Kawhi Leonard til Raptors í skiptum fyrir DeRozan Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2018 08:00 San Antonio bíður DeRozan vísir/getty Stærstu leikmannaskipti sumarsins í NBA körfuboltanum hafa verið staðfest þar sem San Antonio Spurs og Toronto Raptors hafa tilkynnt um skiptin. Ofurstjarnan Kawhi Leonard og Danny Green yfirgefa San Antonio og fær liðið Demar DeRozan og Jakob Poeltl í þeirra stað frá Toronto Raptors en síðarnefnda liðið fær einnig valrétt frá Spurs. Vart þarf að fara mörgum orðum um ágæti þeirra Leonard og DeRozan enda um tvær af skærustu stjörnum deildarinnar að ræða. Danny Green yfirgefur nú Spurs eftir átta ára veru en þessi 31 árs gamli skotbakvörður var einn af byrjunarliðsmönnum liðsins þegar það fór alla leið og vann deildina árið 2014. Jakob Poeltl er austurrískur miðherji og er fyrsti Austuríkismaðurinn til að leika í NBA deildinni. Hann er 213 sentimetra hár og hefur leikið tvö tímabil í NBA en hann skilaði 6,9 stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð án þess að hafa byrjað leik. Kawhi kvaddurpic.twitter.com/b5NxE0Q4YY— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Velkominn DeRozanWelcome to San Antonio, DeMar! pic.twitter.com/kpjhqYigvf— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Umdeild skiptiKawhi Leonard kom lítið við sögu á síðustu leiktíðvísir/gettyÓhætt er að segja að skiptin hafi vakið mikið umtal í körfuboltasamfélaginu vestanhafs þar sem mörgum þykja þetta kaldar kveðjur frá Raptors til DeRozan en hann hefur borið liðið uppi síðan hann var valinn númer níu í nýliðavalinu sumarið 2009. Hann hefur sýnt félaginu mikla hollustu á undanförnum árum og hefur ekki farið leynt með vilja sinn um að leika með Raptors allan sinn feril. Var hann því í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins sem eru margir hverjir bálreiðir með þessi skipti. Ljóst er að Raptors er þar fyrir utan að taka mikla áhættu þar sem Leonard á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og gæti þá farið frítt næsta sumar á meðan DeRozan á þrjú ár eftir af sínum samningi. Raptors vonast til að ná að nýta næstu leiktíð til að sannfæra Leonard um ágæti félagsins. Leonard hefur ekki farið leynt með að hann vilji flytjast til Los Angeles og þá helst til að spila með LeBron James hjá Lakers. Síðasta tímabil Leonard var hins vegar afar dapurt og lék hann aðeins níu leiki vegna meiðsla sem þóttu umdeild og voru sögusagnir á kreiki um að hann vildi hreinlega ekki spila fyrir Spurs..@DeMar_DeRozan said this less than two weeks ago in reference to re-signing with the @Raptors in 2016.NBA life comes at you fast. pic.twitter.com/So3dzigPJW— ThePostGame (@ThePostGame) July 18, 2018 NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Stærstu leikmannaskipti sumarsins í NBA körfuboltanum hafa verið staðfest þar sem San Antonio Spurs og Toronto Raptors hafa tilkynnt um skiptin. Ofurstjarnan Kawhi Leonard og Danny Green yfirgefa San Antonio og fær liðið Demar DeRozan og Jakob Poeltl í þeirra stað frá Toronto Raptors en síðarnefnda liðið fær einnig valrétt frá Spurs. Vart þarf að fara mörgum orðum um ágæti þeirra Leonard og DeRozan enda um tvær af skærustu stjörnum deildarinnar að ræða. Danny Green yfirgefur nú Spurs eftir átta ára veru en þessi 31 árs gamli skotbakvörður var einn af byrjunarliðsmönnum liðsins þegar það fór alla leið og vann deildina árið 2014. Jakob Poeltl er austurrískur miðherji og er fyrsti Austuríkismaðurinn til að leika í NBA deildinni. Hann er 213 sentimetra hár og hefur leikið tvö tímabil í NBA en hann skilaði 6,9 stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð án þess að hafa byrjað leik. Kawhi kvaddurpic.twitter.com/b5NxE0Q4YY— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Velkominn DeRozanWelcome to San Antonio, DeMar! pic.twitter.com/kpjhqYigvf— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Umdeild skiptiKawhi Leonard kom lítið við sögu á síðustu leiktíðvísir/gettyÓhætt er að segja að skiptin hafi vakið mikið umtal í körfuboltasamfélaginu vestanhafs þar sem mörgum þykja þetta kaldar kveðjur frá Raptors til DeRozan en hann hefur borið liðið uppi síðan hann var valinn númer níu í nýliðavalinu sumarið 2009. Hann hefur sýnt félaginu mikla hollustu á undanförnum árum og hefur ekki farið leynt með vilja sinn um að leika með Raptors allan sinn feril. Var hann því í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins sem eru margir hverjir bálreiðir með þessi skipti. Ljóst er að Raptors er þar fyrir utan að taka mikla áhættu þar sem Leonard á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og gæti þá farið frítt næsta sumar á meðan DeRozan á þrjú ár eftir af sínum samningi. Raptors vonast til að ná að nýta næstu leiktíð til að sannfæra Leonard um ágæti félagsins. Leonard hefur ekki farið leynt með að hann vilji flytjast til Los Angeles og þá helst til að spila með LeBron James hjá Lakers. Síðasta tímabil Leonard var hins vegar afar dapurt og lék hann aðeins níu leiki vegna meiðsla sem þóttu umdeild og voru sögusagnir á kreiki um að hann vildi hreinlega ekki spila fyrir Spurs..@DeMar_DeRozan said this less than two weeks ago in reference to re-signing with the @Raptors in 2016.NBA life comes at you fast. pic.twitter.com/So3dzigPJW— ThePostGame (@ThePostGame) July 18, 2018
NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira