Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2018 12:15 Enginn hefur lagt meira fé í kosningabaráttu á Bretlandi en Arron Banks (t.h.) gerði fyrir Brexit. Viðskiptafélagi hans Andrew Wigmore t.v.) sagði breskri þingnefnd nýlega að hann gripi oft til lyga. Vísir/Getty Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins skoða nú samskipti sem nokkrir helstu talsmenn útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áttu við Rússa og framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta árið 2016. Skoðunin beinist meðal annars að því hvort að Brexit-liðarnir hafi verið milligöngumenn á milli Rússa og Trump-framboðsins. Tölvupóstar á milli Arrons Banks, stærsta fjárhagslega bakhjarls Brexit-baráttunnar í Bretlandi, og rússneska sendiherrans í London, sem nýlega voru gerðir opinberir vörpuðu ljósi á að samskipti Brexit-liða við Rússa voru meiri en þeir vildi upphaflega láta í veðri vaka. Banks, viðskiptafélagi hans Andrew Wigmore og Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins Ukip, áttu í miklum samskiptum við framboð Trump eftir að Brexit varð ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslu á Bretlandi 23. júní árið 2016. Farage, sem þá var hetja í augum sumra stuðningsmanna Trump fyrir að hafa haft sigur gegn ríkjandi öflum, talaði meðal annars á kosningafundi Trump og kom fram í fjölmiðlum til að verja hann. Póstarnir sýna að þremenningarnir voru í samskiptum við Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússlands í London, í kringum Ameríkureisur sínar. Það hefur vakið upp spurningar um hvort að þeir gætu hafa komið upplýsingum á milli framboðs Trump og Rússa. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Washington Post segir að saksóknarar Mueller hafi spurt vitni út í tengsl Farage við starfsmenn framboðsins. Í Bretlandi hefur þingnefnd krafið Banks svara um samskipti sín við Rússa og hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna.Ræktuðu tengslin við Trump-framboðið Banks og félagar, sem titluðu sjálfa sig „slæmu stráka Brexit“ [e. Bad Boys of Brexit], hafa þvertekið fyrir að þeir hafi verið milliliðir fyrir Rússa í tilraunum þeirra til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar. Þó að Banks kalli rannsóknirnar „nornaveiðar“ segir hann samskipti sín við sendiherrann vekja lögmætar spurningar um hvort þeir hafi verið leynileg samskiptaleið við Rússa. „Eina vandamálið við allt það er að það er ekki ein arða af sönnunum sem hefur verið lögð fram. Þetta leiðir ekki neitt,“ sagði Banks við Washington Post. Hann viðurkenndi þó að vel gæti verið að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þá eða afla upplýsinga. Þær tilraunir hafi þá ekki verið mjög góðar.Sjá einnig:Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Banks lét Jakóvenkó reglulega vita um gang mála í Brexit-herferðinni. Þeir hittust að minnsta kosti fjórum sinnum á tólf mánaða tímabili í kringum kosningarnar árið 2016. Á sama tíma ræktuðu hann og Farage tengslin við Trump-framboðið. Farage hafði þekkt Stephen Bannon, sem var kosningastjóri Trump undir lok kosningabaráttunnar og síðar aðalráðgjafi, frá árinu 2013 þegar Bannon stýrði íhaldssíðunni Breitbart. Breibart studdi baráttuna fyrir Brexit. Eftir sigur Brexit-sinna varð Farage að stjörnu hjá sumum í harðasta kjarna Trump-teymisins. Farage fór nokkrum sinnum utan til að tala á kosningafundum. Þegar upptaka kom fram af Trump stæra sig af því að ráðast á konur kynferðislega varði Farage Trump á Fox News með þeim orðum að hann væri ekki í framboði til embættis páfa. Bannon hjálpaði Farage, Banks og Wigmore síðar að hitta Trump nokkrum dögum eftir kosningasigurinn í Trump-turninum í New York þar sem fræg mynd var tekin af þeim. Farage var fyrsti erlendi framámaðurinn sem Trump hitti eftir kosningarnar.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um samskipti Brexit-liðanna við Rússa og Trump-framboðið.Vildu upplýsa Rússa um Brexit og mynda viðskiptatengsl Böndin milli Rússa og Ukip-flokks Farage byrjuðu að myndast árið 2015. Þá hitti Wigmore Alexander Udod, rússneskan erindreka eftir ársþing flokksins. Udod kom á fundi leiðtoga Ukip með Jakóvenkó. Udod var einn þeirra rússnesku erindreka sem bresk stjórnvöld vísuðu úr landi eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal í mars á þessu ári. Banks og Wigmore segjast hafa viljað upplýsa Rússa um Brexit en einnig að leita hófana um viðskipti. Rússneskur athafnamaður hafi meðal annars boðið Banks hlut í sex gullnámum skömmu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem hann hafnaði. Spurningar eru sagðar hafa vaknað á Bretlandi um hvort að tilboðið hafi verið tilraun Rússa til að veita fé til Brexit-liða í kosningabaráttu þeirra eða að ná taki á þeim. Banks segir hins vegar ekkert óeðlilegt við að hann reyndi fyrir sér í viðskiptum við Rússa og það hefði verið alls ótengt Brexit. Talsmaður rússneska sendiráðsins í London hafnar