Ýtti bréferfingjum úr 100 milljóna búi föður síns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2018 16:30 Héraðsdómur Vesturlands hefur aðsetur í Borgarnesi. Vísir/pjetur Karlmaður mun erfa föður sinn eftir að erfðaskrá hins látna var ógilt með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands. Tíu bréferfingjar mannsins fá ekkert úr dánarbúinu en virði eigna þess er rúmar 97 milljónir króna. Hinn látni hafði aldrei gengið í hjónaband og átti engin skilgetin börn. Sonur hans kom í heiminn 1951 og var þá skráður sonur nýs eiginmanns móður sinnar. Blóðfeðgarnir áttu afar takmörkuð samskipti alla tíð. Þegar maðurinn lést árið 2016 höfðaði maðurinn véfengingarmál til að fá staðfest að hann væri sonur hans. Lífsýnarannsókn leiddi það í ljós og var hinn látni skráður faðir hans eftir það. Maðurinn gerði erfðaskrár árin 2002 og 2004 og var deilt um gildi þeirrar síðarnefndu í málinu. Í henni lýsti hann því yfir að hann ætti enga lögerfingja og að eignir hans skyldu ganga til þriggja systra sinna, uppeldissystur og tveggja vina sinna. Meðal annars skyldi fasteign hans ganga til annars vinar hans en sá fékk eignina í fyrirframgreiddan arf árið 2016, nokkrum mánuðum áður en maðurinn lést. Samkvæmt erfðalögum er óheimilt að ráðstafa meira en þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá þegar niðjum eða maka er til að dreifa. Sonur mannsins byggði á að erfðaskrá föður hans hefði byggt á misskilningi og að hinn látni hefði ráðstafað eignum sínum á annan veg hefði hann vitað af syni sínum. Bréferfingjarnir töldu á móti að virða ætti vilja hins látna enda hefði hann vitað af syni sínum, sem þá var feðraður öðrum manni, og kosið að ráðstafa eignunum á þennan veg að sér liðnum. Héraðsdómur féllst á röksemdir sonarins og taldi hinn látna hafa verið í villu þegar erfðaskráin var gerð. Hún var því ógilt. Ráðstöfun fasteignarinnar í fyrirframgreiddan arf byggði á skilmálum hinnar ógildu erfðaskrár. Var það niðurstaða dómsins að sú ráðstöfun væri ógild af þeim sökum. Fasteignin var því færð inn í dánarbúið á ný. „Við teljum þetta ranga niðurstöðu og reiknum með að þetta verði kært til Landsréttar,“ segir Pétur Kristinsson, lögmaður sjö bréferfingjanna Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Karlmaður mun erfa föður sinn eftir að erfðaskrá hins látna var ógilt með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands. Tíu bréferfingjar mannsins fá ekkert úr dánarbúinu en virði eigna þess er rúmar 97 milljónir króna. Hinn látni hafði aldrei gengið í hjónaband og átti engin skilgetin börn. Sonur hans kom í heiminn 1951 og var þá skráður sonur nýs eiginmanns móður sinnar. Blóðfeðgarnir áttu afar takmörkuð samskipti alla tíð. Þegar maðurinn lést árið 2016 höfðaði maðurinn véfengingarmál til að fá staðfest að hann væri sonur hans. Lífsýnarannsókn leiddi það í ljós og var hinn látni skráður faðir hans eftir það. Maðurinn gerði erfðaskrár árin 2002 og 2004 og var deilt um gildi þeirrar síðarnefndu í málinu. Í henni lýsti hann því yfir að hann ætti enga lögerfingja og að eignir hans skyldu ganga til þriggja systra sinna, uppeldissystur og tveggja vina sinna. Meðal annars skyldi fasteign hans ganga til annars vinar hans en sá fékk eignina í fyrirframgreiddan arf árið 2016, nokkrum mánuðum áður en maðurinn lést. Samkvæmt erfðalögum er óheimilt að ráðstafa meira en þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá þegar niðjum eða maka er til að dreifa. Sonur mannsins byggði á að erfðaskrá föður hans hefði byggt á misskilningi og að hinn látni hefði ráðstafað eignum sínum á annan veg hefði hann vitað af syni sínum. Bréferfingjarnir töldu á móti að virða ætti vilja hins látna enda hefði hann vitað af syni sínum, sem þá var feðraður öðrum manni, og kosið að ráðstafa eignunum á þennan veg að sér liðnum. Héraðsdómur féllst á röksemdir sonarins og taldi hinn látna hafa verið í villu þegar erfðaskráin var gerð. Hún var því ógilt. Ráðstöfun fasteignarinnar í fyrirframgreiddan arf byggði á skilmálum hinnar ógildu erfðaskrár. Var það niðurstaða dómsins að sú ráðstöfun væri ógild af þeim sökum. Fasteignin var því færð inn í dánarbúið á ný. „Við teljum þetta ranga niðurstöðu og reiknum með að þetta verði kært til Landsréttar,“ segir Pétur Kristinsson, lögmaður sjö bréferfingjanna
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent