Tiana Ósk og Jóhann Björn tóku fyrsta sætið | Ásdís langefst Dagur Lárusson skrifar 14. júlí 2018 17:00 Tiana Ósk hefur verið nánast óstöðvandi á þessu ári. vísir/Anton Meistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðakróki um helgina en nokkrum greinum er þegar lokið. Í riðlakeppninni fyrr í morgun í 100 metra hlaupi kvenna fór Tiana Ósk Whitworth úr ÍR með sigur af hólmi en hún hljóp á tímanum 12,07 sekúndum. Í öðru sæti var Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir einnig úr ÍR en tími hennar var 12,10 sekúndum. Andrea Torfadóttir úr FH tók þriðja sætið. Það var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS sem var manna fljótastur í sömu grein karlameginn en hann hljóp á 10,69 sekúndum. Ívar Kristinn Jasonarsonúr ÍR tók annað sætið og Dagur Andri Einarsson úr FH tók þriðja sætið. Í úrslitum í langstökki kvenna var það Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sem bar sigur úr býtum en hún stökk 6,30 metra í sinni annari tilraun. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðablik hreppti annað sætið en hún stökk 6,04 metra og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik tók þriðja sætið. Það var Ari Sigþór Eiríksson úr Breiðablik sem fór með sigur af hólmi í langstökki karla en hann stökk 7,07 metra. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik, sem átti besta stökkið í lengst af, stökk 6,84 metra og tók annað sætið á meðan Juan Ramos Borges Bosque, einnig úr Breiðablik, tók þriðja sætið. Í úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna var það aftur Tiana Ósk Whitworth úr ÍR sem fór með sigur af hólmi en þá hljóp hún á 11,75 sekúndum sem var betri en tími hennar fyrr um daginn. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR hljóp á 11,86 og tók annað sætið á meðan Hrafnhildur, sem tók annað sætið í riðlakeppninni, hljóp á 11,97 og tók þriðja sætið að þessu sinni. Karlameginn var það aftur Jóhann Björn úr UMSS sem tók fyrsta sætið en að þessu sinni hljóp hann þremur sekúndubrotum fljótar eða á 10,66 sekúndum. Ívar Kristinn úr ÍR tók aftur annað sætið en hann hljóp á 10,81 sekúndum á meðan Kristófer Þorgrímsson tók þriðja sætið en hann hljóp á 10,94 sekúndum. Í spjótkasti karla var það Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik sem tók fyrsta sætið en hann kastaði 77,01 metra á meðan Ásdís Hjálmsdóttir var langefst kvennameginn en hún kastaði 57,74 metra. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni fór með sigur af hólmi í hástökki karla. Hann stökk 2,02 metra, sem er persónulegt met. Benjamín Jóhann Johnsen varð annar með stökk upp á 1,99 metra og Jón Gunnar Björnsson hafnaði í þriðja sæti. Stangarstökk kvenna var rétt í þessu að ljúka en það var Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr FH sem átti besta árangurinn þar en hún stökk 3,42 metra. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir tók annað sæti en hún stökk 3,32 metra á meðan Hilda Steinunn Egilsdóttir úr FH tók þriðja sætið. Stangarstökk karla fer fram á morgun. Fleiri greinum er lokið í dag en sumum þeirra lýkur á morgun. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Meistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðakróki um helgina en nokkrum greinum er þegar lokið. Í riðlakeppninni fyrr í morgun í 100 metra hlaupi kvenna fór Tiana Ósk Whitworth úr ÍR með sigur af hólmi en hún hljóp á tímanum 12,07 sekúndum. Í öðru sæti var Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir einnig úr ÍR en tími hennar var 12,10 sekúndum. Andrea Torfadóttir úr FH tók þriðja sætið. Það var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS sem var manna fljótastur í sömu grein karlameginn en hann hljóp á 10,69 sekúndum. Ívar Kristinn Jasonarsonúr ÍR tók annað sætið og Dagur Andri Einarsson úr FH tók þriðja sætið. Í úrslitum í langstökki kvenna var það Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sem bar sigur úr býtum en hún stökk 6,30 metra í sinni annari tilraun. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðablik hreppti annað sætið en hún stökk 6,04 metra og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik tók þriðja sætið. Það var Ari Sigþór Eiríksson úr Breiðablik sem fór með sigur af hólmi í langstökki karla en hann stökk 7,07 metra. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik, sem átti besta stökkið í lengst af, stökk 6,84 metra og tók annað sætið á meðan Juan Ramos Borges Bosque, einnig úr Breiðablik, tók þriðja sætið. Í úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna var það aftur Tiana Ósk Whitworth úr ÍR sem fór með sigur af hólmi en þá hljóp hún á 11,75 sekúndum sem var betri en tími hennar fyrr um daginn. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR hljóp á 11,86 og tók annað sætið á meðan Hrafnhildur, sem tók annað sætið í riðlakeppninni, hljóp á 11,97 og tók þriðja sætið að þessu sinni. Karlameginn var það aftur Jóhann Björn úr UMSS sem tók fyrsta sætið en að þessu sinni hljóp hann þremur sekúndubrotum fljótar eða á 10,66 sekúndum. Ívar Kristinn úr ÍR tók aftur annað sætið en hann hljóp á 10,81 sekúndum á meðan Kristófer Þorgrímsson tók þriðja sætið en hann hljóp á 10,94 sekúndum. Í spjótkasti karla var það Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik sem tók fyrsta sætið en hann kastaði 77,01 metra á meðan Ásdís Hjálmsdóttir var langefst kvennameginn en hún kastaði 57,74 metra. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni fór með sigur af hólmi í hástökki karla. Hann stökk 2,02 metra, sem er persónulegt met. Benjamín Jóhann Johnsen varð annar með stökk upp á 1,99 metra og Jón Gunnar Björnsson hafnaði í þriðja sæti. Stangarstökk kvenna var rétt í þessu að ljúka en það var Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr FH sem átti besta árangurinn þar en hún stökk 3,42 metra. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir tók annað sæti en hún stökk 3,32 metra á meðan Hilda Steinunn Egilsdóttir úr FH tók þriðja sætið. Stangarstökk karla fer fram á morgun. Fleiri greinum er lokið í dag en sumum þeirra lýkur á morgun.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira