída samtökin hafa kennt sig við umhverfisvernd nánast frá upphafi Vísir/Getty Hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem eru hluti af hryðjuverkaneti al Kaída, hafa bannað einnota plastpoka á yfirráðasvæði sínu í Sómalíu. Í tilkynningu, sem var lesin í útvarpi, sagði talsmaður al Shabab að plastpokar gætu verið hættulegir bæði fólki og dýrum, þeir geti jafnvel orðið þeim að fjörtjóni. Þessar áhyggjur vekja ekki síst athygli í ljósi þess að al Shabab eru mannskæðustu hryðjuverkasamtök Afríku. Á fimmta þúsund fórust í árásum al Shabab samtakanna árið 2016.Í sömu tilkynningu kom fram að al Shabab myndu beita sér í auknum mæli gegn ólöglegu skógarhöggi. Þeir sem stundi slíkt, eða brjóti gegn plastpokabanninu, eigi yfir höfði sér harða refsingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem al Kaída opinberar framsækna umhverfisstefnu sína. Aðeins rúmu ári eftir að samtökin urðu alræmd um allan heim vegna árásanna í New York og Washington, sendi Osama bin Laden frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Bandaríkin fyrir að neita að skrifa undir Kyoto loftslagssamninginn.Fimm árum síðar ávarpaði bin Laden heimsbyggðina á myndbandsupptöku þar sem hann ítrekaði áhyggjur sínar af afdrifum Kyoto samningsins. Sagði bin Laden að einföld tölfræði og allar staðreyndir sýndu að loftslagsbreytingar væru raunverulegt vandamál sem kostaði milljónir mannslífa. Þessar skoðanir ítrekaði bin Laden síðan í löngu bréfi árið 2009. Þar lýsir hryðjuverkaleiðtoginn meðal annars áhyggjum af því að efnahagskreppan, sem þá skók heimsbyggðina, myndi trufla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Hvatti bin Laden heimsbyggðina til að minnast þessa þegar tíu ár væru liðin frá árásunum sem kenndar eru við ellefta september, með því að hleypa af stað nýju átaki gegn loftslagsbreytingum. Í því myndi felast skuldbinding til að draga úr útblæstri skaðlegra lofttegunda um helming. Það verður þó að segjast eins og er að kaldrifjað morðæði bin Ladens skyggði alltaf nokkuð á metnað hans í umhverfismálum. Þess má geta að Talíbanar í Afganistan hófu nýlega átak í skógrækt. Sómalía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00 Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32 Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem eru hluti af hryðjuverkaneti al Kaída, hafa bannað einnota plastpoka á yfirráðasvæði sínu í Sómalíu. Í tilkynningu, sem var lesin í útvarpi, sagði talsmaður al Shabab að plastpokar gætu verið hættulegir bæði fólki og dýrum, þeir geti jafnvel orðið þeim að fjörtjóni. Þessar áhyggjur vekja ekki síst athygli í ljósi þess að al Shabab eru mannskæðustu hryðjuverkasamtök Afríku. Á fimmta þúsund fórust í árásum al Shabab samtakanna árið 2016.Í sömu tilkynningu kom fram að al Shabab myndu beita sér í auknum mæli gegn ólöglegu skógarhöggi. Þeir sem stundi slíkt, eða brjóti gegn plastpokabanninu, eigi yfir höfði sér harða refsingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem al Kaída opinberar framsækna umhverfisstefnu sína. Aðeins rúmu ári eftir að samtökin urðu alræmd um allan heim vegna árásanna í New York og Washington, sendi Osama bin Laden frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Bandaríkin fyrir að neita að skrifa undir Kyoto loftslagssamninginn.Fimm árum síðar ávarpaði bin Laden heimsbyggðina á myndbandsupptöku þar sem hann ítrekaði áhyggjur sínar af afdrifum Kyoto samningsins. Sagði bin Laden að einföld tölfræði og allar staðreyndir sýndu að loftslagsbreytingar væru raunverulegt vandamál sem kostaði milljónir mannslífa. Þessar skoðanir ítrekaði bin Laden síðan í löngu bréfi árið 2009. Þar lýsir hryðjuverkaleiðtoginn meðal annars áhyggjum af því að efnahagskreppan, sem þá skók heimsbyggðina, myndi trufla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Hvatti bin Laden heimsbyggðina til að minnast þessa þegar tíu ár væru liðin frá árásunum sem kenndar eru við ellefta september, með því að hleypa af stað nýju átaki gegn loftslagsbreytingum. Í því myndi felast skuldbinding til að draga úr útblæstri skaðlegra lofttegunda um helming. Það verður þó að segjast eins og er að kaldrifjað morðæði bin Ladens skyggði alltaf nokkuð á metnað hans í umhverfismálum. Þess má geta að Talíbanar í Afganistan hófu nýlega átak í skógrækt.
Sómalía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00 Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32 Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00
Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32
Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00