Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2018 06:00 Bílaleigubílar við Bláa lónið. Vísir/Hanna Bílaleigur geta ekki velt hraðasektum á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar út í verðlagið komi til þess að ný umferðarlög verði samþykkt óbreytt. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Breytt fyrirkomulag innheimtu hraðasekta úr öryggismyndavélum gæti kostað bílaleigur hundruð milljóna. Í upphafi árs voru lögð fram drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Þar er gert ráð fyrir að eigandi ökutækis muni bera hlutlæga ábyrgð á hraðasektum sem stofnast við brot sem hraðamyndavélar mynda. Ábyrgðin er takmörkuð við að ekki stofnist punktar í ökuferilsskrá ökumanns. Uppfærð útgáfa frumvarpsdraganna var birt fyrir helgi og hefur þar verið tekið tillit til ýmissa athugasemda hagsmunaaðila. Hlutlæga ábyrgðin er ekki þar á meðal.Sjá einnig: Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektirJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.„Okkar áhyggjur stafa fyrst og fremst af því að það er bílaleigunum erfitt, nær ómögulegt, að innheimta sektina hjá þeim brotlega. Menn halda stundum að bílaleigur geti rukkað sektina eftir á af korti leigutaka en kortaskilmálar gera það að verkum að sá getur hafnað henni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Við teljum óeðlilegt að bílaleigur séu gerðar ábyrgar fyrir hegðun sinna kúnna og sitji uppi með kostnað sem þær hafa ekki möguleika á að innheimta,“ segir Jóhannes. Í Fréttablaðinu í nóvember 2017 var sagt frá því að um 20-25 prósent hraðasekta hér á landi innheimtust ekki. Langstærstan hluta þess má rekja til erlendra ferðamanna. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Miðflokksmannsins Birgis Þórarinssonar kom fram að útistandandi sektir í febrúarlok þessa árs námu rúmum 633 milljónum, þar af stofnuðust rúmar 200 milljónir árið 2017. Sektir vegna umferðarbrota hækkuðu svo 1. maí. „Það má gera ráð fyrir að talan muni hækka. Verði þetta óbreytt að lögum mun þetta hafa mjög íþyngjandi áhrif á rekstur bílaleiga,“ segir Jóhannes. „Við erum eitt dýrasta ferðamannaland í heimi vegna gengis- og launaþróunar. Bílaleigur geta ekki, ekki frekar en annar rekstur, endalaust velt hækkunum út í verðlagið. Sá tími er liðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum. 9. nóvember 2017 07:00 Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. 2. maí 2018 18:30 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bílaleigur geta ekki velt hraðasektum á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar út í verðlagið komi til þess að ný umferðarlög verði samþykkt óbreytt. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Breytt fyrirkomulag innheimtu hraðasekta úr öryggismyndavélum gæti kostað bílaleigur hundruð milljóna. Í upphafi árs voru lögð fram drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Þar er gert ráð fyrir að eigandi ökutækis muni bera hlutlæga ábyrgð á hraðasektum sem stofnast við brot sem hraðamyndavélar mynda. Ábyrgðin er takmörkuð við að ekki stofnist punktar í ökuferilsskrá ökumanns. Uppfærð útgáfa frumvarpsdraganna var birt fyrir helgi og hefur þar verið tekið tillit til ýmissa athugasemda hagsmunaaðila. Hlutlæga ábyrgðin er ekki þar á meðal.Sjá einnig: Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektirJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.„Okkar áhyggjur stafa fyrst og fremst af því að það er bílaleigunum erfitt, nær ómögulegt, að innheimta sektina hjá þeim brotlega. Menn halda stundum að bílaleigur geti rukkað sektina eftir á af korti leigutaka en kortaskilmálar gera það að verkum að sá getur hafnað henni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Við teljum óeðlilegt að bílaleigur séu gerðar ábyrgar fyrir hegðun sinna kúnna og sitji uppi með kostnað sem þær hafa ekki möguleika á að innheimta,“ segir Jóhannes. Í Fréttablaðinu í nóvember 2017 var sagt frá því að um 20-25 prósent hraðasekta hér á landi innheimtust ekki. Langstærstan hluta þess má rekja til erlendra ferðamanna. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Miðflokksmannsins Birgis Þórarinssonar kom fram að útistandandi sektir í febrúarlok þessa árs námu rúmum 633 milljónum, þar af stofnuðust rúmar 200 milljónir árið 2017. Sektir vegna umferðarbrota hækkuðu svo 1. maí. „Það má gera ráð fyrir að talan muni hækka. Verði þetta óbreytt að lögum mun þetta hafa mjög íþyngjandi áhrif á rekstur bílaleiga,“ segir Jóhannes. „Við erum eitt dýrasta ferðamannaland í heimi vegna gengis- og launaþróunar. Bílaleigur geta ekki, ekki frekar en annar rekstur, endalaust velt hækkunum út í verðlagið. Sá tími er liðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum. 9. nóvember 2017 07:00 Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. 2. maí 2018 18:30 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum. 9. nóvember 2017 07:00
Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. 2. maí 2018 18:30
Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?