Náðu mynd af nýfæddri reikistjörnu í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2018 13:04 Reikistjarnan kemur fram sem bjartur blettur hægra megin við svarta miðju myndarinnar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda kórónusjá til þess að hylja ljósið frá stjörnunni í miðju nýja sólkerfisins til þess að þeir gætu séð efnisskífuna og reikistjörnuna sem annars hyrfu í glýju stjörnunnar. ESO/A. Müller et al. Stjörnufræðingar hafa náð því sem þeir telja fyrstu staðfestu myndinni af reikistjörnu í mótun á braut um nýja stjörnu. Mælingar benda til þess að reikistjarnan sé gasrisi með skýjaðan lofthjúp. Fjarreikistjarnan er á braut um PDS 70, unga dvergstjörnu, að því er segir í frétt á vef ESO, evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli. Stjarnan er svo ung að hún er enn umkringd ryk- og gasskífu sem reikistjarnan plægir sig í gegnum. Myndinni af reikistjörninni, sem hlotið hefur nafnið PDS 70b, náðu vísindamenn við Max Planck-stjörnufræðistofnunina í Þýskalandi, með SPHERE-reikistjörnuleitartækinu á VLT-sjónauka ESO í Síle. Þetta er í fyrsta skipti sem vísindamenn hafa getað staðfest að þeir hafi komið auga á reikistjörnu í myndun í rykskífu í kringum stjörnu. PDS 70b er um þrjá milljarða kílómetra frá móðurstjörnu sinni, um það bil jafnlangt og fjarlægðin á milli sólarinnar og Úranusar. Reikistjarnan er nokkrum sinnum efnismeiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hitinn við yfirborð gasrisans er talinn um 1.000°C. Það er margfalt heitara en á Venusi, heitustu reikistjörnunni í okkar sólkerfi. Í frétt Space.com kemur fram að móðurstjarnan sé um 5,4 milljóna ára gömul. Hún er í um 370 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Athuganirnar geta hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur myndast úr efnisskífum sem þessari. Eftir að vísindamennirnir komust að eiginleikum reikistjörnunnar gátu þeir prófað kennileg líkön sem skýra myndun reikistjarna. „Við urðum að gera mælingar á reikistjörnunni í skífunni til að skilja betur ferlin sem liggja að baki myndun hennar,“ segir André Müller, einn þeirra sem hafði umsjón með mælingunum. Vísindi Tengdar fréttir Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er. 28. júlí 2017 15:37 Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa náð því sem þeir telja fyrstu staðfestu myndinni af reikistjörnu í mótun á braut um nýja stjörnu. Mælingar benda til þess að reikistjarnan sé gasrisi með skýjaðan lofthjúp. Fjarreikistjarnan er á braut um PDS 70, unga dvergstjörnu, að því er segir í frétt á vef ESO, evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli. Stjarnan er svo ung að hún er enn umkringd ryk- og gasskífu sem reikistjarnan plægir sig í gegnum. Myndinni af reikistjörninni, sem hlotið hefur nafnið PDS 70b, náðu vísindamenn við Max Planck-stjörnufræðistofnunina í Þýskalandi, með SPHERE-reikistjörnuleitartækinu á VLT-sjónauka ESO í Síle. Þetta er í fyrsta skipti sem vísindamenn hafa getað staðfest að þeir hafi komið auga á reikistjörnu í myndun í rykskífu í kringum stjörnu. PDS 70b er um þrjá milljarða kílómetra frá móðurstjörnu sinni, um það bil jafnlangt og fjarlægðin á milli sólarinnar og Úranusar. Reikistjarnan er nokkrum sinnum efnismeiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hitinn við yfirborð gasrisans er talinn um 1.000°C. Það er margfalt heitara en á Venusi, heitustu reikistjörnunni í okkar sólkerfi. Í frétt Space.com kemur fram að móðurstjarnan sé um 5,4 milljóna ára gömul. Hún er í um 370 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Athuganirnar geta hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur myndast úr efnisskífum sem þessari. Eftir að vísindamennirnir komust að eiginleikum reikistjörnunnar gátu þeir prófað kennileg líkön sem skýra myndun reikistjarna. „Við urðum að gera mælingar á reikistjörnunni í skífunni til að skilja betur ferlin sem liggja að baki myndun hennar,“ segir André Müller, einn þeirra sem hafði umsjón með mælingunum.
Vísindi Tengdar fréttir Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er. 28. júlí 2017 15:37 Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er. 28. júlí 2017 15:37
Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00
Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00
Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00