Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Atli Ísleifsson skrifar 3. júlí 2018 08:37 Fjármálaráðherrann þýski Olaf Scholz, Andrea Nahle, leiðtofi þýskra Jafnaðarmanna, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Vísir/ap Staðan í þýskum stjórnmálum er enn nokkuð óskýr og óvíst er um framhaldið eftir að Angelu Merkel Þýskalandskanslara og innanríkisráðherranum Horst Seehofer tókst í gærkvöldi að komast að samkomulagi sín á milli varðandi innflytjendastefnu þýsku stjórnarinnar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Seehofer, leiðtogi CSU, systurflokks CDU, flokks Merkel, gegni áfram embætti innanríkisráðherra, en hann hafði áður boðist til að segja af sér. Enn er óljóst hver afstaða þriðja stjórnarflokksins, Jafnaðarmannaflokksins, er í málinu og hvernig hann muni bregðast við samkomulagi þeirra Merkel og Seehofer.Viðkomumiðstöðvar Seehofer og CSU-flokkur hans, Kristilegir demókratar í Bæjaralandi, hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp harðari stefnu í innflytjendamálum og að þýskum yfirvöldum yrði heimilt að vísa frá hælisleitendum, sem hafi áður verið skráðir í öðrum aðildarríkjum ESB, við þýsku landamærin. Merkel hefur hins vegar talað fyrir samevrópskri lausn á vandanum eftir leiðtogafund aðildarríkja ESB í síðustu viku. Samkomulag Merkel og Seehofer felur meðal annars stofnun viðkomamiðstöðva í Þýskalandi fyrir hælisleitendur, þangað sem þeir verða sendir til að síðar verða sendir til þeirra ríkja þaðan sem þeir komu. Spiegel greinir frá því að ekki sé um neina raunverulega lausn að ræða, heldur einungis verið að koma vandamálinu yfir á Jafnaðarmenn um hvert framhaldið verður.Beðið eftir Nahle Jafnaðarmenn hafa áður hafnað lausn sem þessari og lendir það nú á borði leiðtoga Jafnaðarmanna, Andreu Nahle, að bregðast við útspili leiðtoga hinna flokkanna í ríkisstjórn. Þarf hún að finna leið til að svíkja ekki stefnu Jafnaðarmannaflokksins, og hins vegar koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem marga mánuði tók að mynda eftir kosningarnar í september síðastliðinn, falli. AFP greinir sömuleiðis frá því að augu manna muni beinast að Austurríki og hvernig ríkisstjórnin þar í landi bregðist við stefnu Þjóðverja. Í yfirlýsingu frá austurrískum stjórnvöldum kemur fram að Austurríkismenn muni „neyðast til að bregðast við“ ef samkomulag Merkel og Seehofer verði að opinberri stefnu Þýskalandsstjórnar. Viðbrögð Austurríkismanna kynnu að verða að herða verulega eftirlit á landamærum Austurríkis að Ítalíu og Slóveníu, sem myndi mögulega leiða til viðbragða af hálfu nágrannanna í suðri. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Staðan í þýskum stjórnmálum er enn nokkuð óskýr og óvíst er um framhaldið eftir að Angelu Merkel Þýskalandskanslara og innanríkisráðherranum Horst Seehofer tókst í gærkvöldi að komast að samkomulagi sín á milli varðandi innflytjendastefnu þýsku stjórnarinnar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Seehofer, leiðtogi CSU, systurflokks CDU, flokks Merkel, gegni áfram embætti innanríkisráðherra, en hann hafði áður boðist til að segja af sér. Enn er óljóst hver afstaða þriðja stjórnarflokksins, Jafnaðarmannaflokksins, er í málinu og hvernig hann muni bregðast við samkomulagi þeirra Merkel og Seehofer.Viðkomumiðstöðvar Seehofer og CSU-flokkur hans, Kristilegir demókratar í Bæjaralandi, hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp harðari stefnu í innflytjendamálum og að þýskum yfirvöldum yrði heimilt að vísa frá hælisleitendum, sem hafi áður verið skráðir í öðrum aðildarríkjum ESB, við þýsku landamærin. Merkel hefur hins vegar talað fyrir samevrópskri lausn á vandanum eftir leiðtogafund aðildarríkja ESB í síðustu viku. Samkomulag Merkel og Seehofer felur meðal annars stofnun viðkomamiðstöðva í Þýskalandi fyrir hælisleitendur, þangað sem þeir verða sendir til að síðar verða sendir til þeirra ríkja þaðan sem þeir komu. Spiegel greinir frá því að ekki sé um neina raunverulega lausn að ræða, heldur einungis verið að koma vandamálinu yfir á Jafnaðarmenn um hvert framhaldið verður.Beðið eftir Nahle Jafnaðarmenn hafa áður hafnað lausn sem þessari og lendir það nú á borði leiðtoga Jafnaðarmanna, Andreu Nahle, að bregðast við útspili leiðtoga hinna flokkanna í ríkisstjórn. Þarf hún að finna leið til að svíkja ekki stefnu Jafnaðarmannaflokksins, og hins vegar koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem marga mánuði tók að mynda eftir kosningarnar í september síðastliðinn, falli. AFP greinir sömuleiðis frá því að augu manna muni beinast að Austurríki og hvernig ríkisstjórnin þar í landi bregðist við stefnu Þjóðverja. Í yfirlýsingu frá austurrískum stjórnvöldum kemur fram að Austurríkismenn muni „neyðast til að bregðast við“ ef samkomulag Merkel og Seehofer verði að opinberri stefnu Þýskalandsstjórnar. Viðbrögð Austurríkismanna kynnu að verða að herða verulega eftirlit á landamærum Austurríkis að Ítalíu og Slóveníu, sem myndi mögulega leiða til viðbragða af hálfu nágrannanna í suðri.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42
Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45