NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júlí 2018 19:03 Aðrir leiðtogar NATO ríkjanna kannast ekki við lýsingar Trumps af fundinum. Vísir/Getty Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Trump fullyrti að leiðtogarnir hefðu orðið við kröfu sinni um að auka framlög til NATO og þannig hefði hann náð að styrkja bandalagið til frambúðar. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hins vegar að það sé ekki allskostar rétt. Þvert á móti hafi leiðtogarnir ákveðið að halda sig við fyrri stefnu um að auka útgjöldin í áföngum til ársins 2024. Að endingu muni flest ríkin ná því yfirlýsta markmiði að verja 2% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála eins og lengi hafi staðið til. Hins vegar hafi ákafi Trumps á fundinum vissulega gert hinum leiðtogunum ljóst hversu aðkallandi það væri að jafna greiðslubyrði aðildarríkjanna. Leiðtogar Ítalíu, Kanada og Frakklands hafa allir sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að ekki hafi verið fallist á nein ný útgjöld á fundinum með Trump. Aðeins hafi verið ákveðið að halda til streitu samkomulagi frá 2014 um aukningu útgjalda í skrefum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að lýsingar Trumps af leiðtogafundinum passi ekki við sína upplifun. Þetta hafi ekki verið mikill átakafundur heldur hafi allir talað af yfirvegun og virðingu. NATO Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Trump fullyrti að leiðtogarnir hefðu orðið við kröfu sinni um að auka framlög til NATO og þannig hefði hann náð að styrkja bandalagið til frambúðar. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hins vegar að það sé ekki allskostar rétt. Þvert á móti hafi leiðtogarnir ákveðið að halda sig við fyrri stefnu um að auka útgjöldin í áföngum til ársins 2024. Að endingu muni flest ríkin ná því yfirlýsta markmiði að verja 2% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála eins og lengi hafi staðið til. Hins vegar hafi ákafi Trumps á fundinum vissulega gert hinum leiðtogunum ljóst hversu aðkallandi það væri að jafna greiðslubyrði aðildarríkjanna. Leiðtogar Ítalíu, Kanada og Frakklands hafa allir sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að ekki hafi verið fallist á nein ný útgjöld á fundinum með Trump. Aðeins hafi verið ákveðið að halda til streitu samkomulagi frá 2014 um aukningu útgjalda í skrefum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að lýsingar Trumps af leiðtogafundinum passi ekki við sína upplifun. Þetta hafi ekki verið mikill átakafundur heldur hafi allir talað af yfirvegun og virðingu.
NATO Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52