Ronaldo og Messi þurfa að fara að afhenda Mbappé lyklana að veldinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2018 16:45 Kylian Mbappé skoraði í gær. vísir/getty Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, bestu fótboltamenn heims undanfarinn áratug, þurfa brátt að sætta sig við að arftaki þeirra er að taka við en það er Frakkinn Kylian Mbappé. Þetta sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, í myndveri ITV í Rússlandi í gær þar sem að úrslitaleikur HM 2018 var gerður upp. Frakkar unnu Króata, 4-2, og urðu meistarar í annað sinn. „Hann er miklu þroskaðari sem fótboltamaður en aldurinn gefur til kynna,“ sagði Ferdinand en Mbappé varð í gærkvöldi fyrsti táningurinn sem skorar í úrslitaleik HM síðan að Pelé gerði það fyrir Brasilíu í Svíþjóð árið 1958.Only the second teenager to have scored a goal in a #WorldCupFinal! Welcome to the club, @KMbappe - it's great to have some company! // O segundo adolescente a marcar um gol em uma final de #CopaDoMundo! Bem-vindo ao clube, Kylian - é ótimo ter a sua companhia! https://t.co/g8b2gLTy7B — Pelé (@Pele) July 15, 2018 „Hann er gaurinn sem á eftir að standa upp á sviði og taka á móti Gullboltanum á næstu árum. Það er alveg klárt. Ég vona að mínir gömlu félagar í Manchester United séu á eftir honum,“ sagði Ferdinand. Jürgen Klinsmann, fyrrverandi heimsmeistari með Þýskalandi, sagði Mbappé líta út fyrir að hafa verið í franska landsliðinu í áratug. „Hann á eftir að verða svo miklu betri. Hann er líka að hrista vel upp í markaðnum. Nú er Ronaldo að fara til Juventus og Neymar er orðaður við önnur lið. Maður sér bara ekki hvar þetta endar hjá þessum strák,“ sagði Jürgen Klinsmann. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00 Modric besti leikmaður HM í Rússlandi Luka Modric fékk gullboltann á HM í Rússlandi, verðlaunin fyrir besta leikmann keppninnar. Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaðurinn og Harry Kane varð markahrókur keppninnar. 15. júlí 2018 17:34 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, bestu fótboltamenn heims undanfarinn áratug, þurfa brátt að sætta sig við að arftaki þeirra er að taka við en það er Frakkinn Kylian Mbappé. Þetta sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, í myndveri ITV í Rússlandi í gær þar sem að úrslitaleikur HM 2018 var gerður upp. Frakkar unnu Króata, 4-2, og urðu meistarar í annað sinn. „Hann er miklu þroskaðari sem fótboltamaður en aldurinn gefur til kynna,“ sagði Ferdinand en Mbappé varð í gærkvöldi fyrsti táningurinn sem skorar í úrslitaleik HM síðan að Pelé gerði það fyrir Brasilíu í Svíþjóð árið 1958.Only the second teenager to have scored a goal in a #WorldCupFinal! Welcome to the club, @KMbappe - it's great to have some company! // O segundo adolescente a marcar um gol em uma final de #CopaDoMundo! Bem-vindo ao clube, Kylian - é ótimo ter a sua companhia! https://t.co/g8b2gLTy7B — Pelé (@Pele) July 15, 2018 „Hann er gaurinn sem á eftir að standa upp á sviði og taka á móti Gullboltanum á næstu árum. Það er alveg klárt. Ég vona að mínir gömlu félagar í Manchester United séu á eftir honum,“ sagði Ferdinand. Jürgen Klinsmann, fyrrverandi heimsmeistari með Þýskalandi, sagði Mbappé líta út fyrir að hafa verið í franska landsliðinu í áratug. „Hann á eftir að verða svo miklu betri. Hann er líka að hrista vel upp í markaðnum. Nú er Ronaldo að fara til Juventus og Neymar er orðaður við önnur lið. Maður sér bara ekki hvar þetta endar hjá þessum strák,“ sagði Jürgen Klinsmann.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00 Modric besti leikmaður HM í Rússlandi Luka Modric fékk gullboltann á HM í Rússlandi, verðlaunin fyrir besta leikmann keppninnar. Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaðurinn og Harry Kane varð markahrókur keppninnar. 15. júlí 2018 17:34 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira
Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00
Modric besti leikmaður HM í Rússlandi Luka Modric fékk gullboltann á HM í Rússlandi, verðlaunin fyrir besta leikmann keppninnar. Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaðurinn og Harry Kane varð markahrókur keppninnar. 15. júlí 2018 17:34