Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 08:54 Fjölmargir farþegar hafa orðið strandaglópar eftir seinkanir á ferðum Primera Air um helgina. Vísir „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. Hann segir að flugfélagið harmi þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 aðfaranótt sunnudags en fór ekki á loft fyrr en á níunda tímanum í morgun. Einnig hafa verið sagðar fréttir af því að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Að sama skapi var mikil seinkun á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.Sjá einnig: Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“Í tilkynningu frá Primera Air segir að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina“ sem vonast er til að leysist í dag. Bilunin hafi komið upp í vél Primera Air í Búlgaríu sem ekki hafi tekist að gera við í tæka tíð. „Til að auka enn á vandræðin voru verulegar tafir, sem standa ennþá yfir, hjá flugumferðarstjórn almennt í Suður-Evrópu um helgina vegna anna og mikils umferðarþunga frá mörgum áfangastöðum s.s. Palma og Alicante,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið segir jafnframt að fyrrnefnd bilun hafi leitt til þess að seinkun varð á flugi til og frá Keflavík til bæði Palma og Alicante. Seinkunin gerði það að verkum að áhafnir gátu ekki haldið áfram vinnu vegna þess að lögskipuðum vaktatíma var lokið. Þar að auki segir flugfélagið að „mikið álag á flugumferðarstjórn véla til og frá Spáni“ hafi enn fremur aukið tafirnar. Búist er því við að flugvél Primera Air frá Alicante lendi um kl. 13:00 í dag og flug til Malaga verði lent kl. 18:00 í dag. Primera gerir ráð fyrir að áætlun verði komin í samt lag á morgun, þriðjudag 3. júlí. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
„Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. Hann segir að flugfélagið harmi þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 aðfaranótt sunnudags en fór ekki á loft fyrr en á níunda tímanum í morgun. Einnig hafa verið sagðar fréttir af því að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Að sama skapi var mikil seinkun á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.Sjá einnig: Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“Í tilkynningu frá Primera Air segir að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina“ sem vonast er til að leysist í dag. Bilunin hafi komið upp í vél Primera Air í Búlgaríu sem ekki hafi tekist að gera við í tæka tíð. „Til að auka enn á vandræðin voru verulegar tafir, sem standa ennþá yfir, hjá flugumferðarstjórn almennt í Suður-Evrópu um helgina vegna anna og mikils umferðarþunga frá mörgum áfangastöðum s.s. Palma og Alicante,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið segir jafnframt að fyrrnefnd bilun hafi leitt til þess að seinkun varð á flugi til og frá Keflavík til bæði Palma og Alicante. Seinkunin gerði það að verkum að áhafnir gátu ekki haldið áfram vinnu vegna þess að lögskipuðum vaktatíma var lokið. Þar að auki segir flugfélagið að „mikið álag á flugumferðarstjórn véla til og frá Spáni“ hafi enn fremur aukið tafirnar. Búist er því við að flugvél Primera Air frá Alicante lendi um kl. 13:00 í dag og flug til Malaga verði lent kl. 18:00 í dag. Primera gerir ráð fyrir að áætlun verði komin í samt lag á morgun, þriðjudag 3. júlí.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10