Segir hlaup og öskufall líklega fylgja gosi í Öræfajökli 14. júlí 2018 07:45 Öræfajökull býr sig undir gos. Fréttablaðið/Gunnþóra Náttúra Ókyrrð í Öræfajökli og þensla fjallsins eru dæmigerð einkenni þess að fjallið búi sig undir að gjósa. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá stöðu Öræfajökuls. Kom þar fram að fjallið hefði þanist út frá áramótunum 2016-17. Þeirri þenslu fylgi aukin jarðskjálftavirkni og aflögun. Engin merki eru um að hraði þenslunnar minnki þótt jarðhitavirkni hafi minnkað frá því í desember. „Þetta er búið að vera í gangi í eitt og hálft ár og við sjáum ekki nein merki um að það sé að draga úr þessu. Fjallið er sem stendur að búa sig undir eldgos, eða þetta eru dæmigerð einkenni sem sjást í undirbúningsfasa eldgosa,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að óvíst sé að virknin endi með gosi. Almannavarnir greindu frá því að fundir hefðu verið haldnir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Þá sé áformað að funda á ný í lok september. Einnig hefur verið unnið að neyðarrýmingaráætlun og vöktunartækjum hefur verið fjölgað. Magnús Tumi segir að dæmigert væri að ísúrt gos kæmi úr jöklinum sem gæti verið sprengigos að hluta „og hugsanlega renni hraun“. Ekki væri hins vegar hægt að útiloka súr gos. „Þau hafa komið nokkur á síðustu nokkur þúsund árum en hafa öll verið lítil nema gosið árið 1362 sem var eitt mesta sprengigos Íslandssögunnar,“ segir Magnús Tumi. Þó er ólíklegt að svoleiðis atburður verði aftur „nema með töluvert miklum aðdraganda“, að því er Magnús Tumi segir frá. Að hans mati yrði gos nú líklegast líkara gosinu 1727. „Ef það gýs er nánast víst að það valdi jökulhlaupum og öskufalli og gosið gæti orðið hættulegt. Ef það verður stórt gos fylgja því alls konar fleiri hættur. Það þarf að fylgjast mjög vel með fjallinu og það þarf að rýma svæðið áður en til goss kemur.“ –þea Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Náttúra Ókyrrð í Öræfajökli og þensla fjallsins eru dæmigerð einkenni þess að fjallið búi sig undir að gjósa. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá stöðu Öræfajökuls. Kom þar fram að fjallið hefði þanist út frá áramótunum 2016-17. Þeirri þenslu fylgi aukin jarðskjálftavirkni og aflögun. Engin merki eru um að hraði þenslunnar minnki þótt jarðhitavirkni hafi minnkað frá því í desember. „Þetta er búið að vera í gangi í eitt og hálft ár og við sjáum ekki nein merki um að það sé að draga úr þessu. Fjallið er sem stendur að búa sig undir eldgos, eða þetta eru dæmigerð einkenni sem sjást í undirbúningsfasa eldgosa,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að óvíst sé að virknin endi með gosi. Almannavarnir greindu frá því að fundir hefðu verið haldnir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Þá sé áformað að funda á ný í lok september. Einnig hefur verið unnið að neyðarrýmingaráætlun og vöktunartækjum hefur verið fjölgað. Magnús Tumi segir að dæmigert væri að ísúrt gos kæmi úr jöklinum sem gæti verið sprengigos að hluta „og hugsanlega renni hraun“. Ekki væri hins vegar hægt að útiloka súr gos. „Þau hafa komið nokkur á síðustu nokkur þúsund árum en hafa öll verið lítil nema gosið árið 1362 sem var eitt mesta sprengigos Íslandssögunnar,“ segir Magnús Tumi. Þó er ólíklegt að svoleiðis atburður verði aftur „nema með töluvert miklum aðdraganda“, að því er Magnús Tumi segir frá. Að hans mati yrði gos nú líklegast líkara gosinu 1727. „Ef það gýs er nánast víst að það valdi jökulhlaupum og öskufalli og gosið gæti orðið hættulegt. Ef það verður stórt gos fylgja því alls konar fleiri hættur. Það þarf að fylgjast mjög vel með fjallinu og það þarf að rýma svæðið áður en til goss kemur.“ –þea
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira