Ísland setur jafnrétti og málefni hinsegin fólks á oddinn Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 20:41 Réttindi kvenna og hinsegin fólks verða framarlega á dagskrá Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var kjörið í ráðið í dag. Utanríkisráðherra segir að þótt oft þurfi að gera málamiðlanir innan alþjóðastofnana verði enginn afsláttur gefinn af stefnu Íslendinga í mannréttindamálum. Ísland var kjörið í mannréttindaráðið með miklum meirihluta atkvæða eða hundrað sjötíu og tveimur, fimm þjóðir sátu hjá og Frakkland fékk eitt atkvæði. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar vakti kátínu fulltrúa í ráðinu sem óskuðu Íslandi til hamingju með dúndrandi lófaklappi. En hingað til hefur Ísland aðeins verið áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að fáþennan breiða stuðning. Þetta sé æðsta staða sem Íslendingum hafi hlotnast á alþjóðavettvangi.Hvaðaáhrif getaÍslendingar haftímannréttindamálumí þessari stöðu?„Það að við fáum þennan breiða stuðning kemur ekki fram í neinu tómarúmi. Það er út af því hvernig við höfum gengið fram í mannréttindamálum, bæði heima og sömuleiðis málflutningur okkar og starf á erlendum vettvangi,“ segir Guðlaugur Þór sem var á fundinum í New York í dag. Íslendingar geti lagt sitt fram með því að ganga á undan með góðu fordæmi og vera í forystu alls staðar sem færi gefist fyrir bættum mannréttindum.Hvaða mál eruþaðhelst semÍslendingar munu setjaáoddinníráðinu?„Við höfum barist fyrir, ekki bara þarna heldur annars staðar, sérstaklega fyrir jafnréttismálum, málefnum hinsegin fólks. Þegar kemur hins vegar að mannréttindaráðinu höfum við verið gagnrýnin áýmislegt sem þar er til staðar. Til dæmis höfum við gagnrýnt þau ríki sem eru í mannréttindaráðinu núna og eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum,“ segir utanríkisráðherra. Til að mynda hafi Íslendingar og hann persónulega íávarpi hjá ráðinu gagnrýnt stefnu Filipseyja í fíkniefnamálum og Saudi Arabíu í jafnréttismálum. Þá hafi Íslendingar einnig gagnrýnt sitthvaðí starfsemi ráðsins. „Það er betra að við tökum samtalið heldur en ekki. En stóra einstaka málið er það auðvitað að menn setji mannréttindamálin ofar íþeim löndum þar sem er vanþörf á.“Þannig að þaðer ekki veriðaðtala um aðmeð þvíaðfaraþarna inn og meðalþessaraþjóða muniÍslendingar gefa einhvern afsláttámannréttindum?„Við munum aldrei gefa neinn afslátt á okkur gildum. Það verður eftir því tekið hvernig okkur tekst til á þessum 18 mánuðum. Og ef okkur tekst vel til sem ég er sannfærður um að verði þá mun það auka líkurnar áþví að við fáum aukin verkefni á komandi árum og áratugum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Réttindi kvenna og hinsegin fólks verða framarlega á dagskrá Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var kjörið í ráðið í dag. Utanríkisráðherra segir að þótt oft þurfi að gera málamiðlanir innan alþjóðastofnana verði enginn afsláttur gefinn af stefnu Íslendinga í mannréttindamálum. Ísland var kjörið í mannréttindaráðið með miklum meirihluta atkvæða eða hundrað sjötíu og tveimur, fimm þjóðir sátu hjá og Frakkland fékk eitt atkvæði. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar vakti kátínu fulltrúa í ráðinu sem óskuðu Íslandi til hamingju með dúndrandi lófaklappi. En hingað til hefur Ísland aðeins verið áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að fáþennan breiða stuðning. Þetta sé æðsta staða sem Íslendingum hafi hlotnast á alþjóðavettvangi.Hvaðaáhrif getaÍslendingar haftímannréttindamálumí þessari stöðu?„Það að við fáum þennan breiða stuðning kemur ekki fram í neinu tómarúmi. Það er út af því hvernig við höfum gengið fram í mannréttindamálum, bæði heima og sömuleiðis málflutningur okkar og starf á erlendum vettvangi,“ segir Guðlaugur Þór sem var á fundinum í New York í dag. Íslendingar geti lagt sitt fram með því að ganga á undan með góðu fordæmi og vera í forystu alls staðar sem færi gefist fyrir bættum mannréttindum.Hvaða mál eruþaðhelst semÍslendingar munu setjaáoddinníráðinu?„Við höfum barist fyrir, ekki bara þarna heldur annars staðar, sérstaklega fyrir jafnréttismálum, málefnum hinsegin fólks. Þegar kemur hins vegar að mannréttindaráðinu höfum við verið gagnrýnin áýmislegt sem þar er til staðar. Til dæmis höfum við gagnrýnt þau ríki sem eru í mannréttindaráðinu núna og eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum,“ segir utanríkisráðherra. Til að mynda hafi Íslendingar og hann persónulega íávarpi hjá ráðinu gagnrýnt stefnu Filipseyja í fíkniefnamálum og Saudi Arabíu í jafnréttismálum. Þá hafi Íslendingar einnig gagnrýnt sitthvaðí starfsemi ráðsins. „Það er betra að við tökum samtalið heldur en ekki. En stóra einstaka málið er það auðvitað að menn setji mannréttindamálin ofar íþeim löndum þar sem er vanþörf á.“Þannig að þaðer ekki veriðaðtala um aðmeð þvíaðfaraþarna inn og meðalþessaraþjóða muniÍslendingar gefa einhvern afsláttámannréttindum?„Við munum aldrei gefa neinn afslátt á okkur gildum. Það verður eftir því tekið hvernig okkur tekst til á þessum 18 mánuðum. Og ef okkur tekst vel til sem ég er sannfærður um að verði þá mun það auka líkurnar áþví að við fáum aukin verkefni á komandi árum og áratugum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira