Sennilegast illa mætt til vinnu í París í dag Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 06:00 Það er allt „geðbilað“ í París segir Friðrika um stemninguna. Vísir/Getty „Það er allt vitlaust hér um allar götur,“ segir Friðrika Benónýsdóttir sem stödd var í París í gær og upplifði fagnaðarlæti Parísarbúa eftir sigur Frakka á Króötum í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. „Ég er uppi í fjórtánda hverfi en ekki niðri í miðbæ þar sem allt er vitlaust. En hér er allt gjörsamlega geðbilað og búið að vera svo sem, síðan þremur klukkutímum fyrir leikinn.“ Fréttablaðið náði tali af Friðriku klukkan 23 að staðartíma og segist hún aðspurð ekki eiga von á því að fagnaðarlátum linni á kristilegum tíma. „Ó, nei. Það verður illa mætt í vinnu hér í fyrramálið er ég hrædd um,“ segir hún hlæjandi. Friðrika segir gleðina hafa farið prúðmannlega fram, enn sem komið væri. Friðrika Benónýsdóttir, rithöfundur. Fréttablaðið/Anton Brink „En eftir að þeir unnu undanúrslitaleikinn um daginn þurfti lögreglan að spreyja þá með táragasi. Þeir klifra upp á bíla, hoppa á bílþökum og kasta kínverjum undir bíla bara af einskærri gleði. Þannig að það getur meira en verið að það þurfi að spreyja þá aftur.“ Sjálf vonaðist Friðrika til þess að Englendingar kæmust upp úr undanúrslitum enda eigi hún breskan tengdason. „Svo hef ég sjálf alltaf haldið með Ítölum þannig að ég ætlaði ekki einu sinni að horfa á keppnina. En svo er bara ekki annað hægt en að smitast af þessari fótboltamaníu sem hér ríkir og það er bara dásamlegt að fá að upplifa þessa gleði.“ Friðrika var í fjórtánda hverfi borgarinnar, líkt og áður segir, þegar fagnaðarlætin eftir leikinn brutust út. Hún segir einfaldlega dásamlegt að sjá fólk á öllum aldri gleðjast saman. „Allt frá þriggja mánaða upp í 95 ára fagna saman og allir brostu eyrnanna á milli.“ Mikill fjöldi fólks horfði á leikina á börum og kaffihúsum sem sýndu leiki á stórum útiskjáum víðs vegar um borgina. Að sögn Friðriku var alls staðar troðfullt út úr dyrum og mörg hundruð manns sem ekki fengu sæti stóðu í röðum við hvert einasta kaffihús. Aðspurð um uppáhaldsleikmann Frakka segist Friðrika sjá fólk í fótboltatreyjum með nöfnum ýmissa leikmanna. Í hennar hverfi búi þó mikið af svörtu fólki og það fari ekki fram hjá neinum hve heitt þeir elska hinn nítján ára gamla Kylian Mbappe Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Deschamps: Spiluðum ekki okkar besta leik en skoruðum samt fjögur mörk Frakkar eru heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í fjörugum úrslitaleik í Moskvu í dag. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps var að vonum í sjöunda himni í leikslok. 15. júlí 2018 17:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
„Það er allt vitlaust hér um allar götur,“ segir Friðrika Benónýsdóttir sem stödd var í París í gær og upplifði fagnaðarlæti Parísarbúa eftir sigur Frakka á Króötum í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. „Ég er uppi í fjórtánda hverfi en ekki niðri í miðbæ þar sem allt er vitlaust. En hér er allt gjörsamlega geðbilað og búið að vera svo sem, síðan þremur klukkutímum fyrir leikinn.“ Fréttablaðið náði tali af Friðriku klukkan 23 að staðartíma og segist hún aðspurð ekki eiga von á því að fagnaðarlátum linni á kristilegum tíma. „Ó, nei. Það verður illa mætt í vinnu hér í fyrramálið er ég hrædd um,“ segir hún hlæjandi. Friðrika segir gleðina hafa farið prúðmannlega fram, enn sem komið væri. Friðrika Benónýsdóttir, rithöfundur. Fréttablaðið/Anton Brink „En eftir að þeir unnu undanúrslitaleikinn um daginn þurfti lögreglan að spreyja þá með táragasi. Þeir klifra upp á bíla, hoppa á bílþökum og kasta kínverjum undir bíla bara af einskærri gleði. Þannig að það getur meira en verið að það þurfi að spreyja þá aftur.“ Sjálf vonaðist Friðrika til þess að Englendingar kæmust upp úr undanúrslitum enda eigi hún breskan tengdason. „Svo hef ég sjálf alltaf haldið með Ítölum þannig að ég ætlaði ekki einu sinni að horfa á keppnina. En svo er bara ekki annað hægt en að smitast af þessari fótboltamaníu sem hér ríkir og það er bara dásamlegt að fá að upplifa þessa gleði.“ Friðrika var í fjórtánda hverfi borgarinnar, líkt og áður segir, þegar fagnaðarlætin eftir leikinn brutust út. Hún segir einfaldlega dásamlegt að sjá fólk á öllum aldri gleðjast saman. „Allt frá þriggja mánaða upp í 95 ára fagna saman og allir brostu eyrnanna á milli.“ Mikill fjöldi fólks horfði á leikina á börum og kaffihúsum sem sýndu leiki á stórum útiskjáum víðs vegar um borgina. Að sögn Friðriku var alls staðar troðfullt út úr dyrum og mörg hundruð manns sem ekki fengu sæti stóðu í röðum við hvert einasta kaffihús. Aðspurð um uppáhaldsleikmann Frakka segist Friðrika sjá fólk í fótboltatreyjum með nöfnum ýmissa leikmanna. Í hennar hverfi búi þó mikið af svörtu fólki og það fari ekki fram hjá neinum hve heitt þeir elska hinn nítján ára gamla Kylian Mbappe
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Deschamps: Spiluðum ekki okkar besta leik en skoruðum samt fjögur mörk Frakkar eru heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í fjörugum úrslitaleik í Moskvu í dag. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps var að vonum í sjöunda himni í leikslok. 15. júlí 2018 17:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59
Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00
Deschamps: Spiluðum ekki okkar besta leik en skoruðum samt fjögur mörk Frakkar eru heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í fjörugum úrslitaleik í Moskvu í dag. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps var að vonum í sjöunda himni í leikslok. 15. júlí 2018 17:47