40 ár síðan erlendur þjálfari kom liði í úrslitaleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 16:30 Roberto Martínez, spænskur þjálfari Bekga og franski aðstoðarmaður hans Thierry Henry fagna marki á HM í Rússlandi. Vísir/Getty Roberto Martínez á möguleika að komast í mjög fámennan hóp HM-þjálfara komi hann liði Belgíu í úrslitaleik HM í fótbolta í kvöld. Belgar mæta þá nágrönnum sínum í Frakklandi í fyrri undanúrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi en leikurinn fer fram í Sankti Pétursborg. Martínez getur þá orðið fyrsti erlendi þjálfarinn í 40 ár sem kemur liði í úrslitaleik HM karla í fótbolta. Síðastur til að afreka slíkt var Austurríkismaðurinn Ernst Happel á HM í Argentínu. Ernst Happel fór þá með Hollendinga í úrslitaleikinn þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti heimamönnum í Argentínu eftir framlengdan leik. Aðeins tveir aðrir erlendir þjálfarar hefur tekist að koma liði í úrslitaleik heimsmeistaramóts. Hinir eru George Raynor, enskur þjálfari sænska landsliðsins á HM í Svíþjóð 1958 og Rudolf Vytlacil, austurrískur þjálfari Tékka á HM 1962. Engum þeirra tókst hinsvegar að gera liðið sitt að heimsmeisturum. Svíar töpuðu fyrir Brasilíumönnum 1958 alveg eins og Tékkar fjórum árum seinna.Sólo TRES selecciones han llegado a la final de la Copa del Mundo con un entrenador extranjero. Han pasado 40 años desde el último precedente. Sera hoy? En breve os doy mi pronóstico pic.twitter.com/6yG3x8Wr5m — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 10, 2018 Roberto Martínez er 44 ára Spánverji sem spilaði stærsta hluta ferils síns með Wigan í Englandi og Swansea í Wales. Hann hefur þjálfað belgíska landsliðið frá árinu 2016 en var áður knattspyrnustjóri Everton í þrjú ár. Roberto Martínez var líka stjóri liðanna sem hann lék lengsta hjá sem varnarsinnaður miðjumaður, Swansea City frá 2007 til 2009 og Wigan frá 2009 til 2013. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Belga á HM í 32 ár eða síðan liðið mætti Argentínu í undanúrslitaleiknum á HM í Mexíkó 1986. Þá skoraði Diego Maradona bæði mörkin í 2-0 sigur Argentínu sem seinna varð heimsmeistari eftir 3-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum í Mexíkóborg. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Roberto Martínez á möguleika að komast í mjög fámennan hóp HM-þjálfara komi hann liði Belgíu í úrslitaleik HM í fótbolta í kvöld. Belgar mæta þá nágrönnum sínum í Frakklandi í fyrri undanúrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi en leikurinn fer fram í Sankti Pétursborg. Martínez getur þá orðið fyrsti erlendi þjálfarinn í 40 ár sem kemur liði í úrslitaleik HM karla í fótbolta. Síðastur til að afreka slíkt var Austurríkismaðurinn Ernst Happel á HM í Argentínu. Ernst Happel fór þá með Hollendinga í úrslitaleikinn þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti heimamönnum í Argentínu eftir framlengdan leik. Aðeins tveir aðrir erlendir þjálfarar hefur tekist að koma liði í úrslitaleik heimsmeistaramóts. Hinir eru George Raynor, enskur þjálfari sænska landsliðsins á HM í Svíþjóð 1958 og Rudolf Vytlacil, austurrískur þjálfari Tékka á HM 1962. Engum þeirra tókst hinsvegar að gera liðið sitt að heimsmeisturum. Svíar töpuðu fyrir Brasilíumönnum 1958 alveg eins og Tékkar fjórum árum seinna.Sólo TRES selecciones han llegado a la final de la Copa del Mundo con un entrenador extranjero. Han pasado 40 años desde el último precedente. Sera hoy? En breve os doy mi pronóstico pic.twitter.com/6yG3x8Wr5m — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 10, 2018 Roberto Martínez er 44 ára Spánverji sem spilaði stærsta hluta ferils síns með Wigan í Englandi og Swansea í Wales. Hann hefur þjálfað belgíska landsliðið frá árinu 2016 en var áður knattspyrnustjóri Everton í þrjú ár. Roberto Martínez var líka stjóri liðanna sem hann lék lengsta hjá sem varnarsinnaður miðjumaður, Swansea City frá 2007 til 2009 og Wigan frá 2009 til 2013. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Belga á HM í 32 ár eða síðan liðið mætti Argentínu í undanúrslitaleiknum á HM í Mexíkó 1986. Þá skoraði Diego Maradona bæði mörkin í 2-0 sigur Argentínu sem seinna varð heimsmeistari eftir 3-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum í Mexíkóborg.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira