40 ár síðan erlendur þjálfari kom liði í úrslitaleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 16:30 Roberto Martínez, spænskur þjálfari Bekga og franski aðstoðarmaður hans Thierry Henry fagna marki á HM í Rússlandi. Vísir/Getty Roberto Martínez á möguleika að komast í mjög fámennan hóp HM-þjálfara komi hann liði Belgíu í úrslitaleik HM í fótbolta í kvöld. Belgar mæta þá nágrönnum sínum í Frakklandi í fyrri undanúrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi en leikurinn fer fram í Sankti Pétursborg. Martínez getur þá orðið fyrsti erlendi þjálfarinn í 40 ár sem kemur liði í úrslitaleik HM karla í fótbolta. Síðastur til að afreka slíkt var Austurríkismaðurinn Ernst Happel á HM í Argentínu. Ernst Happel fór þá með Hollendinga í úrslitaleikinn þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti heimamönnum í Argentínu eftir framlengdan leik. Aðeins tveir aðrir erlendir þjálfarar hefur tekist að koma liði í úrslitaleik heimsmeistaramóts. Hinir eru George Raynor, enskur þjálfari sænska landsliðsins á HM í Svíþjóð 1958 og Rudolf Vytlacil, austurrískur þjálfari Tékka á HM 1962. Engum þeirra tókst hinsvegar að gera liðið sitt að heimsmeisturum. Svíar töpuðu fyrir Brasilíumönnum 1958 alveg eins og Tékkar fjórum árum seinna.Sólo TRES selecciones han llegado a la final de la Copa del Mundo con un entrenador extranjero. Han pasado 40 años desde el último precedente. Sera hoy? En breve os doy mi pronóstico pic.twitter.com/6yG3x8Wr5m — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 10, 2018 Roberto Martínez er 44 ára Spánverji sem spilaði stærsta hluta ferils síns með Wigan í Englandi og Swansea í Wales. Hann hefur þjálfað belgíska landsliðið frá árinu 2016 en var áður knattspyrnustjóri Everton í þrjú ár. Roberto Martínez var líka stjóri liðanna sem hann lék lengsta hjá sem varnarsinnaður miðjumaður, Swansea City frá 2007 til 2009 og Wigan frá 2009 til 2013. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Belga á HM í 32 ár eða síðan liðið mætti Argentínu í undanúrslitaleiknum á HM í Mexíkó 1986. Þá skoraði Diego Maradona bæði mörkin í 2-0 sigur Argentínu sem seinna varð heimsmeistari eftir 3-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum í Mexíkóborg. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira
Roberto Martínez á möguleika að komast í mjög fámennan hóp HM-þjálfara komi hann liði Belgíu í úrslitaleik HM í fótbolta í kvöld. Belgar mæta þá nágrönnum sínum í Frakklandi í fyrri undanúrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi en leikurinn fer fram í Sankti Pétursborg. Martínez getur þá orðið fyrsti erlendi þjálfarinn í 40 ár sem kemur liði í úrslitaleik HM karla í fótbolta. Síðastur til að afreka slíkt var Austurríkismaðurinn Ernst Happel á HM í Argentínu. Ernst Happel fór þá með Hollendinga í úrslitaleikinn þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti heimamönnum í Argentínu eftir framlengdan leik. Aðeins tveir aðrir erlendir þjálfarar hefur tekist að koma liði í úrslitaleik heimsmeistaramóts. Hinir eru George Raynor, enskur þjálfari sænska landsliðsins á HM í Svíþjóð 1958 og Rudolf Vytlacil, austurrískur þjálfari Tékka á HM 1962. Engum þeirra tókst hinsvegar að gera liðið sitt að heimsmeisturum. Svíar töpuðu fyrir Brasilíumönnum 1958 alveg eins og Tékkar fjórum árum seinna.Sólo TRES selecciones han llegado a la final de la Copa del Mundo con un entrenador extranjero. Han pasado 40 años desde el último precedente. Sera hoy? En breve os doy mi pronóstico pic.twitter.com/6yG3x8Wr5m — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 10, 2018 Roberto Martínez er 44 ára Spánverji sem spilaði stærsta hluta ferils síns með Wigan í Englandi og Swansea í Wales. Hann hefur þjálfað belgíska landsliðið frá árinu 2016 en var áður knattspyrnustjóri Everton í þrjú ár. Roberto Martínez var líka stjóri liðanna sem hann lék lengsta hjá sem varnarsinnaður miðjumaður, Swansea City frá 2007 til 2009 og Wigan frá 2009 til 2013. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Belga á HM í 32 ár eða síðan liðið mætti Argentínu í undanúrslitaleiknum á HM í Mexíkó 1986. Þá skoraði Diego Maradona bæði mörkin í 2-0 sigur Argentínu sem seinna varð heimsmeistari eftir 3-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum í Mexíkóborg.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira