Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júlí 2018 21:15 Kane var niðurbrotinn í leikslok víris/getty Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. „Þetta er erfitt, við erum svo vonsviknir. Við lögðum okkur alla fram og stuðningsmennirnir voru frábærir. Þetta var erfiður leikur, 50-50 leikur,“ sagði Kane við enska fjölmiðla eftir leikinn. „Við getum horft til baka einhvern tíman seinna og þá munum við sjá hluti sem við hefðum getað gert betur. Þetta er sárt, mjög sárt, en við berum höfuðið hátt. Við komumst lengra en margir spáðu.“ Englendingar komust yfir snemma leiks en Króatar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og framlengingunni og var sigurinn í lokinn nokkuð verðskuldaður. „Við náðum að skapa nokkur góð færi í stöðunni 1-0. Það er mjög mikið af ef og hefði og það er erfitt að kyngja því í svona leik. Það munar svo litlu en féll með þeim í kvöld. Það er mikið sem við hefðum getað gert betur en þeir spiluðu betur.“ „Það er frábært að komast þetta langt og við höfum gert fólkið heima stolt, en við vildum vinna. Þetta er bara sárt. Við sýndum að við getum unnið leik í útsláttarkeppni, getum náð í undanúrslit og næsta skref er að komast enn lengra. Þetta er grunnur sem við byggjum á en við erum leiðir að hafa ekki getað gefið stuðningsmönnunum úrslitaleik,“ sagði Harry Kane. Englendingar mæta Belgum í leiknum um bronsið á laugardag. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. „Þetta er erfitt, við erum svo vonsviknir. Við lögðum okkur alla fram og stuðningsmennirnir voru frábærir. Þetta var erfiður leikur, 50-50 leikur,“ sagði Kane við enska fjölmiðla eftir leikinn. „Við getum horft til baka einhvern tíman seinna og þá munum við sjá hluti sem við hefðum getað gert betur. Þetta er sárt, mjög sárt, en við berum höfuðið hátt. Við komumst lengra en margir spáðu.“ Englendingar komust yfir snemma leiks en Króatar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og framlengingunni og var sigurinn í lokinn nokkuð verðskuldaður. „Við náðum að skapa nokkur góð færi í stöðunni 1-0. Það er mjög mikið af ef og hefði og það er erfitt að kyngja því í svona leik. Það munar svo litlu en féll með þeim í kvöld. Það er mikið sem við hefðum getað gert betur en þeir spiluðu betur.“ „Það er frábært að komast þetta langt og við höfum gert fólkið heima stolt, en við vildum vinna. Þetta er bara sárt. Við sýndum að við getum unnið leik í útsláttarkeppni, getum náð í undanúrslit og næsta skref er að komast enn lengra. Þetta er grunnur sem við byggjum á en við erum leiðir að hafa ekki getað gefið stuðningsmönnunum úrslitaleik,“ sagði Harry Kane. Englendingar mæta Belgum í leiknum um bronsið á laugardag.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira