Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 08:06 Palestínumenn reyna að bjarga særðum á vettvangi árásanna í gær Vísir/Getty Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gærþ. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. Fjórtán særðust í árásunum, þar á meðal börn sem voru að leik í almenningsgarði sem er oftast fullur af fólki um helgar. Ísraelskar þotur vörpuðu sprengjum á torg fyrir framan garðinn. Maram Humaid, blaðamaður á Gaza ströndinni, segir að sérstaklega margir hafi verið í garðinum vegna góðs veðurs um helgina. Ísraelski herinn segist hafa látið íbúa í næsta nágrenni við almenningsgarðinn vita að loftárás væri á leiðinni skömmu áður en sprengjurnar féllu. Hins vegar kemur reglulega fyrir að gert sé símaat þar sem Palestínumönnum er tilkynnt um árásir sem aldrei koma til að fá þá til að rýma byggingar af óþörfu. Það gerir að verkum að ekki er alltaf tekið mark á slíkum tilkynningum þegar þær berast. Eftir loftárásir Ísraels skutu liðsmenn Hamas nokkrum litlum eldflaugum á loft yfir landamærin en þær hæfðu ekkert. Fyrr um daginn hafði eldflaug frá Hamas hæft bænahús í Ísrael með þeim afleiðingum af fjórir særðust lítillega. Ísraelsk stjórnvöld telja að allt að 90 eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza í gær en þær eru óstýrðar og valda yfirleitt litlu sem engu tjóni. Í gærkvöld var samið um tímabundið vopnahlé fyrir tilstilli stjórnvalda í Egyptalandi. Bæði Hamas og ísraelsk stjórnvöld hafa hins vegar verið vígreif í yfirlýsingum sínum undanfarið og óvíst hvort vopnahléið heldur í dag. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gærþ. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. Fjórtán særðust í árásunum, þar á meðal börn sem voru að leik í almenningsgarði sem er oftast fullur af fólki um helgar. Ísraelskar þotur vörpuðu sprengjum á torg fyrir framan garðinn. Maram Humaid, blaðamaður á Gaza ströndinni, segir að sérstaklega margir hafi verið í garðinum vegna góðs veðurs um helgina. Ísraelski herinn segist hafa látið íbúa í næsta nágrenni við almenningsgarðinn vita að loftárás væri á leiðinni skömmu áður en sprengjurnar féllu. Hins vegar kemur reglulega fyrir að gert sé símaat þar sem Palestínumönnum er tilkynnt um árásir sem aldrei koma til að fá þá til að rýma byggingar af óþörfu. Það gerir að verkum að ekki er alltaf tekið mark á slíkum tilkynningum þegar þær berast. Eftir loftárásir Ísraels skutu liðsmenn Hamas nokkrum litlum eldflaugum á loft yfir landamærin en þær hæfðu ekkert. Fyrr um daginn hafði eldflaug frá Hamas hæft bænahús í Ísrael með þeim afleiðingum af fjórir særðust lítillega. Ísraelsk stjórnvöld telja að allt að 90 eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza í gær en þær eru óstýrðar og valda yfirleitt litlu sem engu tjóni. Í gærkvöld var samið um tímabundið vopnahlé fyrir tilstilli stjórnvalda í Egyptalandi. Bæði Hamas og ísraelsk stjórnvöld hafa hins vegar verið vígreif í yfirlýsingum sínum undanfarið og óvíst hvort vopnahléið heldur í dag.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08