Segir bölvun hvíla á nafni Simbabve Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Nelson Chamisa. Vísir/AP Nelson Chamisa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, lofaði því í gær að ef hann kæmist til valda myndi hann breyta nafni ríkisins. „Simbabve getur ekki verið Simbabve áfram því Simbabve hefur verið lagt í rúst. Bölvun hvílir á nafninu og það sést á linnulausum ósigrum íþróttaliða okkar,“ sagði Chamisa. Þess í stað lagði Chamisa til að þetta Afríkuríki fengi nafnið Mikla Simbabve. „Við munum kalla okkur Mikla Simbabve vegna þeirra frábæru tíma sem eru fram undan.“ Þá hét hann því einnig að færa þingið til borgarinnar Gweru, þótt Harare yrði áfram höfuðborg, og að gera borgina Mutare að ferðamennskuhöfuðborg landsins. Forsetakosningar fara fram í Simbabve þann 30. þessa mánaðar. Fyrstu kosningarnar eftir langa valdatíð Roberts Mugabe. Sitjandi forseti, Emmerson Mnangagwa, þykir líklegastur til að bera sigur úr býtum en könnun Afrobarometer frá því í síðasta mánuði sýnir að hann nýtur stuðnings 42 prósenta kjósenda samanborið við 31 prósent Chamisa. Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar. MDC-T hefur til að mynda haldið því fram að ríkisstjórnin hafi sett hina framliðnu á kjörskrá. Þá hafa eftirlitsaðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum haldið því fram að Simbabve sé einfaldlega ekki tilbúið til þess að þar geti farið fram frjálsar, sanngjarnar og trúverðugar kosningar. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira
Nelson Chamisa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, lofaði því í gær að ef hann kæmist til valda myndi hann breyta nafni ríkisins. „Simbabve getur ekki verið Simbabve áfram því Simbabve hefur verið lagt í rúst. Bölvun hvílir á nafninu og það sést á linnulausum ósigrum íþróttaliða okkar,“ sagði Chamisa. Þess í stað lagði Chamisa til að þetta Afríkuríki fengi nafnið Mikla Simbabve. „Við munum kalla okkur Mikla Simbabve vegna þeirra frábæru tíma sem eru fram undan.“ Þá hét hann því einnig að færa þingið til borgarinnar Gweru, þótt Harare yrði áfram höfuðborg, og að gera borgina Mutare að ferðamennskuhöfuðborg landsins. Forsetakosningar fara fram í Simbabve þann 30. þessa mánaðar. Fyrstu kosningarnar eftir langa valdatíð Roberts Mugabe. Sitjandi forseti, Emmerson Mnangagwa, þykir líklegastur til að bera sigur úr býtum en könnun Afrobarometer frá því í síðasta mánuði sýnir að hann nýtur stuðnings 42 prósenta kjósenda samanborið við 31 prósent Chamisa. Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar. MDC-T hefur til að mynda haldið því fram að ríkisstjórnin hafi sett hina framliðnu á kjörskrá. Þá hafa eftirlitsaðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum haldið því fram að Simbabve sé einfaldlega ekki tilbúið til þess að þar geti farið fram frjálsar, sanngjarnar og trúverðugar kosningar.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira
Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35
Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21