Ísland setur jafnrétti og málefni hinsegin fólks á oddinn Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 20:41 Réttindi kvenna og hinsegin fólks verða framarlega á dagskrá Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var kjörið í ráðið í dag. Utanríkisráðherra segir að þótt oft þurfi að gera málamiðlanir innan alþjóðastofnana verði enginn afsláttur gefinn af stefnu Íslendinga í mannréttindamálum. Ísland var kjörið í mannréttindaráðið með miklum meirihluta atkvæða eða hundrað sjötíu og tveimur, fimm þjóðir sátu hjá og Frakkland fékk eitt atkvæði. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar vakti kátínu fulltrúa í ráðinu sem óskuðu Íslandi til hamingju með dúndrandi lófaklappi. En hingað til hefur Ísland aðeins verið áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að fáþennan breiða stuðning. Þetta sé æðsta staða sem Íslendingum hafi hlotnast á alþjóðavettvangi.Hvaðaáhrif getaÍslendingar haftímannréttindamálumí þessari stöðu?„Það að við fáum þennan breiða stuðning kemur ekki fram í neinu tómarúmi. Það er út af því hvernig við höfum gengið fram í mannréttindamálum, bæði heima og sömuleiðis málflutningur okkar og starf á erlendum vettvangi,“ segir Guðlaugur Þór sem var á fundinum í New York í dag. Íslendingar geti lagt sitt fram með því að ganga á undan með góðu fordæmi og vera í forystu alls staðar sem færi gefist fyrir bættum mannréttindum.Hvaða mál eruþaðhelst semÍslendingar munu setjaáoddinníráðinu?„Við höfum barist fyrir, ekki bara þarna heldur annars staðar, sérstaklega fyrir jafnréttismálum, málefnum hinsegin fólks. Þegar kemur hins vegar að mannréttindaráðinu höfum við verið gagnrýnin áýmislegt sem þar er til staðar. Til dæmis höfum við gagnrýnt þau ríki sem eru í mannréttindaráðinu núna og eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum,“ segir utanríkisráðherra. Til að mynda hafi Íslendingar og hann persónulega íávarpi hjá ráðinu gagnrýnt stefnu Filipseyja í fíkniefnamálum og Saudi Arabíu í jafnréttismálum. Þá hafi Íslendingar einnig gagnrýnt sitthvaðí starfsemi ráðsins. „Það er betra að við tökum samtalið heldur en ekki. En stóra einstaka málið er það auðvitað að menn setji mannréttindamálin ofar íþeim löndum þar sem er vanþörf á.“Þannig að þaðer ekki veriðaðtala um aðmeð þvíaðfaraþarna inn og meðalþessaraþjóða muniÍslendingar gefa einhvern afsláttámannréttindum?„Við munum aldrei gefa neinn afslátt á okkur gildum. Það verður eftir því tekið hvernig okkur tekst til á þessum 18 mánuðum. Og ef okkur tekst vel til sem ég er sannfærður um að verði þá mun það auka líkurnar áþví að við fáum aukin verkefni á komandi árum og áratugum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Réttindi kvenna og hinsegin fólks verða framarlega á dagskrá Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var kjörið í ráðið í dag. Utanríkisráðherra segir að þótt oft þurfi að gera málamiðlanir innan alþjóðastofnana verði enginn afsláttur gefinn af stefnu Íslendinga í mannréttindamálum. Ísland var kjörið í mannréttindaráðið með miklum meirihluta atkvæða eða hundrað sjötíu og tveimur, fimm þjóðir sátu hjá og Frakkland fékk eitt atkvæði. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar vakti kátínu fulltrúa í ráðinu sem óskuðu Íslandi til hamingju með dúndrandi lófaklappi. En hingað til hefur Ísland aðeins verið áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að fáþennan breiða stuðning. Þetta sé æðsta staða sem Íslendingum hafi hlotnast á alþjóðavettvangi.Hvaðaáhrif getaÍslendingar haftímannréttindamálumí þessari stöðu?„Það að við fáum þennan breiða stuðning kemur ekki fram í neinu tómarúmi. Það er út af því hvernig við höfum gengið fram í mannréttindamálum, bæði heima og sömuleiðis málflutningur okkar og starf á erlendum vettvangi,“ segir Guðlaugur Þór sem var á fundinum í New York í dag. Íslendingar geti lagt sitt fram með því að ganga á undan með góðu fordæmi og vera í forystu alls staðar sem færi gefist fyrir bættum mannréttindum.Hvaða mál eruþaðhelst semÍslendingar munu setjaáoddinníráðinu?„Við höfum barist fyrir, ekki bara þarna heldur annars staðar, sérstaklega fyrir jafnréttismálum, málefnum hinsegin fólks. Þegar kemur hins vegar að mannréttindaráðinu höfum við verið gagnrýnin áýmislegt sem þar er til staðar. Til dæmis höfum við gagnrýnt þau ríki sem eru í mannréttindaráðinu núna og eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum,“ segir utanríkisráðherra. Til að mynda hafi Íslendingar og hann persónulega íávarpi hjá ráðinu gagnrýnt stefnu Filipseyja í fíkniefnamálum og Saudi Arabíu í jafnréttismálum. Þá hafi Íslendingar einnig gagnrýnt sitthvaðí starfsemi ráðsins. „Það er betra að við tökum samtalið heldur en ekki. En stóra einstaka málið er það auðvitað að menn setji mannréttindamálin ofar íþeim löndum þar sem er vanþörf á.“Þannig að þaðer ekki veriðaðtala um aðmeð þvíaðfaraþarna inn og meðalþessaraþjóða muniÍslendingar gefa einhvern afsláttámannréttindum?„Við munum aldrei gefa neinn afslátt á okkur gildum. Það verður eftir því tekið hvernig okkur tekst til á þessum 18 mánuðum. Og ef okkur tekst vel til sem ég er sannfærður um að verði þá mun það auka líkurnar áþví að við fáum aukin verkefni á komandi árum og áratugum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira