Náðu mynd af nýfæddri reikistjörnu í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2018 13:04 Reikistjarnan kemur fram sem bjartur blettur hægra megin við svarta miðju myndarinnar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda kórónusjá til þess að hylja ljósið frá stjörnunni í miðju nýja sólkerfisins til þess að þeir gætu séð efnisskífuna og reikistjörnuna sem annars hyrfu í glýju stjörnunnar. ESO/A. Müller et al. Stjörnufræðingar hafa náð því sem þeir telja fyrstu staðfestu myndinni af reikistjörnu í mótun á braut um nýja stjörnu. Mælingar benda til þess að reikistjarnan sé gasrisi með skýjaðan lofthjúp. Fjarreikistjarnan er á braut um PDS 70, unga dvergstjörnu, að því er segir í frétt á vef ESO, evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli. Stjarnan er svo ung að hún er enn umkringd ryk- og gasskífu sem reikistjarnan plægir sig í gegnum. Myndinni af reikistjörninni, sem hlotið hefur nafnið PDS 70b, náðu vísindamenn við Max Planck-stjörnufræðistofnunina í Þýskalandi, með SPHERE-reikistjörnuleitartækinu á VLT-sjónauka ESO í Síle. Þetta er í fyrsta skipti sem vísindamenn hafa getað staðfest að þeir hafi komið auga á reikistjörnu í myndun í rykskífu í kringum stjörnu. PDS 70b er um þrjá milljarða kílómetra frá móðurstjörnu sinni, um það bil jafnlangt og fjarlægðin á milli sólarinnar og Úranusar. Reikistjarnan er nokkrum sinnum efnismeiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hitinn við yfirborð gasrisans er talinn um 1.000°C. Það er margfalt heitara en á Venusi, heitustu reikistjörnunni í okkar sólkerfi. Í frétt Space.com kemur fram að móðurstjarnan sé um 5,4 milljóna ára gömul. Hún er í um 370 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Athuganirnar geta hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur myndast úr efnisskífum sem þessari. Eftir að vísindamennirnir komust að eiginleikum reikistjörnunnar gátu þeir prófað kennileg líkön sem skýra myndun reikistjarna. „Við urðum að gera mælingar á reikistjörnunni í skífunni til að skilja betur ferlin sem liggja að baki myndun hennar,“ segir André Müller, einn þeirra sem hafði umsjón með mælingunum. Vísindi Tengdar fréttir Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er. 28. júlí 2017 15:37 Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa náð því sem þeir telja fyrstu staðfestu myndinni af reikistjörnu í mótun á braut um nýja stjörnu. Mælingar benda til þess að reikistjarnan sé gasrisi með skýjaðan lofthjúp. Fjarreikistjarnan er á braut um PDS 70, unga dvergstjörnu, að því er segir í frétt á vef ESO, evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli. Stjarnan er svo ung að hún er enn umkringd ryk- og gasskífu sem reikistjarnan plægir sig í gegnum. Myndinni af reikistjörninni, sem hlotið hefur nafnið PDS 70b, náðu vísindamenn við Max Planck-stjörnufræðistofnunina í Þýskalandi, með SPHERE-reikistjörnuleitartækinu á VLT-sjónauka ESO í Síle. Þetta er í fyrsta skipti sem vísindamenn hafa getað staðfest að þeir hafi komið auga á reikistjörnu í myndun í rykskífu í kringum stjörnu. PDS 70b er um þrjá milljarða kílómetra frá móðurstjörnu sinni, um það bil jafnlangt og fjarlægðin á milli sólarinnar og Úranusar. Reikistjarnan er nokkrum sinnum efnismeiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hitinn við yfirborð gasrisans er talinn um 1.000°C. Það er margfalt heitara en á Venusi, heitustu reikistjörnunni í okkar sólkerfi. Í frétt Space.com kemur fram að móðurstjarnan sé um 5,4 milljóna ára gömul. Hún er í um 370 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Athuganirnar geta hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur myndast úr efnisskífum sem þessari. Eftir að vísindamennirnir komust að eiginleikum reikistjörnunnar gátu þeir prófað kennileg líkön sem skýra myndun reikistjarna. „Við urðum að gera mælingar á reikistjörnunni í skífunni til að skilja betur ferlin sem liggja að baki myndun hennar,“ segir André Müller, einn þeirra sem hafði umsjón með mælingunum.
Vísindi Tengdar fréttir Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er. 28. júlí 2017 15:37 Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er. 28. júlí 2017 15:37
Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00
Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00
Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00