því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna. Bandaríkin Brexit Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins skoða nú samskipti sem nokkrir helstu talsmenn útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áttu við Rússa og framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta árið 2016. Skoðunin beinist meðal annars að því hvort að Brexit-liðarnir hafi verið milligöngumenn á milli Rússa og Trump-framboðsins. Tölvupóstar á milli Arrons Banks, stærsta fjárhagslega bakhjarls Brexit-baráttunnar í Bretlandi, og rússneska sendiherrans í London, sem nýlega voru gerðir opinberir vörpuðu ljósi á að samskipti Brexit-liða við Rússa voru meiri en þeir vildi upphaflega láta í veðri vaka. Banks, viðskiptafélagi hans Andrew Wigmore og Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins Ukip, áttu í miklum samskiptum við framboð Trump eftir að Brexit varð ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslu á Bretlandi 23. júní árið 2016. Farage, sem þá var hetja í augum sumra stuðningsmanna Trump fyrir að hafa haft sigur gegn ríkjandi öflum, talaði meðal annars á kosningafundi Trump og kom fram í fjölmiðlum til að verja hann. Póstarnir sýna að þremenningarnir voru í samskiptum við Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússlands í London, í kringum Ameríkureisur sínar. Það hefur vakið upp spurningar um hvort að þeir gætu hafa komið upplýsingum á milli framboðs Trump og Rússa. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Washington Post segir að saksóknarar Mueller hafi spurt vitni út í tengsl Farage við starfsmenn framboðsins. Í Bretlandi hefur þingnefnd krafið Banks svara um samskipti sín við Rússa og hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna.Ræktuðu tengslin við Trump-framboðið Banks og félagar, sem titluðu sjálfa sig „slæmu stráka Brexit“ [e. Bad Boys of Brexit], hafa þvertekið fyrir að þeir hafi verið milliliðir fyrir Rússa í tilraunum þeirra til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar. Þó að Banks kalli rannsóknirnar „nornaveiðar“ segir hann samskipti sín við sendiherrann vekja lögmætar spurningar um hvort þeir hafi verið leynileg samskiptaleið við Rússa. „Eina vandamálið við allt það er að það er ekki ein arða af sönnunum sem hefur verið lögð fram. Þetta leiðir ekki neitt,“ sagði Banks við Washington Post. Hann viðurkenndi þó að vel gæti verið að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þá eða afla upplýsinga. Þær tilraunir hafi þá ekki verið mjög góðar.Sjá einnig:Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Banks lét Jakóvenkó reglulega vita um gang mála í Brexit-herferðinni. Þeir hittust að minnsta kosti fjórum sinnum á tólf mánaða tímabili í kringum kosningarnar árið 2016. Á sama tíma ræktuðu hann og Farage tengslin við Trump-framboðið. Farage hafði þekkt Stephen Bannon, sem var kosningastjóri Trump undir lok kosningabaráttunnar og síðar aðalráðgjafi, frá árinu 2013 þegar Bannon stýrði íhaldssíðunni Breitbart. Breibart studdi baráttuna fyrir Brexit. Eftir sigur Brexit-sinna varð Farage að stjörnu hjá sumum í harðasta kjarna Trump-teymisins. Farage fór nokkrum sinnum utan til að tala á kosningafundum. Þegar upptaka kom fram af Trump stæra sig af því að ráðast á konur kynferðislega varði Farage Trump á Fox News með þeim orðum að hann væri ekki í framboði til embættis páfa. Bannon hjálpaði Farage, Banks og Wigmore síðar að hitta Trump nokkrum dögum eftir kosningasigurinn í Trump-turninum í New York þar sem fræg mynd var tekin af þeim. Farage var fyrsti erlendi framámaðurinn sem Trump hitti eftir kosningarnar.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um samskipti Brexit-liðanna við Rússa og Trump-framboðið.Vildu upplýsa Rússa um Brexit og mynda viðskiptatengsl Böndin milli Rússa og Ukip-flokks Farage byrjuðu að myndast árið 2015. Þá hitti Wigmore Alexander Udod, rússneskan erindreka eftir ársþing flokksins. Udod kom á fundi leiðtoga Ukip með Jakóvenkó. Udod var einn þeirra rússnesku erindreka sem bresk stjórnvöld vísuðu úr landi eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal í mars á þessu ári. Banks og Wigmore segjast hafa viljað upplýsa Rússa um Brexit en einnig að leita hófana um viðskipti. Rússneskur athafnamaður hafi meðal annars boðið Banks hlut í sex gullnámum skömmu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem hann hafnaði. Spurningar eru sagðar hafa vaknað á Bretlandi um hvort að tilboðið hafi verið tilraun Rússa til að veita fé til Brexit-liða í kosningabaráttu þeirra eða að ná taki á þeim. Banks segir hins vegar ekkert óeðlilegt við að hann reyndi fyrir sér í viðskiptum við Rússa og það hefði verið alls ótengt Brexit. Talsmaður rússneska sendiráðsins í London hafnar því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Bandaríkin Brexit Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00
Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00
Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent