Innlent

Mikil fagnaðarlæti í Frakklandi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Mikil fagnaðarlæti brutust út í París þegar Frakkar urðu heimsmeistarar í Fótbolta eftir 4-2 sigur gegn Króötum. Þetta er í annað sinn sem Frakkar hreppa titilinn.

Um 90 þúsund manns voru staddir fyrir framan Eiffel turninn í París í dag til að fylgjast með úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta. Mikil fagnaðarlæti brutust út í hálfleik þegar staðan var 2-1 fyrir Frökkum.

Ekki linnti fagnaðarlátunum þegar leiknum var flautað af og staðfest var að Frakkar væru orðnir heimsmeistarar.

Deschamps smellir rembingskossi á gullstyttunaVísir/Getty
Mikill viðbúnaður lögreglu var á svæðinu en auk þeirra 90 þúsunda sem staddir voru hjá Eiffel turninum voru enn fleiri staddir á Champ de Mars. Lögregla lokaði þar svæðinu þar sem hún taldi svæðið ekki geta rúmað slíkan fjölda.

Þetta er í annað sinn sem Frakkar hreppa titilinn og lítur allt út fyrir að fagnað verði langt fram eftir nóttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×