Harry Kane væri í B-deildinni ef Gummi Ben hefði rétt fyrir sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2018 12:00 Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason hafa leiðst hönd í hönd í gegnum enska boltann á Stöð 2 Sport í mörg ár í Messunni og hafa þeir félagararnir rifist um ýmislegt. Stundum hefur Gummi rétt fyrir sér og stundum Hjörvar en þegar kom að framtíð Harry Kane verður að segjast að Gummi hafi ekki beint hitt naglann á höfuðið eins og kom fram í Sumarmessunni í gærkvöldi. Hjörvar rifjaði upp þriggja ára gamla klippu úr ensku Messunni þar sem að Guðmundur var ekki sannfærður um ágæti Harry Kane þrátt fyrir að hann væri á þeim tíma markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er hræðilegt að segja þetta en ég hef samt þá tilfinningu að Harry Kane spili í Championship-deildinni með Nottingham Forest eða Sheffield United eftir tvö og hálft til þrjú ár,“ sagði Guðmundur í febrúar árið 2015. „Ég get lofað þér að svo verður ekki. Það er margt í þessum strák. Hann er stór, mjög sterkur og svo er hann svolítið klár. Mér finnst hann vera með mikla fótboltagreind,“ svaraði Hjörvar. Kane átti eftir að verða markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar næstu tvö tímabil og fá silfurskóinn til viðbótar við það auk þess sem að hann er nú markahæsti leikmaður HM. „Við vorum alltaf að rífast um ágæti Harry Kane. Það var bara eitthvað skrítið við útlitið á Harry Kane sem blekkti Guðmund,“ sagði Hjörvar í Sumarmessunni í gær. Gamla myndbrotið og umræðuna úr Sumarmessunni í gær má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM. 11. júlí 2018 07:00 Rúrik: Kompany skólaði mig til í lyftingasalnum Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. 11. júlí 2018 10:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason hafa leiðst hönd í hönd í gegnum enska boltann á Stöð 2 Sport í mörg ár í Messunni og hafa þeir félagararnir rifist um ýmislegt. Stundum hefur Gummi rétt fyrir sér og stundum Hjörvar en þegar kom að framtíð Harry Kane verður að segjast að Gummi hafi ekki beint hitt naglann á höfuðið eins og kom fram í Sumarmessunni í gærkvöldi. Hjörvar rifjaði upp þriggja ára gamla klippu úr ensku Messunni þar sem að Guðmundur var ekki sannfærður um ágæti Harry Kane þrátt fyrir að hann væri á þeim tíma markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er hræðilegt að segja þetta en ég hef samt þá tilfinningu að Harry Kane spili í Championship-deildinni með Nottingham Forest eða Sheffield United eftir tvö og hálft til þrjú ár,“ sagði Guðmundur í febrúar árið 2015. „Ég get lofað þér að svo verður ekki. Það er margt í þessum strák. Hann er stór, mjög sterkur og svo er hann svolítið klár. Mér finnst hann vera með mikla fótboltagreind,“ svaraði Hjörvar. Kane átti eftir að verða markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar næstu tvö tímabil og fá silfurskóinn til viðbótar við það auk þess sem að hann er nú markahæsti leikmaður HM. „Við vorum alltaf að rífast um ágæti Harry Kane. Það var bara eitthvað skrítið við útlitið á Harry Kane sem blekkti Guðmund,“ sagði Hjörvar í Sumarmessunni í gær. Gamla myndbrotið og umræðuna úr Sumarmessunni í gær má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM. 11. júlí 2018 07:00 Rúrik: Kompany skólaði mig til í lyftingasalnum Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. 11. júlí 2018 10:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Sjá meira
Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM. 11. júlí 2018 07:00
Rúrik: Kompany skólaði mig til í lyftingasalnum Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. 11. júlí 2018 10:30