Einfalt og öflugt kerfi Kristján Þór Júlíusson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Vorið 2016 samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp mitt sem þáverandi heilbrigðisráðherra um að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustuna. Frumvarpið byggði á tillögum nefndar sem leidd var af Pétri heitnum Blöndal. Um var að ræða grundvallarbreytingar – þær mestu sem gerðar höfðu verið á greiðsluþátttöku sjúklinga í áraraðir. Helstu markmið frumvarpsins voru að skapa einfaldara, gegnsærra og skiljanlegra greiðsluþátttökukerfi. Verja þá sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fyrir háum útgjöldum. Draga úr útgjöldum barnafjölskyldna og styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið varð að lögum 2. júní 2016 og tók nýja kerfið gildi 1. maí 2017. Starfsfólk velferðarráðuneytisins ásamt Sjúkratryggingum Íslands undir stjórn Steingríms Ara Arasonar unnu vel að framkvæmd málsins og þá var samvinna við velferðarnefnd undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur til mikillar fyrirmyndar. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú tekið saman skýrslu um reynsluna af þessu nýja kerfi. Niðurstaðan er sérstaklega ánægjuleg en staðreyndirnar tala sínu máli: Markmið nýja kerfisins um að lækka verulega útgjöld þeirra sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda hefur náðst. l Þak á hámarksgreiðslur sjúklinga hefur varið þá sem veikastir eru fyrir miklum útgjöldum. l Útgjöld barnafjölskyldna í hinu nýja kerfi hafa lækkað. l Hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu hefur styrkst. l Meðalútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið, bæði samningsbundinnar þjónustu SÍ, þjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslu, hafa lækkað um 19%. l Heildarútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið lækkuðu um rúmar 800 milljónir miðað við árið 2016. Það eru gleðitíðindi hversu vel hefur til tekist á fyrsta ári nýs kerfis. Við eigum að halda áfram á þessari braut og draga enn frekar úr greiðsluþátttöku sjúklinga líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2016 samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp mitt sem þáverandi heilbrigðisráðherra um að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustuna. Frumvarpið byggði á tillögum nefndar sem leidd var af Pétri heitnum Blöndal. Um var að ræða grundvallarbreytingar – þær mestu sem gerðar höfðu verið á greiðsluþátttöku sjúklinga í áraraðir. Helstu markmið frumvarpsins voru að skapa einfaldara, gegnsærra og skiljanlegra greiðsluþátttökukerfi. Verja þá sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fyrir háum útgjöldum. Draga úr útgjöldum barnafjölskyldna og styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið varð að lögum 2. júní 2016 og tók nýja kerfið gildi 1. maí 2017. Starfsfólk velferðarráðuneytisins ásamt Sjúkratryggingum Íslands undir stjórn Steingríms Ara Arasonar unnu vel að framkvæmd málsins og þá var samvinna við velferðarnefnd undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur til mikillar fyrirmyndar. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú tekið saman skýrslu um reynsluna af þessu nýja kerfi. Niðurstaðan er sérstaklega ánægjuleg en staðreyndirnar tala sínu máli: Markmið nýja kerfisins um að lækka verulega útgjöld þeirra sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda hefur náðst. l Þak á hámarksgreiðslur sjúklinga hefur varið þá sem veikastir eru fyrir miklum útgjöldum. l Útgjöld barnafjölskyldna í hinu nýja kerfi hafa lækkað. l Hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu hefur styrkst. l Meðalútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið, bæði samningsbundinnar þjónustu SÍ, þjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslu, hafa lækkað um 19%. l Heildarútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið lækkuðu um rúmar 800 milljónir miðað við árið 2016. Það eru gleðitíðindi hversu vel hefur til tekist á fyrsta ári nýs kerfis. Við eigum að halda áfram á þessari braut og draga enn frekar úr greiðsluþátttöku sjúklinga líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar